Dagblaðið - 14.09.1981, Page 18
DAGBLAÐIÐ.MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR14. SEETBMBER198L
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Islandsmeistarar Vikings 1981. Erri röö frá vinstn: Þór Símon Ragnarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings,
Sigurjón Eliasson, Gunnlaugur Kristfinnsson, Gunnar Gunnarsson og Heimir Karlsson, einnig íslandsmeistarar i
handknattleik og llcímir i innanhússknattspyrnunni, Magnús Þorvaldsson, Hörður Sigurðsson, Helgi Helgason,
57 ára bið Víkinga lauk á Laugardalsvelli í gær:
Ómar Torfason, Hafþór Helgason, Hafliði Pétursson liðsstjóri og Ásgeir Ármannsson stjórnarmaður. Fremri röð:
Jón Ólafsson. liðsstjóri Jóhann Þorvarðarson, Þórður Marelsson, Ragnar Gislason, Jóhannes Bárðarson, Lárus
Guðmundsson.Sverrir Herbertsson, Diðrik Ólafsson, Óskar Tómasson og Aðalsteinn Aðalsteinsson.
DB-mynd Bjarnleifur.
VIKINGURISLANDSMEISTARI
—Sigraði KR 2-0 í síðasta leik íslandsmótsins á Laugardalsvelli í gær. Sverrir Herbertsson, fyrrum KR-ingur,
skoraði fyrra mark Víkings og gaf á Lárus Guðmundsson, sem skoraði síðara markið. Lárus var þar með
markakóngur í 1. deild ásamt Sigurlási Þorleifssyni. Mikið sigurár Víkings
Víkingur varð i gær íslandsmeistari í
knattspyrnu í þriðja sinn, þegar lið félagsins
sigraði KR 2—0 i lokaleik 1. deildar á
Laugardalsvelli. Langþráður sigur fjöl-
margra í höfn því 57 ár eru síðan Víkingur
varð íslandsmeistari siðast, eða árið 1924.
Áður 1920. Aðeins einn af meisturum Vík-
ings frá '24 er enn á lífi, Gunnar Bjarnason,
fyrrum skólastjóri Vélskólans. Hann er
crlendis og gat því ekki verið viðstaddur í
gær, átti að vera meðal heiðursgesta
félagsins. Eftir lcikinn afhenti Ellert B.
Schram sigurvegurunum verðlaun sín og auk
þess leikmönnum Fram, sem urðu í öðru
sæti á mótinu. Víkingur keppir I Evrópu-
bikarnum, keppni meistaraliða næsta
keppnistímabil, Fram í UEFA-keppninni.
Vestmannaeyingar í bikarkeppni bikarhafa.
Árið 1981 er mesta sigurár í sögu Víkings.
Auk íslandsmeistaratitilsins í gær er Vík-
ingur íslandsmcistari innanhúss í knatt-
spyrnu og íslandsmeistari í handknattleik.
Áðeins eitt félag hefur unnið þá þrennu
áður, Valur.Þá er Víkingur Íslandsmeistari i
blaki kvenna í ár.
Leið Víkings sð íslandsmeistaratitilinum í
sumar hefur verið löng og erfið. Liðið byrj-
aði mjög vel í mótinu. Tapaði aðeins þremur
stigum í fyrri umferðinni, hlaut 15 og hafði
náð góðri forustu. En í tíunda leik liðsins
slasaðist fyrirliðinn, Diðrik Ólafsson mark-
vörður. Vikingur missti niður forskot sitt —
liðið, sem aðeins hafði fengið á sig sex mörk í
10 fyrstu leikjum mótsins, fékk á sig 16 i sex
þeim næstu. Þá var útlitið engan veginn gott
hjá Víkingum. En Diðrik kom í markið aftur
á réttum tíma. Lék tvo síðustu leikina og
liðið náði aftur fyrra öryggi. Sigrar í tveimur
síðustu leikjunum nægðu til sigurs i mótinu
og betur þó. Víkingur hlaut 25 stig — Fram í
öðru sæti með 23 stig.
íslandsmótið var mjög jafnt og skemmti-
legt lengstum. Um tíma undir lokin höfðu
sex af tíu liðum i deildinni möguleika á
íslandsmeistaratitilinum. Flestir leikirnir í
lokaumferðunum fjórum voru úrslitaleikir.
Síðan fjölgað var í tíu lið í 1. deild 1977
hefur mótið aðeins einu sinni unnizt á lægri
stigatölu en nú. 1979, þegar Vestmanna-
eyingar hlutu 24 stig. Aðsókn að 1. deildar-
keppninni hefur verið mjög góð. Á leikinn í
gær greiddu 2985 áhorfendur aðgangseyri.
Met í sumar í 1. deild. Víkingur er með lang-
hæst meðaltal áhorfenda á leikjum sínum í
Reykjavík — og auk þess var mest aðsókn að
leikjum liðsins í Kópavogi, Akureyri gegn
KA, og i Vestmannaeyjum. Víkingar nutu
þess að vera lengstum i efsta sætinu og áttu
stóran hóp fylkismanna.
Taugaspenna ígær.
Gegn KR í gær lék Víkingur undan
sunnan golunni í fyrri hálfleik. Verulegrar
taugaspennu gætti í leik flestra leikmanna
liðsins framan af. Þeim tókst illa að ná
saman en eftir því, sem á hálfleikinn leið
náði Víkingur undirtökunum í leiknum án
þess þó að koma knettinum í mark mótherj-
anna. Útlitið var því ekki sérlega glæsilegt í
hálfleik. Víkingar höfðu þó fengið tækifæri.
Sigurður Pétursson bjargaði á marklínu
„Mjög ánægður með
árangur sumarsins”
— sagði Yuri Sedov, þjálfari Víkings
,,Þaö var mikil taugaspenna meðal leik-
manna minna framan af. skiljanlegt því
leikurinn var svo þýðingarmikill fyrir þá. í
síðari hálfleik, einkum cftir að fyrsta
markið hafði verið skorað, léku þeir eins
og þeim er eðlilegt. Þetta var alls ekki
slæmur leikur. Víkingsliðið var betra liðið í
leiknum og verðskuldaði sigurinn,” sagði
Yuri Sedov, hinn sovézki þjálfari Víkings,
eftir að Islandsmeistaratitillinn var í höfn í
gær.
„Það hefur verið mikil spenna i leikjum
Víkings í sumar. Liðið komst nær strax á
toppinn og var þar siðan. Það skapar aukið
álag á leikmenn en ég er mjög ánægður
með árangur sumarsins,” sagði Sedov enn-
fremur. Yuri Sedov er frábær þjálfari, var
þjálfari sovézka landsliðsins fyrir nokkrum
árum. Mikil heppni Víkings að fá slíkan
mann til starfa. Hann verður áfram hjá fé-
laginu.
„Þetta var gott mót fyrir okkur Víkinga
og við áttum sigurinn í þvi fyllilega skilinn.
Við unnum flesta ieiki af öllum liðum.
Höfðum góöa forustu eftir fyrri hluta
mótsins. Síðan kom slæmur kafli en hann
vannst upp meö góðum leikjum að undan-
förnu,” sagði Diðrik Ólafsson, mark-
vörður og fyrirliöi Víkings.
„Ég bjóst ekki við því i vor að við yröum
íslandsmeistarar en reiknaði með einu af
efstu sætunum. Mótið var jafnt og spenna
mikil í lokaumferðunum og það var afrek
hjá strákunum hvað þeim tókst vel upp i
þessari miklu taugaspennu,” sagði Diðrik,
sem lék sinn fyrsta leik i meistaraflokki
Víkings 1968. Aðalmarkvörður Víkings
siðustu 11 árin og landsiiðsmaður.
„Þó íslandsmeistaratitillinn sé i höfn er
mikið framundan. UEFA-leikurinn við
Bordeaux á fimmtudag á Laugardalsvelli.
Morguninn eftir höldum við i 10 daga
keppnisferð til Sovétrikjanna, þar sem við
leikum við sterk 1. deildarlið. Siðan haldið
til Frakklands í siðari leikinn i UEFA-
keppninni. Ég get ekki svarað því núna
hvort þetta verður siðasta keppnistimabilið
hjá mér,” sagði Diðrik og bætti þvi við að
Yuri Sedov væri bezti þjálfari sem hann
hefði æft hjá.
Mikið fjör var í búningsherbergi Vikings
eftir leikinn. Björn Fr. Björnsson, fyrrum
Yuri Sedov, þjálfari Vfklngs, eftir sigurinn
• 8ær - DB-mynd Bjarnleifur.
alþingismaður og sýslumaður Rangæinga,
sem var einn af beztu leikmönnum Vikings
fyrir 50 árum, óskaði leikmönnum til ham-
ingju og sagði: „Þessu er ég búinn að biða
eftir f 57 ár.” Agnar Ludvigsson, heiðurs-
gestur Vfkings, þakkaöi leikmönnum fyrir
sigurinn og þar mátti greina fjölmarga
eldri Vikinga. Gleðin skein úr hverju and-
liti, langþráður sigur var í höfn.
-hsim.
mjög vel snilldarskalla frá Ómari Torfasyni
eftir hornspyrnu Sver.ris Herbertssonar. Vel
gert hjá báðum. Lárus Guðmundsson átti
hörkuskot rétt yfir. Sverrir komst í gegn en
Stefán Jóhannsson varði snilldarlega — og
aftur í lok hálfleiksins með úthlaupi. KR-
ingar áttu varla umtalsvert tækifæri í hálf-
leiknum.
Rétt eftir að Atli Þór Héðinsson hafði
fengið fyrsta tækifærið i s.h. — spyrnti
framhjá Víkingsmarkinu — skoruðu Vík-
ingar sitt fyrra mark. Lárus lék upp vinstra
megin, komst framhjá tveimur KR-ingum
og gaf fyrir mark KR. Gunnar Gunnarsson
skallaði áfram til Sverris, sem kastaði sér
fram og skallaði knöttinn í markið. Fallegt
mark og fallega að því staðið. Þetta var á 52.
mín. og tíu mín. síðar gulltryggðu Víkingar
sigur sinn. Sverrir tók aukaspyrnu mjög vel.
Spyrnti til Lárusar inn á markteigshornið og
landsliðsmiðherjinn sneiddi knöttinn á frá-
bæran hátt í markið. 2—0. Lítið skeði það
sem eftir var. KR-ingar sóttu aðeins undir
lokin. Atli Þór átti skalla rétt yfir Víkings-
markið.
Sigur Víkings var sanngjarn, betra liðið
vann. Víkingsliðið jafnt, Lárus og Jóhannes
Bárðarson beztir. Aðalsteinn Aðalsteinsson,
sem kom í stað Heimis Karlssonar, mikið
efni. Sverrir mjög þýðingarmikill fyrir
Víkingsliðið í leiknum. Stefán markvörður
var beztur KR-inga en fáir skáru sig þar úr.
Baráttan ekki aðall liðsins að þessu sinni.
-hsim.
Sverrir Herbertsson skallar knöttínn I mark KR — fyrsta mark Vlkings staöreynd.
DB-mynd Bjarnleifur.
Keflvíkingar sigurveg-
arar f 2. deildinni
— en töpuðu lokaleiknum gegn ísfirðingum
ísftrzku „harðfiskarnir” efldust að
Lárus Guðmundsson hefur sent knöttínn I mark KR -
- annað mark Vfkings.
DB-mynd Bjarnleifur.
2. deild, Keflavíkurvöllur,
ÍBK:ÍBÍ 2:4 (2:1)
Það voru bros gegnum tár á andlit-
um leikmanna ÍBK þegar þeir veittu
viðtöku bikar og verðlaunapeningum
úr hendi Árna Þorgrímssonar, stjórn-
armanns KSÍ, sem sigurlaun í 2. deild-
inni aö loknum leik þeirra við ÍBÍ I
Keflavík á laugardaginn, þvi þrátt fyrir
efsta sætið i deildinni töpuðu heima-
menn viðureigninni fyrir gestunum að
vestan. Skoruðu aðeins tvö mörk, en
þurftu fjórum sinnum að sækja knött-
inn i eigið mark. ísfirðingar fóru því
með sigur af hólmi f báðum leikjum lið-
anna á keppnistímabiiinu. Samt sem
áður hafði IBK vinninginn, þegar stigin
eru talin, 27, en ÍBÍ einu færra eða 26.
Bæði liðin munu leika i I. deild að
ári og ef dæma skal eftir þessum leik
koma þau til með að velgja mörgum
undir uggum í I. deildinni, sé rétt á
spilunum haldið. Djarfur sóknarleikur,
mikill hraði, skemmtilegt spil á köfl-
um, þrátt fyrir regn og hálan völl i
seinni hálfleik.
í annan tima hefur ÍBK liðið ekki
byrjað betur. Lánið lék við þá strax á
fyrstu mínútunni þegar Guðmundur
Þorkelsson, bakvörður IBÍ, skaut i
marksúluna utanverða af stuttu færi.
Óli Þór Magnússon, var nokkrum mín.
síðar öllu nákvæmari. Hann fléttaði sig
með gönguhraða i gegnum ÍBÍ-vörnina
og skoraði sitt 12. mark á leiktímabil-
inu og komst þar með í efstu röð skor-
enda en mörk hans urðu ekki fleiri í
leiknum. Steinar Jóhannsson brá svo
ekki út af vananum og skoraði annað
mark ÍBK um miðjan hálfleikinn.
Renndi knettinum yfir marklínuna eftir
að Skúli Rósantsson hafði með harð-
fylgi sínu brotizt meðfram enda-
mörkum og „lagt” knöttinn inn í
markteiginn.
ísfirðingarnir voru þennan hluta
leiksins eins og þorskar á þurru landi í
sóknartilraunum sínum. Tóku Keflvík-
inga ekki með neinum silkihönzkum í
vöminni enda bókaði frábær dómari
leiksins, Magnús V. Pétursson, þrjá Is-
firðinga á stuttum tíma. Sóknarþungi
ÍBK hélzt fram undir hlé og þriðja
mark heimamanna lá í loftinu þegar
ÍBÍ sneri vörn i sókn. örnólfur Odds-
son fékk knöttinn þvert fyrir markið og
notaði höfuðið til að koma knettinum í
netið, framhjá hikandi markverði ÍBK,
2:1, — og nú fór að heyrast heldur
betur í hinum stóra hópi brottfluttra
Vestfirðinga sem voru, að því er
heyrðist, mun fleiri en Suðurnesjamenn
sem fylgdu ÍBK-liðinu.
ísfirðingar notuðu svo sannarlega
höfuðið það sem eftir var leiksins og
kom örnólfur þar mest við sögu með
því að skora þriðja og fjórða mark ÍBÍ,
þar af annað með kollinum. Jöfnunar-
markið skoraði hins vegar Kristinn
Kristjánsson, með fallegum skalla. Það
var líka meira en spenntar taugar ÍBK-
leikmanna þoldu. Eftir það var leikur
þeirra ekki í molum, heldur í mylsnu.
ÍR vann Þrótt
Tvær fyrstu umferðirnar á Reykja-
víkurmótinu í handknattleik voru
háðar um helgina. Á laugardag vann
Víkingur Fylki 21—18, Valur vann
Fram 25—20 og KR vann Ármann 29—
22. í gærkvöld vann Valur Víking 18—
17, Fylkir vann Fram 29—27 og ÍR
vann Þrótt 25—21.
McEnroe
sigraði
John McEnroe var sigurvegari þriðja
árið i röð á opna bandaríska meistara-
mótinu i tennis. Sigraði Björn Borg í
úrslitum í gærkvöld, 4—6, 6—2, 6—4
og 6—3.
Heimsmet
Rono
Henry Rono, Kenýa, setti nýtt heims-
met i 5000 m hlaupi á móti i Bergen i
gær. Hljóp vegalengdina á 13:06,2
mín. Hann átti sjálfur eldra heims-
metið, 13:08,4 sett 1978.
sig sæla að mörkin urðu ekki fimm eða
sama skapi og máttu heimamenn prisa | sex áður en yfir lauk. -emm.
NJARÐVÍKINGAR í
AÐRA DEILD
3. deild, Njarðvíkurvöllur,
UMFN:Einherji 2:1 (1:1)
Njarðvíkingar urðu meistarar í 3.
deildinni með því að sigra Einherja frá
Vopnafirði i fremur jöfnum leik suður í
Njarðvik á laugardaginn með tveimur
mörkum gegn einu. Bæði höfðu liðin
tryggt sér sæti í 2. deild að ári með sigri
í sitt hvorum úrslitariðlinum. Siðan 3.
deildin var stofnuð hefur hvorugt liðið
unnið sér sess i 2. deildinni þótt stund-
um hafi ekki vantað nema herzlumun-
inn, sérstaklega hjá UMFN.
Njarðvíkingar tóku forustuna þegar
Haukur Jóhannsson skoraði úr víta-
spyrnu sem Helgi Kristjánsson, góður
dómari leiksins, dæmdi eftir að Jón
Halldórsson hafði verið felldur innan
vítateigs. Einherjarnir létu samt engan
bilbug á sér finna og Ólafur Ármanns-
son, hinn hávaxni, jafnaði með koll-
spyrnu úr horni skömmu síðar.
Eftir mjög sterkan varnarleik og tíð-
indalítið við mörkin slapp Jón Hall-
dórsson inn fyrir Einherjavörnina og
skoraði sigurmarkið. Þann stundar-
fjórðung sem eftir var reyndu Einherj-
arnir að jafna en tókst ekki að koma
knettinum inn fyrir marklínuna, nema
einu sinni en þá fylgdi markvörðurinn,
því miður fyrir þá, með og markið var
ógilt.
Árni Þorgrímsson afhenti UMFN
síðan bikar sem sigurlaun og bæði liðin
fengu verðlaunapeninga fyrir frammi-
stöðuna. emm.
Lárus Guðmundsson, markakóngurinn
I 1. deild ásamt Sigurlási Þorleifssyni,
ásamt föður sinum, Guðmundi Lárus-
syni, eftir leikinn I gær. Guðmundur er
einn mesti hlaupari sem ísland hefur
átt.
DB-mynd Bjarnleifur.
Lokastaðan
í 1. deild
Úrslit í síðustu umferð 1. deildar ís-
landsmótsins i knattspyrnu um helgina:
Þór-Valur 1—2
Akranes-FH 3—1
Breiðablik-ÍBV 1—0
Fram-KA 2—0
Víkingur-KR 2—0
Lokastaðan i 1. deild:
Vikingur 18 11 3 4 30—23 25
Fram
Akranes
Breiðablik
Valur
ÍBV
KA
KR
Þór
FH
18
18
18
18
18
18
18
18
18
7 9 2 24-
8 6 4 29-
7 8 3 27-
6
7
7
9
9
30-
29-
22-
13-
18-
Markahæstu menn:
Lárus Guðmundson, Víkingi
Sigurlás Þorieifsson, ÍBV
Þorsteinn Sigurðsson, Val
Pálmi Jónsson, FH
Sigurjón Kristjánsson, UBK
Ásbjörn Björnsson, KA
Guðbjörn Tryggvason, Akranesi
Gunnar Jónsson, Akranesi
Guðjón Guðmundsson, Þór
Kári Þorleifsson, ÍBV
Ómar Jóhannsson, ÍBV
-17 23
-17 22
-20 22
-24 20
-21 19
-18 18
-25 12
-35 12
-42 7
12
12
9
7
7
6
6
6
6
6
6
VIKINGUR
B0RDEAUX
eftir 3 daga
EVROPUKEPPNIBIKARHAFA
1981-1982
FRAM - DUNDALK
Laugardalsvðllur
miðvikudaginn
16. september
kl. 17.30
FRAM
til
PARIS
VC&
w\
V°°
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899