Dagblaðið - 27.08.1981, Síða 8

Dagblaðið - 27.08.1981, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1981. Hellissandur Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni á Heiiissandi. Uppl. hjá umboðsmanni, sími93-6677 eða 91-27022. mmiAÐw „HIN LANGA ÞÖGN HEFUR VERIÐ ROFIN” segir séra Jón Bjarman fangapréstur um athugasemdir vararannsóknarlögreglustjóraríkisins „Ég fagna grein Þóris Oddssonar,, vararannsóknarlögreglustjóra, sem birtist í Morgunblaðinu á þriðjudaginn var,” sagði sr. Jón Bjarman.” I þessari grein fjallar Þórir Oddsson um skoðanir sr. Jón Bjarmans. Eins og fram hefur komið í Dagblaðinu, álítur sr. Jón Bjarman að rannsókn á meintu harðræði við fanga við yfirheyrslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum árið 1976 hafi ekki verið nógu ítarleg. Ennfremur telur séra Jón óheppilegt að vararannsóknarlögreglustjóra skuli hafa verið falið að kanna sakarefni á yfirmann sinn og aðra samstarfsmenn. Þórir segir í grein sinni að í tilvikum sem þessum, þegar rannsóknarlög- reglustjóri víkur sæti í máli beri dóms- málaráðherra samkvæmt lögum nr. 108/1976 að skipa í hans stað „vara- rannsóknarlögreglustjóra eða annan löghæfan mann.” Varðandi það hvort rannsókn hafi verið nógu itarleg, segir Þórir í grein sinni að ríkissaksóknari hafi afmarkað sakarefnið. Jón Bjarman sagðist mundu tjá sig nánar um grein Þóris Oddssonar, áður en langt um liði. ,,En ég fagna því að með þessari grein má segja að hin langa þögn sé rofin. Ég vænti þess að nú verði hægt að ræða um þessi mál af hlutlægni og umbótavilja,” sagði sr. Jón Bjarman. -IHH. „Ég vænti þess að nú verði bægt að ræða um þessi mál af hlutlægni og umbótavilja,” segir sr. Jón Bjarman. DB-mynd: Gunnar Örn. Audi 100LS árg. ’77, gullfallegur Ijós- Toyota Cressida station árg. ’80, ek- blár gæðabill, framdrifinn, einstakir inn aðeins 6 þús. km. Nýr bill á góðu eiginleikar í erfiðri færð. verði. Ch. Chevy van 20 árg. ’79, sportfelgur, Datsun 180B árg. ’78, umgengni og litað gler, silsalistar, krómtoppgrind, meðferð i sérflokki, endurryðvarinn, pústflækjur, veltistýri, upphækkaður, upphækkaður að aftan, yfirfarinn aukasæti. Bfll sem ekki á sinn likan. _ reglulega á 5 þús. km. fresti. P.i! ii íl t ilim BILAKA.LjR SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030 r a JŒZBQLLetCGkÓLÍ BÓnU d d 2 8 3 3 Suðurveri Stigahlið 45, simi 83730. Bolholti 6, simi 36645. Dömur athugið! Haustnámskeið hefst 31. ágúst ★ Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. ★ Tímar tvisvar eða fjórum sinnum í viku. ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar. ★ Lausir tímar fyrir vaktavinnufólk. ★ Sérstakur matarkúr fyrir þær sem eru í megrun. ★ Sturtur — sauna — tæki — ljós. Ath. ★ Nýju ljósabekkirnir eru í Bolholti 6. ★ Kennsla fer fram á báðum stöðum. ★ Hjá okkur skín sólin allan daginn alla daga. ★ Upplýsingar og innritun í síma 83730 og 36645. N E 1 8 2 Sl E 8 njpa nQXQQQömoazzDr VIL EKKISTANDAI RITDEILUM UM LÖNGU FLUTT OG DÆMD MÁL —segir Þórður Björnsson ríkissaksóknari „Þetta mál kom til mín þegar Jón Oddsson, verjandi Sævars, sendi mér bréf dags. 6. marz 1979, þar sem hann óskaði eftir frekari rannsókn á kærum Sævars, vegna harðræðis, sem hann taldi sig hafa verið beittan í gæzluvarðhaldinu í Síðumúla,” sagði Þórður Björnsson saksóknari rikisins. „Réttum mánuði síðar,” hélt Þórður áfram, „hitti ég Sævar og verjanda hans og óskaði þess þá að Sævar setti nánar fram hvað það væri sem hann óskaði eftir að væri rannsakað. í framhaldi af viðræðum okkar bárust þrjú bréf eða greinar- gerðir um þetta efni frá Sævari. Eftir að Þórir Oddsson hafði, að ósk dómsmálaráðuneytis, tekið við rannsókn á kvörtunarefnum Sævars fékk hann bunka af öðrum skjölum, þar á meðal bréf sr. Jóns Bjarmans, ritað ári áður og bréf frá móður Sævars. Þórir bar síðan undir mig, að hvaða kæruefnum rannsóknin skyldi beinast. Setti ég niðurstöður mínar fram í ítarlegu bréfi til hans þann 23. ágúst 1979. Þar benti ég á að ýmis kæruefnanna hefðu þegar verið rannsökuð af saka- dómi, 1977. Voru þau skjöl og framburðir lögð fram. Ennfremur setti ég fram þá skoðun mina að lýsingar Sævars á ástandi og aðbúnaði gæzlufanga í Síðumúlafang- elsi skyldu athugaðar nánar. (Haustið 1978 haföi Ragnar Tómas- son hrl. ritað borgarlækni vegna skjólstæðings, sem ekki tengdist Guðmundar- né Geirfinnsmálum. Ósk- aði hann þar eftir því að athugað væri hvort birta, loftræsting o. fl. gæti talizt fullnægjandi til langvarandi dvalar allan sólarhringinn, vikum og mánuðum saman. Við athugun borgar- læknis kom i ljós að sums staðar var hiti og raki of mikill. Endurbætur voru framkvæmdar sumarið 1979. — IHH). Þórður Björnsson ríkissaksóknari: „Hæstiréttur bendir á vissa hnökra I formsatriðum við yfirheyrslur.” DB-mynd: Bj. Bj. Hœstiróttur bendir á vissa hnökra „Þórir yfirheyrði síðan Hallvarð Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóra og flestalla fangaverðina. Síðan sendi hann mér öll gögnin aftur og ég útbjó harðræðisskýrsluna, sem varð eitt þeirra gagna, sem Hæstiréttur byggði dóm sinn á. Sagði meðal annars í for- sendum dómsins: „Þegar hin rækilega rannsókn bæði fyrir og eftir uppsögu héraðsdóms varðandi meint harðræði og ólögmæta rannsóknarhætti er virt verður ekki séð að játningar ákærðu hafi verið fengnar með ólögmætum aðferðum af hálfu þeirra sem fóru með rannsókn málsins.” „Síðar í dómsforsendum segir svo: „Rannsókn sakamáls þessa er hin umfangsmesta á landi hér á siðari árum. Rangir og reikulir framburðir ýmissa þeirra, er rannsókn beindist gegn, ollu þeim, sem með rannsóknina fóru, miklum örðugleikum. Liggur geysimikil vinna i rannsókn málsins, og var m.a. freistað að beita þar ýmsum tækniúrræðum, er að haldi mættu koma. í fáein skipti verður eigi séð, að þess hafi verið gætt að benda sökuðum manni, sem yfirheyrður var fyrir rannsóknarlögreglu, á ákvæði 1. málsgr. 40. gr. laga nr. 74/1974, þ.e. að honum er heimilt að neita að svara undir vissum kringumstæðum, og við hefur borið, að yfirheyrsla hafi staðið samfellt lengur en 6 klukkustundir, sbr. 3. málsgr. 40. grl. sömu laga. Stöku sinnum bera bókanir ekki með sér, að reynt hafi verið að kveðja til réttargæzlumenn eða verjendur við yfirheyrslu, þar sem slíkt hefði verið rétt. Vegna ummæla í málflutningi hér fyrir dómi þykir ástæða til að taka fram, að fangavörðum er eigi heimilt að hafa afskipti af rannsókn opinbers máls að eigin frumkvæði. Það er á- mælisvert að fangavörður laust einn hinna ákærðu kinnhest við yfirheyrslu, en ráðið verður af gögnum máls, að framkoma fangans við rannsóknar- menn i umrætt skipti hafi veríð víta- verð.” Sá sem Idnnhestinn gaf er nú andaður. „Hæstiréttur bendir á vissa hnökra á formsatriðum vð yfirheyrslurnar. En ég vil ekki fara að standa I ritdeilum um gamalt mál sem löngu er flutt og dæmt,” sagði Þórður Björnsson rikis- saksóknari, að lokum. -IHH. Bíllinn maskbrotnaði á Ijósastaur — ökumaður meðvitundarlaus í gjörgæzlu Fólk vestan Ölfusár vaknaði við mikinn skarkala um fjögurleytið, aðfaranótt þriðjudags. Kom í ljós að litill fólksblll hafði maskbrotnað á ljósastaur vinstra megin í aksturs- stefnu bílsins til Selfoss. í bílnum var einn maður, 29 ára gamall frá Njarðvíkum. Hann var meðvitundarlaus er að var komið og var enn í gærkvöld. Hann liggur í gjörgæzlu Borgarspítalans og er talinn í lífshættu. Ekki er ljóst hvað þessu slysi olli. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.