Dagblaðið - 21.08.1981, Blaðsíða 8
I
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1981.
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
Mikil mótmæli við þinghúsið íHöfðaborg:
Nauðungarflutningur
svartra kvenna og
barna frá S-Afríku
Kofahreysi um eitt þúsund „ólöglegra” íbúa Höfða-
borgar rif in og íbúarnir fluttir nauðungarf lutningi
Um eitt þúsund manns fóru í mót-
mælagöngu að þinghúsi Suður-
Afríku í miðbæ Höfðaborgar I gær
til að mótmæla meðferð sem
hundruð svartra manna, þar af mikill
hluti konur og börn, máttu þola af
hálfu stjórnvalda í landinu.
Atburðurinn sem verið var að mót-
mæla varð í fyrradag þegar segja má
að íbúar heils þorps í útjaðri Höfða-
borgar hafi verið handteknir og
fluttir nauðungeirflutningi úr iandi til
Transkei, sem stjórn Suður-Afríku
lítur á sem sjálfstætt heimaland
blökkumanna.
íbúarnir sem hér um ræðir bjuggu í
ömurlegum hreysum í Nyanga í út-
jaðri Höfðaborgar en þangað höfðu
þeir komið á ólöglegan hátt í atvinnu-
leit. Hreysi þessa fólks voru jöfnuð
við jörðu og máttu margir íbúanna
láta fyrirberast undir berum himni
um nóttina þrátt fyrir að veður væri
afleitt og hiti undir frostmarki. Fór
enda svo að flytja varð ýmsa þeirra á
sjúkrahús af völdum vosbúðar.
Flestir þeirra sem tóku þátt í mót-
mælagöngunni í gær voru hvítar
konur er starfa í friðarhreyfingu í
Höfðaborg.
Viðræður á milli stjórnvalda og
talsmanna íbúanna í Nyanga höfðu
engan árangur borið en stjórnvöld
höfðu boðizt til að útvega fólkinu
vinnu í námum og við landbúnað ein-
hvers staðar úti á landsbyggðinni.
Alls voru það 1059 íbúar sem
fluttir voru á brott, þar af 470 konur
og 175 börn.
Williams kemur brosandi til réttarins þar sem hann var formlcga ákærður fyrir tvö af hinum 28 svokölluðu Atlanta-morðum.
Sagt hefur verið um Williams að hann hafi alltaf þráð að vera I sviðsljósinu og nú hafl honum tekizt það svo um munar þó
tilefnið sé óneitanlega ekki skemmtilegt.
ÁKÆRÐUR FYRIR BARNAMORÐ
Karl prins og Diana Spencer, prinsessa af Wales, eru komin til Skotlands þar sem
þau munu dvelja næstu daga I Balmoral kastala. Myndin var tekin er Karl og Diana
komu til Lossiemouth i Skotlandi.
REAGAN HAFNAR
BEIÐNIALÞJÓÐA-
SAMTAKA FLUG-
UMFERBARSTJÓRA
— um að hef ja samninga viðræður við
bandaríska f lugumferðarstjóra
Hinn 23 ára gamli blökkumaður,
Wayne B. Williams, var nú í vikunni
opinberlega ákærður fyrir tvö af þeim
28 morðum, sem á undanförnum
tveimur árum hafa verið skrifuð á
reikning óþekkts morðingja er gengið
hefur undir nafninu Atlanta-
morðinginn. Börn í Atlanta hafa
einfaldlega kallað þennan mikla
ógnvald sinn „manninn”.
WUliams lýsti sig saklausan af á-
kærunum. Williams er eini maðurinn
sem ákærður hefur verið fyrir eitthvert
morðanna 28. í öllum tilfellum hafa
fórnarlömbin verið svertingjar og i
langflestum tilfellum börn á aldrinum
átta til fimmtán ára úr fátækra-
hverfum Atlanta-borgar.
Mjög strangar öryggisráðstafanir
voru viðhafðar er Williams kom fyrir
réttinn. Vopnaðir lögregluþjónar gættu
hins ákærða vandlega og leitað vén
vandlega á öllum þeim sem fengu ao
koma inn í réttarsalinn. Sjálf réttar-
höldin fyrir WUiams hefjast hinn 5.
október. Aðalvandamál dómsyfirvalda
nú er fólgið í því að finna tólf
einstaklinga sem fyrirfram hafa ekki
heyrt um barnamorðin og geti því talizt
hlutlaus og gjaldgeng í kviðdóminn.
Barnamorðin i Atlanta, sem svo hafa
verið nefnd, hafa vakið slfka athygli í
Bandaríkjunum og raunar um allan
hinn vestræna heim, að nær útilokað
verður að finna tólf einstaklinga sem
'eklcj hafa heyrt á þau minnzt.
Reagan Bandaríkjaforseti hefur
hafnað beiðni Alþjóðasamtaka flug-
umferðarstjóra um að Bandaríkja-
stjórn taki upp viðræður við flugum-
ferðarstjóra þá i Bandaríkjunum sem
hefur verið sagt upp störfum vegna
ólöglegra verkfallsaðgerða.
Beiðnin var sett fram fyrir viku af
Harry Henschler, forseta samtak-
anna.sem hafa innan vébanda sinna
flugumferðarstjóra frá 59 löndum.
Drew Lewis, samgönguráðherra
Bandaríkjanna, svaraði Henschier
fyrir hönd Reagans, og þar sagöi
hann aö Bandaríkjastjórn sæi sér
ekki fært að verða við beiöninni
vegna þess aö flugumferðarstjórarnir
tólf þúsund, sem reknir voru, brutu
bandarisk lög.
í bréfi sinu fullvissaði Lewis for-
seta Alþjóðasamtaka flugumferðar-
stjóra um að öryggi i iofthelgi Banda-
rikjanna væri í engu ábótavant.
Umdeild kvikmyndí
franska sjónvarpinu
Kvikmynd er sýnir fram á meiri
samvinnu Frakka við hernámslið nas-
ista i síöari heimsstyrjöldinni en opin-
berlega er viðurkennt verður nú sýnd
í franska sjónvarpinu, tólf árum eftir
að hún var framleidd.
Fram til þessa hafa ráðamenn
franska sjónvarpsins úrskurðað að
myndin væri ekki hæf til sýningar þó
svo að hún hafi verið sýnd í flestum
nágrannalöndunum.
Mótmæli gegn framleiðslu nifteindasprengjunnar hafa orðið I Bandarfkjunum eins og
víða annars staðar. Myndin hér að ofan er raunar tekin af mótmælum I Banda-
rikjunum árið 1977 er fyrirhuguð framleiðsla nifteindasprengju var mjög til umræðu.
Þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að hefja framleiðslu nifteindasprengju hefur verið mótmælt kröftuglega viða um Evrópu
að undanförnu. Myndin var tekin af mótmælagöngu f Amsterdam fyrir skömmu. Áætlað var að á milli tiu og flmmtán þúsund
manns hefðu tekið þátt i göngunni.
Pólland:
Samninga-
viðræður
áný
Onyskiewicz, talsmaður Einingar í
Póllandi, sagðist í gær eiga von á því að
samningaviðræður óháðu verkalýðs-
félaganna og stjórnvalda hæfust að
nýju á mánudag. Jafnframt varaði
hann við því að stjórnvöld gætu átt von
á frekari verkföllum ef þau sæju ekki
að sér.
Erlendar
fréttir
GUNNLAUGUR
A. JÓNSSON
Saudi-Arabía undir þrýstingi
Lokadagur fundar olíumálaráð- verð sitt upp í 35 dollara tunnuna, i
herra OPEC-ríkjanna er í Genf í dag þeirri von að samkomulag geti tekizt
og eru Saudi-Arabar sagðir undir með OPEC-rfkjunum um sameigin-
miklum þrýstingi um að hækka oliu- legt olíuverð.