Dagblaðið - 27.08.1981, Síða 11

Dagblaðið - 27.08.1981, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1981. hAV', IfWn' Frá útifundi á Lækjartorgi árið 1978. Þá var fjöSmennt á fundinn tii að leggja áherziu á bætt kjör. gengið frá sínum samningum. Þá fara iðnaðarmenn af stað og vegna þeirrar sérstöðu að þeir eru að semja um laun sem eru seld beint út til þriðja aðila og í raun að það er hagur meistaranna að launahækkun iðnaðarmannsins sé sem mest, þá ná iðnaðarmennirnir vitanlega hag- stæðari samningum en láglauna- fólkið. Þetta eru svikin. Verkalýðsleiðtogum til fróðleiks má svo geta þess að þessari aðferð mun einna fyrst hafa verið beitt af Félagi íslenskra rafvirkja, undir stjóm Óskars Hallgrímssonar, og með þeim árangri að um árabil voru rafvirkjar einna launahæstir iðnaðar- manna. Sannleikans vegna verður að geta þess að þessari aðferð beitti raf- virkjafélagið ekki með öðrum hætti en þeim að standa algerlega utan við alltsamflot. Samflotssvikin eru síðari tíma vinnubrögð. Laun þolinmæðinnar Vegna þeirrar staðreyndar að með setu Alþýðubandalagsins í ríkis- stjórninni nú er afar líklegt, að samningar dragist mjög á langinn, svo mánuðum skipti eða jafnvel hálfu ári eða meira, er afar þýðingar- mikið að verkalýðsfélögin sameinist, hvort sem það er i samfloti eða ekki, um að krefjast bóta til félagsmanna sinna fyrir þann tíma sem kann að líða við störf á lausum samningum. Frá upphafi samningaviðræðna verður að liggja aigerlega ljóst fyrir atvinnurekendum að verkalýðs- félögin muni ekki undirrita endanlega samninga fyrr en samið hefur verið um bætur fyrir þann tíma, sem starfað hefur verið á lausum samningum. Til útskýringar vil ég nefna dæmi. Verkalýðsfélag, til dæmis Dagsbrún, semur eftir tveggja mánaða samninga án verkfalls um 10% launahækkun á meðaltaxta. Ef við reiknum gróflega að sá taxti gefi nú 5000 kr. á mánuði, þá er verkamaðurinn búinn með þolinmæði sinni að koma í veg fyrir verulegt tjón atvinnurekandans og hefur óbeint tapað 1000 krónum. Um þessa upphæð ber að semja, og þó að hún fáist ekki að fullu bætt, þá er það vissulega sanngjörn krafa, að hún verði bætt að verulegu leyti. Þetta ættu verkalýðsfélög að taka alvarlega og knýja á um sigur í þessu efni. Það er geysilega þýðingarmikið að atvinnurekendur hagnist ekki á þessu tvennu að hafa Alþýðubandalagið í ríkisstjórn og svo því að draga samninga óhæfilega á langinn. Sjómannafélag Reykjavíkur í því félagi verður aðalfundur A mánudaginn 31. ágúst næstkomandi. Siómenn skulu hafa það í huga að þeim mun meiri þungi um bætt kjör fylgir forystumönnum okkar sem fleiri mæta á aðalfundinn. Sjómenn og vitanlega allir launþegar mega athuga það að Vilmundur Gylfason hefur rangt fyrir sér að venju, þegar hann ræðst á forystumenn verkalýðs- félaganna og kennir þeim um bág kjör verkalýðsins. Ef verkalýðurinn mætti á fundi í sínum félögum (og þá meina ég að allir mæti sem ekki hafa full forföll) og ræddi málin af fullri hreinskilni, þá hefðu forystu- mennirnir bitur vopn í viðskiptum við atvinnurekendur og ríkisvald. Ég lít svo á að verkafólk sem situr heima þegar fundir eru haldnir i félögum þess og lætur sér nægja að nöldra í eldhúskróknum, þetta fólk á tæplega skilið góð kjör og laun. Kristinn Snæland. DB-mynd. „öryrkja” íslenzks viðskiptalifs, sem situr enn að örorkubótum hins raunverulega öryrkja, kallar greinarhöfundur Póst og sima. DB-mynd. samgöngumálaráðherra hafa búið þjóðinni örlög í formi skrefagjalds, en það er eins og málsmetandi menn kaila jafnan dulbúið hugmyndaleysi um skattnafngift. I Dagblaðinu miðvikudaginn 19. ágúst sl. mátti lesa eftirfarandi: Allt klárt i skrefa- talninguna i haust. Og neðanmáls stóð m.a. þetta: „Við bjuggumst við að undirbúningsvinnu lyki fyrr, en vorum ekki að hraða henni með aukavinnu,” sagði Jón Skúlason póst- og símamálastjóri við DB. Þetta verður að teljast göfugmannlega sagt i garð hins almenna skattgreiðanda af fram- kvæmdastjóra hinnar islenzku gjald- þrota símaeinokunarverzlunar. Yfirþyrmandi kostnaöur Menn verða og hljóta að gera sér grein fyrir hversu yfirþyrmandi ^ „Greindarmaöurinn Steingrímur Her- mannsson samgönguráðherra ásamt sjentelmanninum Ragnari Arnalds fyrrverandi samgönguráðherra hafa búið þjóðinni örlög í formi skrefagjalds, en það er eins og máls- metandi menn kalla jafnan dulbúið hugmynda- leysi um skattnafngiftir.’ kostnaður er fólginn 1 innkaupum á títt umræddum skrefateljurum, svo ekki sé talað um uppsetningar- kostnað tækjabúnaðar á borð við þennan. Gerðu forráðamenn og ráðherrar Pósts og síma sér grein fyrir því hversu langan tíma það mundi taka fyrir hinn almenna skattgreiðanda og símnotanda að greiða einvörðungu kostnað af innkaupum og uppsetningu þessara tækja? Eða eru embættismenn og ráðherrar Pósts og síma þeir upplýsingasnauöu uppskafningar aö þeir einfaldlega vita ekki hvað þeir eru að gera? — Skáldið Davíð Stefánsson sagði einhverju sinni i einu ljóða sinna, eftir að hann dvaldi í Rússlandi og hafandi kynnst harðræði Kremlverja: Skál, skal fyrir þingi og þjóð og þrælum sem gjalda í rikissjóð og valdi sem ver sig með vopnum ogher og drottnandi stétt sem finnst RANGLÆTl RÉTT Þrátt fyrir að vinstrivilluráfandi sauðir hafi tekið ákvörðun um skrefatalningu og þótt verka- lýðurinn sé að kafna undan valds- herrum sínum, þá á lítilsmagninn í þjóðfélaginu ennþá leik á borði. Skáldið Einar Benediktsson hvatti verkalýðinn til dáða — hann hvatti alþjóð til verka á þennan hátt: Sjá, hin ungborna tíð vekur storma og stríð, leggur stórhuga dóminn á feðranna verk.- Heimtar kotungur rétt — og hin kúgaða stétt hristir klafann og sér hún er voldug og sterk. Á því ættum við íslendingar að hafa efni og aðstöðu til. En hvernig er þá málum okkar komið? Erum við líkt og menn rænu rændir . . . eða heimtum við réttan hlut vorn. Að lokum, ráðamenn og lesendur, hver er tilgangur skrefatalningar? FYRIR MIG OG FYRIR ÞIG ? Dönsk einokun eða íslenzk? önundur Björnsson.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.