Dagblaðið - 14.09.1981, Page 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981.
Postulínsmálning vinsælt tómstundagaman:
Mála í staðinn fyrir að
sitja með hendur í kjöltu
— segir Elínrós Eyjólfsdóttir húsmóðir í Keflavík
„Ég hef T.lltaf haft gaman af að
mála og teikna og gerði það oft að
gamni mínu. Síðan kynntist ég Elínu
Guðjónsdóttur og hún kenndi mér
þessa postulínsmálun. Síðan þá hef
ég farið tvisvar til Bandaríkjanna og
einu sinni til Danmerkur til að
kynnast þessu betur. Núna er Tjatta
orðin hálfgerð sýki hjá mér,” sagði
Elínrós Eyjólfsdóttir húsmóðir í
Keflavík.
Elínrós hefur málað margt
fallegra muna fyrir vini og kunningja
og sérstaklega fara sögur af barna-
skóm sem hún málar. ,,Ég var
sjúklingur og börnin orðin uppkomin
svo í staðinn fyrir að sitja með
hendur í kjöltu sit ég og mála,” sagði
Elínrós ennfremur.
Mikill áhugi er hér á landi fyrir
postulínsmálningu sem þessari og
nokkrir hafa þegar tekið að sér
kennslu í faginu. ,,í Ameríku eru
margir skólar sem kenna postulíns-
málningu og þar er þetta mun veiga-
meira en hér á landi. Þar eru ýmis
samtök og gefið er út blað. í .. sumar
komu einmitt hingað kennarar mínir
frá Ameríku og Danmörku í
heimsókn og hittust hjá mér. Ég er
núna að skrifa grein i ameríska
blaðið um þá heimsókn,” segir
Elínrós.
— En er þetta ekki dýrt áhuga-
mál?
,,Jú, mjög dýrt. Ætli þetta séekki
með dýrustu tómstundastörfum. Við
kaupum hlutina tilbúna og þáer eftir
FÓLK
að mála á þá, gylla og brenna. „Við
notum 12 karata gull og það er líka
mjög dýrt,” svarar Elinrós.
„Það er líka svo margt hægt að
gera í þessu. Til dæmis eru málaðar
bæði landslagsmyndir og andlits-
myndir. Maður er eiginlega alltaf að
læra meira og meira,” heldur hún á-
fram.
Elínrós málar ekki eingöngu
postulín, hún stundar einnig mynd-
listarnám hjá Eiríki Smith og Jóni
Gunnarssyni í myndlistarskólanum í
Keflavík. ,,Við erum 40 til 50
nemendur hjá þeim og það er
sannarlega líf og fjör í skólanum,”
segir hún. Núna málar Elínrós
helzt rósamyndir, ávexti og fugla.
— Hefur þér ekkert dottið í hug að
setja upp skóla og fara að kenna?
„Ég veit ekki,” svaraði Elinrós.
„Ég hef leiðbeint nokkrum
vinkonum mínum í tvo vetur, ætli ég
láti þaðekki duga.”
—ELA.
Nýtt diskótek opnað í Kópavogi í þessum mánuði:
Kennari og pólitíkus snýr sér að frjálsri og óháðri blaðamennsku:
Lízt ekki á pólitíkina eins
og hún gengur jyrir sig í dag
— segir Finnbogi Hermannsson á Vestfirzka fréttablaðinu
„Þetta er önnur vikan min í
blaðamennskunni. Já, blessaður, i það
er af nógum verkefnum að taka hér
fyrir vestan,” sagði Finnbogi Her-
mannsson kennari sem tók við blaða-
mannsstöðu hjá Vestfirzka frétta-
blaðinu á dögunum.
„Það er alveg óákveðið hversu lengi
ég verð í þessu starfi. Ég setti mér
engin tímamörk þegar ég byrjaði,”
sagði Finnbogi ennfremur. „Ég kann
ágætlega við blaðamennsku og finnst
hún eiga ágætlega við mig.”
— Varstu oröinn þreyttur
kennslunni?
„Já, sannast að segja,” svaraði
Finnbogi. „Ég var búinn að kenna I
þrettán ár og það við héraðsskóla allan
tímann. Það er býsna erfitt að starfa
við slíka skóla. Maður er alltaf á vakt-
inni ef svo má segja. Það er sex tíma
kennsla á dag og síðan bætist við
gæzla. Þetta er fremur, — hvað eigum
við að segja, — bítandi starf.
Annars hef ég ekki sagt alveg skilið
við kennsluna þó að blaðamennskan
sé nú aðalstarfið,” bætti Finnbogi
Hermannsson við. „Ég kenni nú níu
stundir á viku við öldungadeild
Menntaskólans á lsafirði og
iðnskólann. Öldungadeildin er
nýstofnuð og eru í henni þrjátíu
nemendur. Það sóttu talsvert fleiri
um, en það varð að beita numerus
clausus við inntökuna.”
— Hvernig verður með pólitikina?
„Pólitíkina, já,” sagCi hann og hló
stuttlega. „Það hæfir náttúrlega
ekki fyrst ég er orðinn frjáls og óháður
að ég sé að blanda mér í pólitiskt þras.
— Vestfirzka fréttablaðið er óháð
stjórnmálaflokkum. — Svo er pólitíkin
ekki sérlega frjór vettvangur eins og
hún er í dag. Ég held að ég geti gert
meira gagn í núverandi starfi heldur
en í pólitíkinni eins og hún gengur
fyrir sig um þessar mundir, sérstaklega
hjá unga fólkinu. Þú mátt hafa þetta
eftir mér,” sagði hinn nýi, eldhressi
blaðamaður Vestfirzka fréttablaðsins
að lokum. -ÁT-
Efínrós með bamaskó sem hún málará. Sniðug skírnargjöf þar sem nafn
barnsins og skirnardagur er skrrfað á.
DB-mynd emm.
Skemmtilegast við þetta allt saman er baslið
Finnbogi Hermanns-
son: — Var orðinn
þreyttur á kennsF
unni eftir þrettán
ára starf.
DB-mynd.
reiknaður um tvær milljónir
nýkróna.
— Eigið þið von á að fólk úr
Reykjavík komi í Kópavog á ball?
,,Því ekki, það er t.d. ekkert
lengra hingað úr Breiðholtinu en á
hina skemmtistaðina. Þeir félagar
segjast ætla að bjóða upp á ýmsar
uppákomur í vetur en að sjálfsögðu
er ekkert slíkt gefið upp ennþá. Þá
hafa þeir einnig ákveðið nafn á
staðinn en þar sem þeir hafa ekki
skrásett það er hyggilegra að segja
ekkifráþví. Nafnið mun þó tengjast
einhverju sem er hátt uppi — enda
staðurinn á þriðju hæð og gestir eiga
væntanlega— einhverjir eftir að vera
þið vitið.
Baldvin sem er 29 ára sagðist
hlakka mikið til þegar hann loksins
gæti hleypt gestunum inn og Grétar
sem er 25 ára tók í sama streng. „Við
erum búnir að horfa á þetta svo lengi
þróast — eða í heilan meðgöngutíma
— svo þetta er mjög spennandi. ”
Baldvin er kvæntur Þórlaugu
Guðmundsdóttur og eiga þau fjögur
börn. Grétar er kvæntur Hafdísi
Heimisdóttur og eiga þau tvö börn.
Þeir félagar ráku sjoppuna Central í
nýja strætisvagnaskýlinu á Lækjar-
torgi en seldu hana þegar fram-
kvæmdirnar við skemmtistaðinn
byrjuðu. Og þegar þeir voru spurðir
hvað væri nú skemmtilegast við þetta
allt saman, svöruðu þeir i kór.
„Baslið auðvitað.”
-ELA.
— segja þeir Grétar og Baldvin, eigendur staðarins
Þegar stýrimaður og prentari og
mágar taka sig til, selja aleiguna og
hefjast handa við uppsetningu
skemmtistaðar í þeirri hörðu
samkeppni sem ríkir verður manni á
að spyrja hvort hér sé ekki um heldur
mikla bjartsýni að ræða. „Nei,”
segja þeir í kór Grétar Hreinsson og
Baldvin Heimisson. ,,Að vísu er sam-
keppnin mikil en það er ævintýra-
löngunin sem ræður.
Við sóttum um þetta húsnæði og
fengum það. Síðan sóttum við um
leyfi til að gera þennan stað að
skemmtistað. í raun ætluðum við að
vera búnir að opna en þetta hefur allt
saman tafizt. Núna erum við
ákveðnir í að opna einhverja helgina í
þessum mánuði.”
Þegar blaðamaður DB ræddi við
þá Grétar og Baldvin i síðustu viku
voru framkvæmdirnar skammt á veg
kömnar, eða það fannst honum að
minnsta kosti. En með dugnaðinum
gengur þetta allt saman, það hefur
svo margoft sannazt.
Diskótekið er á efstu hæð að
Auðbrekku 55 og verður fyrsti
skemmtistaðurinn í Kópavogi. Að
vísu hefur verið dansað í
félagsheimilinu en þar hefur aldrei
verið starfrækt vínveitingahús. Um
450 manns geta skemmt sér í einu á
nýja staðnum, þar af komast um 300
manns í sæti. Matargestir geta verið
180 til 200.
„Viö höfum ráðið flestallt starfs-
fólkið til okkar og TM-húsgögn hafa
séð um húsgögnin. Um leið og
húsnæðið verður klárt er hitt allt
tilbúið. Hvað þetta hefur kostað? Ja,
ætli kostnaðurinn sé ekki lauslega
Baldvin Heimisson og Grótar Hreinsson með teikningarnar sem Arkó gerðiaðstaðnum. Ennþá er margt ógert
en þeir mágar eruþó staðráðnir í að opna staðinn i þessum mánuði.
DB-mynd Einar Ólason.