Dagblaðið - 21.08.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.08.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1981. 3 „VARÐ FYRIR LÍKAMS- ÁRÁS ÞRIGGJA DYRA- VARDA HOLLYWOOD” RUCANOR Stærðír 32—47 Verð kr. 112,— Hjólaskautar — skoraráfólkad kæra slíkt ofbeldi umsvifalaust Magnús Pétursson skrifar: Ég varð fyrir líkamsárás þriggja dyravarða skemmtistaðarins Holly- wood síðastliðið föstudagskvöld, rétt eftir miðnætti. Eina ástæðan virtist vera sú, að svo vildi til að ég stóð fyrir hurðinni, þegar þeir voru að opna hana í eitt skiptið af mörgum. Þeir gripu mig þrír og tóku mig hengingartaki, þannig að ég missti meðvitund. Þegar ég rankaði við mér sátu þeir þrír ofan á mér. Ég spurði hvort ástæða væri til þess, þar eð ég lá á grúfu og með hendur bundnar fyrir aftan bak; vafðar einhvers konar límböndum i stað handjárna. Þar ofan á sat einn þessara þriggja aflraunamanna áfram sem fastast — hinir tveir létu sig hafa það að standa upp samkvæmt minni beiðni. Sá þaulsetnasti tolldi þar til lögreglan kom. Vitni ekki spurð Lögreglumennirnir tóku mig um- svifalaust og einu lætin, sem ég tók þátt í, urðu þegar átti að troða mér inn í lögreglubílinn, án þess að nokkur vettvangsrannsókn hefði átt sér stað. Fullyrðingar dyravarðanna um „drykkjulæti” voru látnar gilda og enginn viðstaddar var spurður neins. Þetta er prýðileg aðferð til þess að losa sig við aUan framburð vitna en svo heppilega vildi til að þau skortir mig ekki. Eru þessir menn svo hátt settir að þeir séu hafðir yfir lög og reglur þessa lands? Er ég kom niður á lögreglustöð, kom í ljós að fjórar álíka kærur lágu fyrir á dyraverði Hollywood. Ég gaf skýrslu og kærði árásarmenn mína fyrir líkamsárás. Þeirri kæru verður fylgt eftir og skora ég jafnframt á aðra, er þessir dyraverðir hafa beitt ofbeldi, að láta sín kærumál ekki niður falla. Þessir menn hegða sér nefnUega alveg eins og þeim sýnist, í skjóli þess að þeir telja fólk veigra sér við að gera mál út af slíku, ef það hefur verið undir áhrifum áfengis. Ég fór síðan aftur að dyrum HoUy- wood til þess að reyna að ná tali af einhverjum yfirmanni skemmti- staðarins. Enginn yfirmaður var sagður viðstaddur. Ég stóð þarna fyrir utan í klukkutíma og ítrekaði kröfu mína. Auk ofangreinds svars, um að enginn yfirmaður væri við, hreyttu þessir menn í mig ónotum. Þeir sögðust m.a. vel vita hvar ég ynni, söngluðu sífellt auglýsingalag fyrirtækis míns og reyndu að hæða bæði það og mig eftir beztu getu. Ég hef iðulega orðið var við að fólk er beitt ofbeldi í Hollywood, fyrir það eitt að vera drukkið. í slíkum tilvikum nægir að henda fólki á dyr. Það er ekki nauðsynlegt að nýta þessi tækifæri út í yztu æsar og __f' -4*tina fyrir utan. Raddbönd mfn hafa skaddazt Ég vil láta þess getið að raddbönd min hafa skaddazt eftir hengingar- takið og bætzt gæti við kæruna um líkamsárás. Undanfarna fjóra daga hef ég ár- angurslaust reynt að ná tali af fram- kvæmdastjóra HoUywood, sem ætíð er sagður ekki vera viðstaddur — hvenær sem ég hef hringt og hvenær sem mér hefur verið sagt að hringja aftur. Það er ástæða þess að ég ákvað að snúa mér til Dagblaðsins, tU þess að reynsla mín geti orðið öðrum víti til varnaðar — og tU þess að brýna fyrir fólki að kæra slíkt ofbeldi um- svifalaust. „Þeir gripu mig þrír og tóku mig hengingartaki, þannig að ég missti meðvitund,” segir Magnús Pétursson um dyraverði Hollywood. Magnús hefur kært þá fyrir Ukamsárás. DB-mynd: Einar Ólason. Laugavegl3 Sími13508 interRent Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14-S 21715,23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis Þegar þu kaupir Micronett örbylgjuofninn gerir þú frábær kaup vegna þess; að Husqvarna framleiddi sinn fyrsta örbylgjuofn árið 1954, og er því með 27 ára reynslu á bak við sig. að Husqvama Micronett er í „réttri stærð”(35 x 55 x 38) þ.e. hann passar fyrir ofan/neðan gamla eða nýja Husqvarna ofninn. Einnig passar hann inn í staðlaðar innréttingar. að Husqvarna Micronett er með örbylgjukerfi, sem dreifir bylgjun- um jafnt — maturinn hitnar jafn mikið alls staðar. * u"uivama Micronett er ao ______. . , —n-ar allt sparneytmn ofn. Hann að 75% orku, miðað við eðlilega notkun á eldavél. að Husqvarna Micronett er með 10 mismunandi styrkleika á örbylgjum, þe. frá 165W til 600W. Þá má stilla tímarofa allt frá 0—30 mín. Micronett ör- ÍKJ Uusqvarna , , ’ j •. '* 'onsri botn- bylgjuofnmn er meo - plötu, sem auðveldar honum hreinum. að verðið á Husqvama Micron- ett er alveg sérstakt: Góð matreiðslubók fylgir hverjum ofni. Missið ekki af tækifærinu. Kynningarverð okkar er aðeins kr. 4.350. |Við eigum aðeins takmarkað magn á þessu frábæra verði. Gunnar Ásgoirsson hf, akurvík Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200 AKURÉYRI Ætlar þú að kaupa Nýtt land, biað Vilmundar og fólaga? Carl Nielsen, bankastarfsmaður: Nei, ég ætla ekki að kaupa það. 4 1 Wm c-’; ipPn érM eIIiXÁ ’ ' 1 W JmSm f W,.,ÆtÉf/ 't Ólafur Ólafsson, verzlunarmaður: Nei, ég ætla ekki að gera það, enda hef ég aldrei keypt Alþýðublaðið og kaupi ekki þetta heldur. Valtýr Óskarsson, læknanemi: Því reikna ég ekki með. Svava Guðmundsdóttlr, húsmóðir: Nei, ég ætla ekki að kaupa það. Sæbjörn Guðmundsson, háskólanemi: Égveitþaðekki.Égefastum það. Sigurveig Einarsdóttir, húsmóðir: Já, örugglega. Ég er mjög forvitin að sjá það.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.