Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.08.1981, Qupperneq 23

Dagblaðið - 27.08.1981, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1981. (i Útvarp 23 Sjónvarp „MÉR ERU FORNU MINNIN KÆR” — útvarp ífyrramálið kl.ll: KRISTJAN GRIMS- EYJARDRAUGUR Einar Kristjánsson frá Herrnundar- felli hefur nú séð um þáttinn, Mér eru fomu minnin kær, á annaö ár og eru þættirnir orðnir um 40 til 50 talsins. Einar er annars húsvörður við barna- skóla Akureyrar og rithöfundur í hjá- verkum. Hann hefur skrifað um 10— 12 bækur, smásögur og tvö hefti af æviminningum en er nú að skrifa hið þriðja, Lengi væntir vonin. í fyrramálið ætlar Einar að segja frá Kristjáni Grímseyjarfara eða Gríms- eyjardraug, eins og sá góði maður var kallaður. En þegar Kristján var ungur og bjó að Tjörnesi fyrir austan Húsa- vik, réri hann einn á báti. Einn daginn gerðist veðrið svo hvasst að Kristján réði ekkert við bátinn, enda búinn að missa aðra árina. Kristján hrakti þá að Grimsey og komst ekki aftur til byggða fyrr en næsta vor. En þá komst hann fljótlega að því að búið var að telja hann af og selja allar eigur hans. Höfðu þá margir þótzt hafa séð svip hans og því kallaður Grímseyjar- draugureftirþað. Sagan um Kristján Grímseyjar- draug birtist i ritinu Hjartaásinn 1948, skráð af Benjamín Sigvaldasyni þjóðsagnaritara. Þar sem Einar er per- sónulega kunnugur Benjamín hefur hann einnig i hyggju að ræða um hann. Benjamín skrifaði um 26—28 bækur, sem flestar fjölluðu um hverskonar fróðleik og frásagnir. Síðustu ár lífs síns rak hann fornbókaverzlun á Hverfisgötunni i Reykjavík. LKM. Herdis Þorvaldsdóttir og Rúrik Haraldsson eru leikendur I leikriti vikunnar, Gamaldags kómedia, sem sýnt »ar í Þjóðleikhúsinu 1979—80. LEIKRIT VIKUNNAR - útvarp kl. 20,05: Gamaldags kómedía —Yf irlæknirinn og sjúklingurinn, tvær uppstökkar og tilf inningasamar persónur í kvöld verður flutt leikritið Gamaldags kómedia eftir Aleksei Arbusov, í þýðingu Eyvindar Erlendssonar. Leikritið gerist við sjávarsíðuna hjá Rigu í Lettlandi sumarið 1968. Rodion Nikolaévits, yfirlæknir heilsuhælis, hinn myndarlegasti maður situr i körfustól fyrir utan vinnustofu sína þegar Lidía Vasili- évna kemur í heimsókn. En Lidía er einnaf sjúklingum hans.Brátt kemur Aleksei Arbusov. þó í ljós að hún er ekki komin til að ræða um veikindi sín. Aleksei Arbusov er sennilega sá höfundur, sem vinsælastur er sovézkra höfunda í dag. Hann er fæddur í Leningrad 1908 og varð snemma munaðarlaus. 1925 fór hann að ’æra leiklist og starfaði bæði sem leikari og leiktjóri og stofnaði siðan æskulýðsleikhús í Moskvu árið 1941. Frá því 1930 fór hann að fást við skriftir, en það var ekki fyrr en 1938, sem hann vann sinn fyrsta sigur með leikritinu Tanya. En það er í dag eitt af þekktustu verkum hans. Eftir því hefur einnig verið gerð kvikmynd og ópera. Síðan hefur hvert leikritiðkomiðáfæturöðru.Eitt hið kunnasta er Saga frá Irkútsk og önnur sem útvarpið hefur áður flutt eru „Glataði sonurinn” 1963 og „Vesalings Marat minn” 1977. Gamaldags kómedía var frumflutt í Lodz i Póllandi 1975, en hefur síðan verið leikin víða um heim. Leikritið er góð lýsing á skapgerð persóna, tilfinningasveiflum og næmleika. Leikstjóri er Benedikt Ámason og með hlutverkin fara Herdís Þorvalds- dóttir og Rúrik Haraldsson. Tækni- maður er Þorbjörn Sigurðsson. -LKM. Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér að venju um þáttinn, Mér eru fornu minnin kær. iVIDEOl Video — Tæki — Fiimur Leiga — Sa/a — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480. Skólavörðustíg 19 (Klapparstígsmegin). KVIKMYNDIR iH FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM l|f VIÐÁRMÚLA Nemendur komi í skólann fimmtudaginn 3. september sem hér segir: Kl. 9 — Nemendur með nöfn sem byrja á A—í. Kl. 11 — Nemendur með nöfn sem byrja á J—Ö. Nemendur fá afhentar stundatöflur gegn greiðslu kr. 250,00 nemendagjalds. Nýnemar hafi með sér 2 myndir fyrir spjaldskrá skólans. Skólastjóri. JVýkomið Karlmannaskór k f VERÐ k AÐEINS KR. 69,95 i V f Tog.3005 Utur: Marínblátt demn. Stæröir 40-46 Verð aðeins kr. 69,95 Tog. 3110 Utur: Marínblátt denim Stæröir 40-46 Verð aðeins kr. 69,95 Skóverzlun Þórðar Péturssonar * Kirkjustræti8 v/Austurvöi/ - Simi 14181 Laugavegi 95 — Sími 13570 % \

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.