Dagblaðið - 27.08.1981, Side 9

Dagblaðið - 27.08.1981, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1981. Söíumannamálið þingfest ísakadómi Reykjavíkur: Víxlar upp á nær 70 milljónir g.kr. fundust undir rúmdýnu Opinber ákæra hefur nú verið gefin út á hendur tveimur Reykvíkingum, þeim Edvard Lövdal, fæddum árið 1937, og Sigurði Emi Ingólfssyni, fæddum árið 1935. Var ákæran þingfest í Sakadómi Reykja- víkur í fyrradag. Hér er komið hið svokallaða sölumannamál en það fjallar um meint stórfelld svik Edvards og Sigurðar Arnar á tímabilinu frá desember 1979 til júní 1980. Hefur fjöldi borgara orðið fyrir meintu fjárhagslegu tjóni vegna viðskipta við þessa tvo menn, margir verulegu tjóni. Ríkissaksóknari krefst þess að hinir ákærðu verði dæmdir til refsingar, til greiðslu skaðabóta, ef krafist verður, og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Dómari í málinu er Gunnlaugur Briem sakadómari en verjendur eru þeir Jón Oddsson hrl., sem fer með mál Edvards, og Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., sem fer með mál Sigurðar Amar. Þess má geta að meðan á rannsókn málsins stóð var Örn Clausen hrl. réttargæzlumaður Edvards en þegar málið var þinglýst í fyrradag lýsti Edvard því yfir að Jón Oddsson tæki málið að sér. Guðmundur Ingvi var réttargæzlu- maður Sigurðar Arnar og er einnig verjandi eins og fyrr sagði. Mál þetta kom fyrst til kasta Rannsóknarlögreglu ríkisin í júni 1980. Þá kærði Steingrímur Þóris- son, verzlunarmaður í Reykholti í Borgarfirði, Edvard Lövdal og taldi hann hafa svikið af sér hartnær 30 milljónir gamalla króna. Leiddi rannsókn síðan til þess að gæzluvarðhaldsúrskurður var kveðinn upp yfir Edvard í lok júní. Málið velti upp á sig eins og snjóbolti eftir því sem leið á rann- sóknina og í ljós komu æ fleiri skrýtin viðskipti. Að sögn Þóris Oddssonar, vararannsóknarlögreglu- stjóra ríkisins, voru þær möppur digrar sem innihéldu gögn vegna þessa máls. Ákæruskjalið ber það svo og með sér að hér er um mjög viðamikið og flókið mál að ræða. Er ákæruskjalið 18 blaðsíður í 8 Uðum. Eru þeir Edvard og Sigurður örn ákærðir fyrir fjársvik og skjalafals og Edvard auk þess fyrir skilasvik. Meint svik Edvards og Sigurðar Arnar virðast aðallega felast í því að þeir hafi blekkt út víxla frá ýmsum mönnum. Síðan hafa þeir notað vixlana til ýmissa viðskipta, s.s. bíla- viðskipta. Hafa þeir þannig staðið í eða átt hlut að kaupum á um einum tug bíla, einnig pylsuvagni. Þa hafa verðlausar vélar í síldar- verksmiðjunni í Djúpuvik á Strönd- um tengzt þessu máli. Jóhann Ósland Jósepsson og Guðmundur Ársælsson voru blekktir til að kaupa öll tæki verksmiðjunnar fyrir fjár- hæð sem nemur 130 milljónum gamalla króna og greiddu þeir fyrir með vixlum. Víxlar fyrir um helmingi þeirrar fjárhæðar fundust undir rúmdýnu í íbúð Edvards eftir á- bendingu hans. Nokkrir verzlunareigendur hafa orðið fyrir barðinu á „sölumönnun- um” en einmitt vegna þeirra við- skipta er þessi nafngift komin. „Sölumennirnir” notuðu illa fengna víxla, sem auk þess voru komnir frá aðilum sem á engan hátt voru borgunarmenn, til að endurgreiða vörur sem þeir höfðu fengið frá verzlunum. Svo tekið sé eitt dæmi um hvernig farið hefur verið að, má nefna að þeir Edvard og Sigurðu örn eru grunaðir um að hafa þann 25. apríl 1980 blekkt mann af Akranesi til að selja og skrá á nafn annars manns nýja Toyota-bifreið að verðmæti um 5,9 milljónir gkróna. I stað bílsins fékk seljandinn þrjá víxla, sem Edvard og Sigurður höfðu látið félaga sinn, sem að sjálfsögðu var eignalaus, sam- þykkja í nafni og sem prókúruhafi fyrir Kamb hf. en það var fyrirtæki sem hinir ákærðu höfðu „keypt” og átti verðlausar vélar í Djúpuvík. Mjög erfitt er að átta sig á því um hve miklar upphæðir þetta umfangs- mikla fjársvikamál snýst um. Ljóst er að þetta mál mun taka iangan tima i meðförum Sakadóms og margar vinnustundir á eftir að leggja i það af dómsvaldsins hálfu. Yfirheyra þarf fjöldann allan af fólki og sannprófa frásagnir þess áður en munnlegur málflutningur getur hafizt. Er ekki of mikið sagt að dóms sé að vænta í málinu í fyrsta lagi eftir eitt ár þó erfitt sé að fullyrða um slíkt. KMU. Taktuhár úrhala mínum... Baulaðu nú, Búkolla mín ... segir í sögunni. Þegar strúkur haföi lagt húr úr hala beljunnar ú jörðina reis upp mikið Jjall. Þessi saga rijjaðist upp fyrir okkur þegar (jósm. DB haföi lagt myndina þú arna fyrir okkur. Ekki fer sögum af hvort bergið varð til úr einu húri úr hala þessarar eyfirzku belju — en altént var Búkolla vel ú verði fyrir aðkomumönnum, þar sem hún stóð og jórtraði ú hamrinum. » DB-mynd Gunnar Öm. Starfsmenn bflasölunnar skildu við jeppann ólæstan — f ullyrðir ungur Grund- firðingur sem varð fyrir þvíóláni aðstoliðvar úr jeppa hans á bflasölu Það var óskemmtileg sýn sem mætti Ómari Grímssyni, ungum Grundfirðingi, þegar hann kom á bílasöluna Skeifuna í gærmorgun til að líta á Willys-jeppann sinn sem þar hafði verið í sölu í þrjár vikur. Framsætin voru bæði horfin úr jeppanum, einnig snúnings- hraðamælir og felgulykill. Þá hafði sest á jeppann hvítt duft, líklega hveiti, sem greinilega var komið frá bakarii í sama húsi og bílasalan. ,,Ég er alveg viss um að þeir hjá bílasölunni hafa skilið jeppann eftir opinn,” sagði Ómar í gær. Hann kvaðst hafa læst jeppanum þegar hann skildi við hann fyrir þremur vikum og látið starfsmann bíla- sölunnar hafa bíllyklana. „Þegar ég kom að jeppanum í gær var hann ekki læstur. Þjófarnir hafa komizt inn í hann um ólæstar dyr. Það er alveg greinilegt.” Sagði Ómar að til að koma sætunumút úrbílnumhefðu þjófarnir þurft að opna dyrnar. Engin ummerki sáust um að blæja jeppans hefði verið opnuð og sagðist Omar þess fullviss að þjófarnir hefðu farið inn um ólæstar dyrnar. Taldi hann því líklegt að starfsmenn bíla- sölunnar hefðu gleymt að læsa bflnum. Þá kvartaði Ómar Grimsson und- an hvíta duftinu sem komið var á jeppann. Taldi hann að erfitt yrði að ná því af. Sagðist hann hafa þurft að leggja jeppanum við húsvegg bakarísins, þegar hann konm með hann á bílasöluna, vegna þrengsla á stæði bUasölunnar. Hefði hann beðið starfsmenn um að færa jeppann þaðan við fyrsta tækifæri. Því hefði greinilega ekki verið sinnt því jeppinn stæði enn á sama stað og fyrst. Vegna ásakana Ómars ræddi blm. við Kristmann Hjálmarsson, einn af eigendum bUasölunnar Skeifunnar. Kristmann sagði að engin ábyrgð væri tekin á bílum þeim sem geymdir væru úti á bílastæði bílasölunnar og væri öllum viðskiptavinum gerð grein fyrir því. Þeim væri jafnframt ráðlagt að tryggja bílinn. Sagði Kristmann að starfsmenn bUasölunnar gengju að loknum hverjum vinnudegi á alla bUaröðina og athugðu m.a. hvort bílarnir væru læstir. Þó tók hann fram að margir bílanna hefðu lélegar eða ónýtar læsingar sem auðvelt væri að opna og í tilviki Ómars væri um blæjujeppa að ræða sem varla væri mikil hindrun fyrir þjófa. Aðspurður kvaðst Kristmann Hjálmarsson hafa spurt starfsmenn sína hvort blæjujeppinn hefði verið athugaður kvöldið áður, þ.e.a.s. á mánudagskvöld, en fengið þau svör að þeir væru ekki vissir. Duftinu á jeppanum sagðist Krist- mann lítið geta gert við. BUlinn hefði staðið rétt við dyr bakarísins og fyrir kæmi að dustað væri úr hveitipokum þar. Sagðist hann sjálfur hafa fengið hvitt duft á bílinn sinn en átti ekki í vandræðum með að skola það af. Þá taldi hann þá fuUyrðingu Ómars ekki rétta að jeppinn hefði staðið allan tímann undir húsvegg bakarísins. Hann hefði margoft verið færður til um bUastæðið en tilvUjun hefði ráðið því að hann stóð enn á sama stað og fyrst þegar Ómar kom aftur á bíla- söluna, í gærmorgun. -KMU. Ómar Grimsson segist hafa komið að jeppa sinum ólæstum á bilasölunni. DB-mynd: Gunnar Örn.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.