Dagblaðið - 14.09.1981, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981.
DB á ne ytendamarkaði
Þurrkaðar kryddjurtir sem muldar eru út i matinn eftir smekk.
Sala áskriftarskírteina sinfóníu-
hljómsveitarinnar er haf in
Á dögunum var skýrt frá því á
Neytendasíðunni hvað áskriftarkort
að leikhúsunum í Reykjavík kostaði
í vetur. Sinfóníuhljómsveit íslands
býður einnig upp á áskriftarkjör.
Sala skírteina á fyrra misseri er hafin.>
Áskriftarskírteini í betri sæti Há-
skólabíós kosta 560 krónur og 380
krónur í ódýrari sæti. í lausasölu
kosta miðar að tónleikum á fyrra
misseri 75 krónur og 60 krónur Alls
verða tíu áskriftartónleikar í Há-
skólabiói á fyrra misseri starfsársins.
Áskrifendur frá fyrra ári hafa for-
kaupsrétt á skírteinum. í fyrra voru
þeir um 560 talsins.
-ÁT.
sítrónukrydd er ákaflega gott á fisk
en ekki eins á kjöt. Þar eiga aftur við
lárviðarlauf, itölsk krydd og ensk
ásamt hinum indversku. Um er að
gera að þreifa sig áfram og nota ekki
mikið krydd fyrr en þjð eruð viss um
að ykkur falli bragðið. Jógúrtin gerir
kjötið mjög mjúkt og skemmir ekk-
ert, jafnvel þó lítið kryddbragð verði
af kjötinu er upp er staðið.
í sumum matreiðslubókum hef ég
séð að jógúrtin er þei.uð af áður en
maturinn er steiktur eða soðinn. Það
geri ég hins vegar ekki. Ég grilla
svona kjöt og fisk og steiki eða sýð án
Fjórar gerðir af flnu ediki.
Ilmur
frá
Austur-
löndum
Kryddið fær aukið hlut-
verk i matargerðinni
Hvers kyns uppskriftir að dular-
fullum og framandi réttum hafa hin
seinni ár birzt í öllum blöðum.
Þjóðin sem fyrrum nærðist á soðnu
kindakjöti og soðnum fiski virðist
vera farin að leggja sér til munns rétti
frá Austurlöndum fjær, hvað þá ná-
lægari stöðum. Uppistaðan í þessum
uppskriftum er auðvitað sem fyrr
kjöt og fiskur. En síðan bætast við
hvers kyns kryddtegundir sem fyrir
nokkrum áratugum höfðu ekki
heyrzt nefndar á íslenzka tungi Svo
framandi eru þessar kryddtegundir
að flestar ganga þær ennþá undir er-
lendum nöfnum á vörum þjóðarinn-
ar. Reyndir íslenzkumenn hafa verið
að gefa þeim íslenzk nöfn en ennþá
hafa þau ekki náð festu í málinu.
Hver kjörbúð með sómatilfinningu
býður upp á fjölbreytt úrval af
kryddtegundum. Helzt eru það kaup-
félögin úti á landi sem ennþá eiga fá-
breytt úrval af kryddi enda bændur
líklega seinastir til að taka við sér um
nýjabrumið.
En jafnvel kryddúrvalið í kjörbúð-
unum er ekki nóg fyrir þá sem lengst
vilja ganga í að ná fram hinu „rétta”
bragði. Sumir rækta eigin kryddjurtir
undir eldhúsglugganum eða inni i
honum. Enn aðrir leita á náðir sér-
stakra verzlana sem bjóða „öðru-
vísi” krydd. Ein þeirra er Jurtin í
Lækjargötu 2. Við litum þar inn á
dögunum og fengum að skoða krydd-
úrvalið.
þetta 17—18,50 og eru 20 vendir í
hverjum þeirra.
Krydd svipað því sem fæst í kjör-
búðum fæst einnig í baukum. Er þar
bæði um að ræða cinstaka muldar
kryddtegundir og kryddblöndur ætl-
aðar út á fisk eða kjöt.
Miklu grófar mulið krydd en þetta
fæst síðan í lofltæmdum plastum-
búðum. Kosta þær frá 4 og upp í 23
krónur eftir stærð pokanna. Til þess
að þetta krydd komi að verulegum
notum verður að eiga mortél eða þá
kryddkvörn. Slíkar kvarnir
eru nokkuð dýrar og má nefna sem
dæmi að í Jurtinni kosta piparkvarn-
ir 75—94 krónur. Konur í Austur-
löndum nota, eftir því sem mér hefur
verið sagt, mortél og hnall við krydd-
mölun. Þær rækta kryddið sitt sjálf-
ar og mala á hverjum morgni það
sem nota þarf yfir daginn. Með því er
kryddið alltaf ferskt og bragðmeira
en það sem við fáum hér í búðum og
hefur kannski verið malað fyrir ári.
Tapar bragði
við geymslu
Krydd er bezt að geyma á dimm-
um, þurrum og fremur köldum stað.
Hvar sem slíkir staðir finnast í nú-
tímaíbúðum. Birta, raki og hiti deyfa
bragðið af kryddinu til langframa.
Betra er að kaupa litla skammta en
stóra ef ekki er notað því meira
krydd.
Kryddleginn matur er allur mjög
góður. Það eru þó oft aðeins þeir sem
langt eru komnir í matargerðinni sem
leggja í kryddlögn. En í rauninni er
enginn vandi að kryddleggja svo vel
sé. Nýja, hreina jógúrtin okkar er til
dæmis hreinn töfravökvi til að leggja
í. Gott er að setja í einn bauk af
jógúrt eina til tvær matskeiðar af
oliu, sítrónusafa, hvítlauk sem
marinn hefur verið, lauk í smáum
Fyrst skal nefna hvers konar
þurrkaðar kryddjurtir í léreftspok-
um. Eru þær síðan muldar í matinn
eftir þörfum. Pokarnir kosta frá 15—
25 krónur, minni gerðin, og upp í 56
krónur stærri gerðin.
Einnig er hægt að fá þurrkaða
kryddvendi sem ætlaðir eru í hvers
kyns kássur, pottrétti eða ofnrétti.
Eru þeir merktir með orðum eins og
„fish” og „chicken”. Pokarnir kosta
M g %
't.sájÁ jn «•
Krístin Sigurðardóttir afgreiðslumaður i Jurtinni heldur þarna á bakka með kryddvandar-umslögum. Kryddvendir eru
notaðir 1 hvers konar pottrétti, ofnrétti og kássur og teknir upp úr matnum áður en hans er neytt.
bitum og svo krydd eftir smekk.
Hvítlaukurinn er mjög bragðsterk-
ur, notaður á þennan hátt og fyrir þá
sem ekki eru honum vanir er bezt að
byrja með litla skammta í einu, t.d.
hálft rif. Það fer eftir kjötinu eða
fiskinum hvaða krydd er síðan bezt
aðnota.Sjálf held ég mest upp á karrí1
og nota það í allt. Mér til sárra
vonbrigða hefur það karrí. sem ég
hef fengið í búðum oft verið harla
bragðd^fjft.
En Þ Jurtinni fæst indverskt
karrí, sem á að vera mun sterkara.
Rauður, svartur og hvítur pipar er
einnig mjög góður svo og papriku-
duft. Eiga þessi krydd við eiginlega
hvaða mat sem er. En síðan fer skipt-
ingin að verða meiri. Hvers kyns
þess að þurrka kryddlöginn af.
Verður maturinn, ef eitthvað er,
ennþá betri fyrir vikið.
Tíminn
Til að byrja með er nóg að krydd-
leggja í svona sólarhring, síðan má
lengja tímann þegar menn eru búnir
að finna hið rétta bragð. Maturinn
sem kryddleggja á verður að vera
ófrosinn. Honum er síðan raðað á fat
eða í skál og kryddlögur á milli laga.
Meðan maturinn er að taka í sig
bragð er betra að geyma hann á
köldum stað. Með þvi að breiða vel
yfir ílátið má setja það í kæli. Ef það
er sett inn óvarið kemst bragð í allt
annað. Bökunarofninn dugar sem
næst bezti staður en geymið þá ekki
matinn of lengi, það getur slegið í
hann í hitanum.
Vínedik
og fleira
Að síðustu má svo geta ediks sem
fæst í Jurtinni. Er það edik sem sér-
lega er ætlað til salatgerðar, sósu-
gerðar og jafnvel kryddlagningar.
Má nefna hvítlauksedik, tvær gerðir
vínediks og Tarragon edik. Fæst það
í flöskum, sem kosta 39 krónur.Með
edikið, eins og kryddið, er bezt að
prófa sig áfram, nota lítið fyrst en
meira síðan.
-DS.