Dagblaðið - 27.08.1981, Page 2

Dagblaðið - 27.08.1981, Page 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1981. LAUS STAÐA Umsóknarfrestur um lausa stöðu hjúkrunarfræðings við skólana að Laugarvatni, sem auglýst var í Lögbirtingablaði nr. 59/1981, er hér með framlengdur til 15. september nk. Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja- vik. Menntamálaráðuneytið 25. Agúst 1881. Laust starf Óskum eftir að ráða skrifstofumann í 4 mánuði a.m.k. Starfið er einkum fólgið í úrvinnslu gagna og skýrslu- gerð. Upplýsingar hjá stofnuninni. Framleiðslueftirlrt sjávarafurða, Nóatúni 17, sími 27533. EIGNANAUST HF. SKIPHOLTI5 SÍMI29555 Opið kl. 1—5 laugardaga og sunnudaga. Krummahólar 2ja herb. 55 ferm íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Verð 360 þús. Laus strax. Lindargata 2ja herb. íbúð á jarðhæð i tvíbýlishúsi. Sérinngangur. Verð 320 þús. Kjarrhólmi 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Verð 500 þús. Kjarrhóimi 3—4ra herb. íbúð á 3. hæð. Suðursvalir. Verð 550 þús. Kársnesbraut 4ra herb. 110 ferm risíbúð. Lítið u/súð. Góð lóð. Verð 530 þús. Kapiaskjóisvegur 5 herb. íbúð á 4. hæð í blokk. íbúðin er 140 ferm, þar af 40 ferm í risi. Mjög snyrtileg íbúð. Verð 650 þús. Sólheimar 150 ferm sérhæð á 2. hæð, með bílskúr. Verð 1 milljón. Raðhús v/Vesturberg Glæsilegt 140 ferm raðhús á einni hæð. Verð 1 milljón. Raðhús v/Skeiðarvog Húsið er á 2 hæðum, bílskúr fylgir. Selst helzt í skiptum fyrir 5—6 herb. íbúð á sama svæði. Verð 900 þús. Lóð á Álftanesi 937 ferm byggingarlóð. Hitaveita komin í götu. Verð 150 þús. Sumarbústaður v/Þingvallavatn Glæsilegur sumarbústaður í Nesjalandi. Verðtilboð. Höfum kaupendur að eftirtó/dum eignum: 3ja herb. íbúð í Grundum í Kópavogi eða Fossvogi. 2ja herb. íbúð, ca 65 ferm, í nýlegu húsi. Lítilli sérhæð á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 3—4ra herb. íbúð í þrí- eða fjórbýlishúsi í Kópavogi með bílskúr. Einbýlishúsi í gamla bænum með bílskúr. Einbýlishúsi eða góðri sérhæð í Kópavogi. 3ja herb. íbúð i Breiðholtshverfi. Skoðum og metum íbúðir samdægurs, leitíð upplýs- inga. Fljót og góð þjónusta er kjörorð okkar. ÞorvaldurLúðvíksson hrl. Auglýsum ávallt í Dagblaðinu þríðjudaga og fimmtudaga r Ragnar spyr hvort myndsegulböndin marki endalok kvikmyndahúsanna. DB-mynd: Einar Ólason. Um myndsegulbönd: Einokunaraðilar eru ekki friðhelgir Ragnar hringdi: Þegar hljómflutningssnældurnar komu á markaðinn var aldrei gert neitt veður út af því. Hins vegar rjúka nú allir upp til handa og fóta vegna videósnældanna. Hér er í rauninni um nákvæmlega það sama að ræða. Til dæmis á höfundarréttur við á sama hátt í báðum tilvikum. o.s.frv., en hvað veldur þá fjaðrafokinu út af videósnældunum? Dagar kvikmyndahúsanna skyldu þó aldrei vera taldir? Og hvað verður nú um „einkarétt” ríkis- sjónvarpsins? Hvað ætlar sjónvarpið að gera þegar hægt verður að ná mörgum sjónvarpsstöðvum í gegnum gervihnetti? Það er tími til þess kominn að einokunaraðilar horfist í auga við þá staðreynd að þeir eru hvorki einir í heiminum né friðhelgir. Raddir lesenda III „Fékk prýðilega afgreiðslu hjá skrifstofu Bifreiðaeftirlitsins, en öðru máli gegndi með skoðunarmennina,” segir Bjarni Guðjónsson, Hátúni 4, Rvk. r Abendingtilríkisins: Ljósaskoðun er drjúg tekjulind —47 kr. fyrir fáelnar mínútur Bjarni Guðjónsson, Hátúni 4, hringdi: Ég fór að láta skoða bílinn minn í gær og fékk m.a. ljósastillinga- vottorð hjá Bræðrunum Ormsson Það tók fáeinar mínútur og borgaði ég kr. 47 fyrir. Síðan fékk ég prýðilega fyrir- greiðslu á skrifstofu Bifreiða- eftirlitsins, en öðru máli gegndi með skoðunarmennina. Þegar ég var þarna, kom maður með Chevrolet Nova að ég held,- og var honum sagt að setja öll Ijós á, án þess að ég sæi að bíllinn væri með neinn miða til merkis um að hann hefði fengið ljósaskoðun. Það var látið nægja að biðja manninn að kveikja á ljósunum og þurfti hann ekki að sýna nein gögn. Ég hafði samband við dómsmála- ráðuneytið vegna þess og ætla þeir að athuga málið. Mér er einnig spum hvers vegna menn þurfa að þeytast út um allan bæ til þess að fá ljósaskoðun. Af hverju í ósköpunum sér Bif- reiðaeftirlitið ekki um þetta? Það væri þó tekjulind fyrir ríkið, því kr. 47 fyrir nokkurra minútna verk eru drjúgar tekjur. Safnast þegar saman kemur. Einnig er fáránlegt að þeir skuli ekki innheimta bílatollinn um leið og bílar eru færðir í skoðun. Það er allt of mikiðumstang í kringum þetta og ætti að vera hægt að afgreiða allt sem að þessu lýtur á einum stað, hjá Bif- reiðaeftirlitinu. Núverandi fyrirkomulag er sóun á tima fólks og raunar makalaust tilli tsleysi.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.