Dagblaðið - 21.08.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 21.08.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1981. 7 Þjófur hafði á brott með sér ferðagjaldeyri og f lugmiða til Stokkhólms en margir vildu rétta hjálparhönd og fyrirheitna ferðin var farin: „Kominn í heila höfn og lagstur fyrir 2 ankerum" — segir Sigurjón Kristjánsson, vistmaður á Hrafnistu, nýkominn heim úr heimsókn til sonardóttur sinnar í Síþjóð ,,Ég get líklega seint þakkað til fulls öllum þeim sem ýttu mér af stað og sýndu mér svo mikinn hlýhug. Eðlilega var ég dálítið sleginn þegar upp komst að allt var horfið úr jakkavasanum,” sagði Sigurjón Kristjánsson vistmaður á einu heimili aðdraðra á vegum DAS við Jökulgrunn í Reykjavík. Sigurjón varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu í sumar, að þjófur heimsótti hann og hafði á brott með sér veskið hans. Veskið var í jakkavasa og hafði að geyma skilríki og peninga. Síðast en ekki sízt voru í veskinu ávisanir á gjaldeyri og farseðlar með Flugleiðum til Stokkhólms. Sonardóttir Sigurjóns og maður hennar, sem er í framhalds- námi í læknisfræði, búa þar ásamt þremur dætrum sínum. Ætlunin var að heimsækja þau. Sigurjón átti pantað far af landi brott morguninn eftir heimsókn þjófsins. Dagblaðið birti frétt um þjófnaðinn á sínum tíma og ráðgerði að safna peningum til að bæta Sigurjóni skaðann svo að utanlandsferðin dytti ekki upp fyrir. Þegar fulltrúar blaðsins reyndu að hafa upp á honum, kom í ljós að hann var farinn af landi brott. Skjót- ar hjálparhendur sáu til þess. ,,Ég byrjaði á að hringja til Svíþjóðar og afboða komu mína. Svo hafði ég samband við Flugleiðir og bankann og lýsti því sem gerzt hafði. Alls staðar var mér undur vel tekið og allir boðnir og búnir til hjálpar. Bankinn bauðst til að búa til nýja ferðatékka, Flugleiðir buðu aðra flugfarseðla. Og hissa var ég um kvöldið, eftir að Dagblaðið birti fréttina, þegar mættir voru heim tveir kaupmenn, ásamt konum sínum, þeir Jón Þórðarson í Breiðholtskjöri og Jón Júlíusson í Nóatúni og viídu þeir gefa mér gjaldeyri. Annar þeirra varmeiraað segja með peninga frá öðrum manni sem ekki vildi láta nafns síns getið. Ég gat sem betur fer komizt hjá að þiggja peningagjafir en það gleður mig að kynnast svo góðum hug fólks. Sjómannadagsráð ýtti líka til mín bjarghring, en ég var sem betur fer ekki sokkinn og er enn á floti! Líklega verð ég seint borgunarmaður fyrir þá góðu hugsun sem mér var sýnd.” Veskið hans Sigurjóns kom i leitirnar á dögunum. Það fannst í póstkassa við Jökulgrunn og í því týndu skilríkin. Peningarnir voru hins vegar horfmr. „Þjófurinn var hugulsamur að skila mér þessu. Skilríkin eru mér að vísu ónýt, þar sem ég fékk ný i millitiðinni. En mér þótti vænt um að fá myndina af langafastúlkunni minni í Sviþjóð sem í veskinu var. Kannski er það henni að þakka að veskinu var skilað,” sagði Sigurjón Kristjánsson. Hann ítrekaði þakklæti til allra þeirra sem vildu rétta honum hjálparhönd í sumar. -ARH. SgSflSIÍÍÍ .; ‘ , : j j| v « « \j ÍV>J> | ffj „Við höfum ekkert nema gott um Dagblaðið að segja,” sögðu Sigurjón og Sigriður Ólafsdóttir kona hans. Þau sögðust hafa aúglýst muni til sölu i blaðinu fyrir 2 árum og þeir seldust á augabragði. Þau hjón búa f húsi á vegum Hrafnistu við Jökulgrunnið og iáta vel af sér. Eða eins og Sigurjón sagði: „Hér er ég kominn f heila höfh og lagstur fyrir tveimur ankerum!” DB-mynd: Gunnar Örn. Þorsteinn gegnvætti Dagblaðseintak en þurrkaði það á augabragði með raka- þurrkaranum sænska. Má sjá á biaðinu skilin milli blauta hluta eintaksins og þess hluta sem hitinn frá tækinu hafði þurrkað aftur. t vinstri hendi er Þorsteinn með minni rakaþurrkarann. DB-mynd Einar Ólason. Undratæki til raka- þurrkunar fáanlegt — hefur miklu meiri þurrkunarhæfm en blússlampar en er mun ódýrara í rekstri Nýtt sænskt undratæki er nú fáanlegt hér og sá blaðamaður DB unnið með þvi á dögunum. Er hér um að ræða tæki til að þurrka raka og hefur tækið valdið nánast byltingu í byggingariðnaði og á fjölmörgum sviðum öðrum, þar sem þurrka þarf raka áður en viðgerðir geta hafizt. Tækið er nánast eins og eldvörpur þær sem fyrst sáu dagsins ljós í síðari heimsstyrjöldinni. Sænskur verkfræðingur setti hugmyndina að þurrktækinu fram en smíði uppfyndingarinnar var kostuð af þróunarsjóði Svía í tæknivísindum. Með sérstakri blöndu af samanþjöppuðu lofti og hitun næst miklu betri og dýpri þurrkun raka en með upphitun einni saman. Hið nýja tæki er einnig sagt 20% ódýrara í notkun en blússlampar þeir sem oftast hafa verið notaðir til þurrkunar hluta fyrir viðgerðir eða annarrar meðferðar. Það er vélaverzlunin Nonni sem selur tækin hér. Eru þau i tveimur stærðum og kosta rétt um 4 þúsund krónur. Lítill verðmunur er á tækjunum þó mikill munur sé á fyrir- ferð þeirra. Þorsteinn Jónsson framkvæmda- stjóri sagði að tæki þessi hefðu þegar farið sigurför um heiminn. Þau ættu án efa eftir að koma sér vel við línu- og kapalviðgerðir hjá símanum og raf- magnsveitunum, í byggingar- iðnaðinum, þurrkun tectylryðvarnar á bílum, þurrkun af völdum vatnsskaða i eldhúsum og baðherbergjum, skipa- og bátaviðgerðum og á óteljandi öðrum sviðum. -A.St. Höfn Hornafirði: Allt klárt fyrir síldveiðarnar Síldarsöltunin getur hafizt hér um leið og veiðar byrja en undanfarið hefur verið unnið að miklum endur- bótum og breytingum á vélum og búnaði í Sildarsöltunarstöðinni í Óslandi. Afköst vélanna munu aukast mjög mikið við þessar breytingar en þær höfðu ekki undan mannskapnum í fyrrahaust þegar vel gekk. í síldar- söltuninni verða um 90 manns i vinnu en ekki er ennþá búið að semja um laun þeirra. Verður það væntanlega gert næstu daga. Þá hefur verið unnið við marineringu á síld í sumar og verður því haldið áfram. { Stemmu er verið að pakka síðustu skreiðinni síðan í vetur en hún var 50 tonn. Þeir voru einnig með 350 tonn af saltfiski sem nú eru farin. Um mánaða- mótin verður allt tilbúið fyrir síldina í Stemmu en þar vinna nú 38 konur og 30 karlar. Loks er nóg að gera hjá útgerðar- mönnum. Þeir voru að mála og hreinsa bátana af fullum krafti, auk þess sem settir voru síldarhristarar um borð og annað tilheyrandi svo allt yrði klárt, þegar veiðar hæfust en það var í gær. -ELA/Júlía Höfn. Jarðstöð rís á Miðnesheiði — Aðalverktakarskila henni til tæknimanna Varnarliðsins um næstu áramót „Við skilum stöðinni frá okkur um eða upp úr næstu áramótum,” sagði Thor R. Thors forstjóri íslenzkra aðalverktaka er DB innti hann eftir hvað liði framkvæmdum við jarðstöð sem verið er að reisa á Keflavíkurflugvelli fyrir Varnarliðið. Aðalverktakar skila verkinu þannig frá sér að stöðin verði tilbúin fyrir tæknimenn hersins til að koma fyrir tækjabúnaði. Jarðstöð sú sem nú rís mun leysa af bráðabirgðastöð sem sett var upp fyrir nokkrum árum. Þeir sem leið hafa átt um flugstöðina hafa sjálf- sagt ekki komizt hjá þvi að taka eftir þeirri stöð. Hún er í norðurátt frá flugstöðinni og umlykur stór, hvít kúla sjálfan skerminn. Hvít kúla mun einnig umlykja skerm nýju jarðstöðvarinnar. Er slíkt » Móttökuskermurinn, til hœgri, beið þess aö veröa settur á tum mikinn, sem er vinstra megin á myndinni, þogar DB-menn voru á ferð á Keflavikurflugvelli sl. miðvikudag. Á bakvið turninn er stjómbyggingin. DB-mynd: BjamleKur. gert m.a. til að vernda skerminn fyrir vindum. Jarðstöð Varnarliðsins svipar mjög til Skyggnis, stöðvar Pósts og síma við Úlfarsfell. Stór og mikil bygging rís þó við hlið mót- ’tökuskermsins. Er hún 850 fermetrar að flatarmáli. Að sögn Helga Ágústssonar deildarstjóra varnarmáladeildar utanrikisráðuneytsins, er stöðinni ætlað að gegna líku hlutverki og Skyggnir, þ.e.a.s. fjarskiptum. Var smíði hennar samþykkt af islenzkum yfirvöldum í október 1978. -KMU.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.