Dagblaðið - 21.08.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 21.08.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1981. það stöðugt þar til það var komið í lágmark 1976—77. Ástæður þess voru fjárhagslegs eðlis. Það var ódýrara að kaupa útlent efni. Nú er stefna sænska sjónvarpsins sú að auka innlent efni á ný. Það gerist þrátt fyrir að útgjöld sjónvarpsins eigi að minnka um tvö prósent í ár og tvö prósent á næsta ári. Fjölgun videótækjanna í Svíþjóð er mjög ör. Talið er að videóið nái nú inn á um 5—6 prósent alira heimila í landinu eða um 100 þúsund. Sam- kvæmt útreikningum útvarpsins er því spáð að þessi tala eigi eftir að vera komin í 25 prósent árið 1986. En það eru ekki aðeins videótækin sem veita sænska sjónvarpinu sam- keppni. Á næstu árum mun sam- keppnin aukast mjög vegna vestur- þýzkra og franskra sjónvarpshnatta. Talið er að þeir verði komnir í gagnið árið 1986. Svarið telur Wallqvist felast í Tele X, sænskum eða norrænum gervi- hnetti sem einnig ætti að geta verið kominn upp árið 1986. Einnig gerir Wallqvist sér vonir um að tungu- málaerfiðleikar muni koma í veg fyrir að Svíar horfi mikið á útsendingar hinna útlendu gervihnatta þó þeir geti auðveldlega komið sér upp tæknibúnaði til þess. „Jafnvel samkeppninni frá útlend- um sjónvarpsgervihnöttum verður að mæta með betri sænskri dagskrá. Og svo fáum við okkur norrænan gervi- hnött — kannski,” segir Wallqvist. Um Nordsat, sameiginlegan gervi- hnött allra Norðurlandanna, eru skoðanir mjög skiptar í Svíþjóð. Um 5—6 prósent allra sænskra heimila ráða nú ySr vídeó og fer sú tala ört hækkandi. Örjan Wallqvist útvarpsstjóri: „Við verðum að mæta samkeppninni frá videóinu með auknu sænsku sjónvarpsefni.” 4C Sósialdemókratar, Miðflokkurínn og sænska útvarpið eru öll á móti hugmyndinni. íhaldsflokkurinn og Þjóðarflokkurinn eru hins vegar fylgjandi Nordsat. Því hefur Nordsat-hugmyndin verið lögð á hilluna í Svíþjóð a.m.k. I bili og í þess stað beinist athygli manna að Tele X. Hann yrði talsvert smærri i sniðum en Nordsat og hefði aðeins 2—3 rásir í stað 8 rása eins og gert var ráð fyrir að Nordsat hefði. . . . Þó að Tele X sé einkum hugsaður sem sænskur gervihnöttur þá vill Wallqvist, sem er í undirbúnings- nefnd Tele X áætlunarinnar, að teknar verði upp viðræður við hin Norðurlöndin um máUð. (Byggl á Dagens Nyheleri. '11 / þann dag I dag. Þannig hefur þetta sjónarspil frá 1977 verið fært upp, sannleikurinn í málinu var hins vegar sá, að þegar ASV klauf sig út úr og Karvel sló sig til riddara, þá var verið að takast á um síðustu prósenttöl- urnar, raunverulega búið að semja, og atvinnurekendum á Vestfjörðum var það ljóst, að ekki yrði samið upp á minna en þeir skrifuðu undir. Þess vegna kemur það vel á vondan að kenna kröfu dagsins við „Sólstöðu- samningana” frá 1977. Lýðræðið suður í Borgarfirði? Undanfarnar vikur, eða aUt til þess að útgáfa Alþýðublaðsins var stöðvuð, fjallaði sumarritstjóri þess Vilmundur Gylfason einkum um lýðræðið í verkalýðshreyflngunni og fór þetta afskaplega í taugarnar á flokksforystunni svo og þeim fáu verkalýðsforingjum sem enn fyrir finnast í röðum krata. Er það ekki að ófyrirsynju, ef ljósinu er beint að þeim vinnubrögðum er viðhöfð hafa verið í verkalýðshreyfingunni á Vest- fjörðum, sem er næsta eina vígi Alþýðuflokksins I hreyfingunni á landsmælikvarða. Þegar tiUaga að kröfugerð er borin upp á Kjaramála- ráðstefnu ASV á Núpi, skyldu menn ætla, að grunneiningin, það er að segja hinn almenni félagi, hafi verið spurður og fundir verið haldnir i félögunum víðs vegar um Vestfirði, og þannig viðhöfð hin lögmæta og lýðræðislega aðferð, en svo var ekki. Það var ekki haldinn einn einasti félagsfundur á sambandssvæði Alþýðusambands Vestfjarða. Þær tillögur sem þarna voru bornar upp og samþykktar voru uppdiktaðar af krataforystunni á ísafirði og sam- þykktar af ráðstefnufuUtrúum, sem skv. öllum lýðræðislegum reglum voru að sjálfsögðu umboðslausir. Mér er íjóst, að það sem þama var samþykkt var engin endanleg kröfu- gerð af hálfu ASV, en ég set þetta hér fram til þess að leggja áherslu á, hvaða vinnubrögð hér eru viðhöfð og enda ekki höndum seinna fyrir Alþýðuflokksforystuna að þagga niður í VUmundi Gylfasyni og öðrum þeim mönnum sem þessi vinnubrögð gagnrýna. Stríðandi alþýða og greifadæmi Pétur Sigurðsson forseti ASV svarar því til í Helgarpóstsyfir- heyrslu, að Vestfirðir hafi alltaf verið greifadæmi. Þetta er auðvitað sagt í gamni, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Það sem fyrir liggur þessa dagana er að móta ábyrga og harða kröfugerðapólitík. Fiskvinnslufólk þar á meðal fiskvinnslufólk á Vest- fjörðum fór halloka í síðustu kjara- samningum. Aðrir hópar náðu fram töluvert betri samningum en fisk- vinnslufólk og þess vegna er rík ástæða til þess að vera á verði einmitt nú. Hvað sem um viðleitni ASV má annars segja, þ.e.a.s. sá vilji foryst- unnar til að semja í héraði, þá hafa hlutirnir þróast í aðra átt, og það er augljóst af fyrstu viðbrögðum atvinnurekenda vestra að það verður ekki samið heima. Það er við heildar- samtök atvinnurekenda í landinu að fást. Kjarasamningar eru orðnir býsna flókið fyrirbæri og sú tíð runnin upp, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að ríkisvaldið er með puttana i málunum, og það er miskunnarlaust verslað með réttinda- bætur í kjarasamningum í svo- kölluðum félagsmálapökkum. Reynt hefur verið að tortryggja gildi félagsmálapakka og það einkum af þeim sem ekki eru enn farnir að njóta þeirra, en slíkir pakkar varða ýmiss réttindamál, svo sem almannatrygg- ingar, fæðingarorlof, atvinnuleysis- tryggingar og svo frv. og ætti fisk- verkunarfólki á ísafirði og víðar að vera í fersku minni stoppið sem varð í fyrra vegna sölutregðu, en þá fengu konur atvinnuleysisbætur, án tillits til launa maka. Þetta var einmitt ávöxtur eins félagsmálapakk.ms. Þá má geta þess hér, að mikil áhersia verður lögð á félagsmálapakka til handa öldruðu verkafólki I kröfugerð heildarsamtakanna í næstu kjara- samningum. Menn skyldu ekki gera svo litiö úr þessum réttarbótum, enda þótt í fullu fjöri séu, hver veit, hverjum klukkan glymur næst? Að þessu ofansögðu, þá held ég, að vestfirskt verkafólk geri ekki mikið með, hvort Alþýðusamband Vestfjarða geti kallast greifadæmi, eða hitt, að það sé eitthvert aðal- atriði, að þar sitji greífar og barónar, með geislabaug og gloríu. Menn eru minnugir „Sólstöðusamninga” Karvels Pálmasonar og menn eru líka minnugir sjómannaverkfallsins frá í fyrra, þegar Karvel Pálmason samdi um svo til ekki neitt í Bolungarvík til að forða sér frá enn meiri smán en orðin var og samningamaður Bolvík- inga var á fundi með ísfirskum sjó- mönnum og hafði ekki hugmynd um að Karvel var að semja heima í Bolungarvfk. Það eru slíkir hlutir sem koma upp í hugann, þegar ASV gefur út stórar yfirlýsingar eins og eftir Núpsfundinn um daginn. Þaðer rík ástæða fyrir vestfirskt verkafólk Pétur Sigurðsson og Karvel Pálmason. Báðir fá þeir orð f eyra f kjallaragrein Finnboga Hermannssonar á Núpi. DB-myndir. A „Nú er þaö komið á daginn, aö formaður atvinnurekenda á Vestfjörðum hefur alfarið neitað að við ASV verði samið í héraði, það verði heildarsamtökin, Vinnuveitendasam- band íslands, sem semji, enda er það af fróðum talið útilokað að sami leikur gerist og 1977, þegar samið var í héraði að VSÍ forspurðu og kostaði gífurlega ýldu.” að vera á verði, þegar kjarabaráttan fer af stað sem raun ber vitni. Það er alveg ljóst, þrátt fyrir fjálglegar yfir- lýsingar ASV, ið ekki verðut samið í héraði. Til þess þurfa viðsemjendur að vera fyrir hendi, sem ekki er. Yfir- lýsingar sem þessar frá Núpsfundin- um eru algjörlega út í bláinn. Hags- munir vestfirsks verkafólks verða ekki tryggðir með slíkum vinnu- brögðum, þeir eru heldur ekki fólgnir í greifum og greifadæmum, þeir eru fólgnir í samstöðu við heildarsamtök verkafólks í landinu um þessar mundir vegna þess að við er að etja heildarsamtök atvinnurekenda í landinu. Óskasamningar í rökstuðningi sínum við samninga f héraði hafa forystumenn ASV bent á sérstöðu Vestfjarða með hinum ein- hæfa atvir.nuvegi, fiskiðnaði, svo og aðra sérstöðu Vestfirðinga. Þetta má til sanns vegar færa, op ef til vill væri það affarasælt að geta unið í héraði auk þess sem það g.eti einfaldað ýmsa hluti. En þessu er bara hreint ekki að heilsa eins og málum er háttað i dag. Ýmsar tilhneigingar eru nú í þá átt, að sambönd og félög skeri sig úr með samninga og þetta er veikleiki sem samtök atvinnurekenda gera sér grein fyrir. Það er ekki á döfinni, að samtök þeirra gangi til samninga klofin eða sundruð, hvort sem þær línur eru markaðar af greinum eða landshlutum, þar mun engum líðast að skrifa undir eitt eða neitt öðru vísi en heildarsamtökin séu með puttana þar í. Þess vegna er það óraunhæft, hvað svo sem mönnum finnst um ASl báknið, að skera sig út úr og til einskis annars en veikja samstöðu heildarinnar. Það kitlar ef til vill hégómagirnd einstakra manna að sjá og heyra nafn sitt í fjölmiðlum f sam- bandi við kjarasamninga, en slíkt getur orðið dýru verði keypt eins og vestfirskt launafólk hefur fengið að þreifa á og tæpt hefur verið á hér að framan. Hvernig sem þessir hlutir æxlast, er ástæða til aö óska launa- fólki góðs gengis í komandi kjara- samningum og það sé vakandi og samheldið og líði ekki annarlegar tilhneigingar í samningagerð. Núpi, 15. ágúst 1981. Finnbogi Hermannsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.