Dagblaðið - 14.09.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 14.09.1981, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981. ANIMA BJARNASON GOÐ UTVARPS- OG SJÓNVARPSHELGI Einhverntíma ekki fyrir löngu stóð í DB að leiðinlegasti dálkur blaðsins væru „upphrópanir” blaðamanna á bls. 18, þ.e. þátturimt j gærkvöldi. Einhvern veginn er það nú svo að flestir virðast lesa þennan dálk. Um leið og þar kemur einhver vkleysa eða missögn er gert viðvart. Dálkur þessi hefur einnig verið mjög lífseigur, er nú búinn að vera hátt i tvö ár upp á hvern einasta útgáfudag blaðsins. — Ég held að þetta sé alls ekki eins hrútleiðinlegur dálkur og einn af menningarfrömuðum DB vildi láta í veðri vaka. Bíómyndir helgarinnar fjölluðu báðar um svipað efni, eða græðgina og hvert græðgin getur leitt okkur. Myndin á föstudagskvöldið var tekin í sérstaklega fögru umhverfi. Litirnir í náttúrunni voru svo sérstaklega skírir og fagrir að mátt hefði ætla að þetta hefði verið tekið hér á landi. „Pabbinn” úr Dallas myndaflokkn- um stóð sig ekki nægilega vel sem leiðsögumaður, að láta George Kennedy (sem lék einnig í mynd um síðustu helgi) leika svona á sig. En eins og í öllum góðum myndum kom í ljós að „glæpir borga sig ekki” og þessir tveir sem lifðu af ferðalagið, komu heim slyppir og snauðir. Laugardagsmyndin var alveg bráð- skemmtileg, þrátt fyrir að maður væri búinn að dæma hana hálfgert sem hundleiðinlega eftir kynninguna á henni fyrra sunnudag. Það er ekk- ert smáræði sem von um peninga getur leitt fólk út í, ekki sízt í henni „Amrikku”. Þar virðist sem fólk vilji fórna öllu til þess að komast í sjónvarpið. í gærmorgun hlustaði ég á ferða- þáttinn í útvarpinu. Jón I. Bjarnason sagði okkur frá ferðum sínum og annarra um Hornstandir. Ég hef áður minnzt á hve skemmtilegir og hispurslausir þessir sunnudagsþættir Friðriks Páls eru. Er ég enn á þeirri skoðun. Eftir hádegið heyrði ég undan og ofan af þættinum um Loðvík 14. og þótti það sem ég heyrði mjög athygl- isvert og feikilega vel með það farið. Þátturinn hans Jónasar Jónasson- ar frá laugardagskvöldi var endur- tekinn i eftirmiðdaginn, til allrar hamingju, og nú hlustaði ég svo sannarlega með athygli. Það er mikil kúnst að fá fólk til þess að tala svona hressilega í hljóðnemann og alls ekki öllum lagið. Jónas kann svo sannar- lega tökin á því. Ég sá alveg ljóslif- andi fyrir mér hvernig þetta var allt saman þarna á Klaustri. Alveg laukrétt athugað að endur- taka efni laugardagskvöldsins á sunnudagseftirmiðdögum. Það er nú einhvern veginn svo að maður fellur í freistni að glápa á imbakassann þegar maður er einu sinni seztur þar og sinnir ekki um að hlusta eins á út- varpið. Miklu frekar að það sé hlust- að á sunnudagseftirmiðdögunm. Ég minnist stórskemmtilegra og fróð- legra hádegiserinda sem jafnan voru flutt eftir hádegi á sunnudögum. En vikjum aftur rétt aðeins að sjónvarpinu. í myndinni á föstudags- kvöldið, um snertingu, kom frant að það er ungum börnum, og raunar fullorðnum einnig, mjög nauðsynlegt að finna snertingu. Jafnvei þóti hún sé í hæsta máta lítilfjörleg er hún betri en engin. Athyglisverð var til- raunin sem gerð var á bókasafninu, þegar sá bókavörðurinn þótti betri sem rétt aðeins snerti hönd skóla- fólksins um leið og hann afhenti bók- ina. Við gerum okkur áreiðanlega ekki grein fyrir því hve snertingin er mikils virði. Myndir á borð við þessa á föstudagskvöldið geta vakið fólk til umhugsunar um svona atriði. Það verður spennandi að sjá Snorra Sturluson næsta sunnudags- kvöld. En eitthvað þykja mér atriðin sem þegar hafa verið sýnd í sjónv- arpinu vera dökk og drungaleg. En bíðum og sjáum hvað setur. -A.Bj. Veðrið ' Gert er róð fyrir vaxandi eustanátt, stinningskolda og rigningu í kvöld og nótt 6 Suðaustur-, Suflur- og Vestur- landi. Heeg austanótt, gola og kaldi í nótt, lóttskýjafl ó Vestfjörflum, skýjafl ó Norflurlandi og þoka ó Austuríandi. I Reykjavik var kl. 6 noröaustan 3, skýjafl og 8; Gufuskólar broytilog ótt 2, lóttskýjafl og 7; Galtar«Ki austsufl- austan 1, léttskýjafl og 7, Akuroyri suflaustan 2, skýjafl i>q 7; Raufarhöfn suösuflaustan 2, skýjafl og 8; Dala- tangi logn, þoka og 7; Höfn norflan 2, úrkoma ( grennd og 7 stig, Stórhöffli austan 8, skýjafl og 8 stlg. t Þórshöfn var logn, þoka og 10, Kaupmannahöfn þoka og 9, Ósló rigning og 9, Stokkhólmur lóttskýjafl og 5, London hólfskýjafl og 8, Hamborg þokukmófla og 9, París skýjafl og 10, Madrid lóttskýjafl og 15, New York heiflsklrt og 24. v V Dagbjörl Guðbrandsdóttir bankafull- trúi, til heimilis að Eskihlíð 8, lézt 6. september 1981. Hún var fædd í Vest- mannaeyjum 15. marz 1927, dóttir hjónanna Kristínar Ólafíu Einarsdóttur og Guðbrands Guðmundssonar, var hún elzt fjögurra barna. Hún lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands árið 1946. Hóf hún þá störf við Útvegs- banka íslands og vann þar til æviloka. 22. apríl 1950 giftist Dagbjört Björgvin Torfasyni skrifstofumanni í Reykjavík. Hann andaðist í desember 1980. Þau eignuðust tvær dætur, Kristínu og Katrínu. Dagbjört Guðbrandsdóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 14. september kl. 13.30. Jónas Jónsson, Lækjarbug Blesugróf, verður jarðsunginn þriðjudaginn 15. september frá Fossvogskirkju kl. 10.30. Guðrún Magnúsdóttir frá Englandi, Lundarreykjadal, lézt 7. september. Hún verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu fimmtudaginn 17. september kl. 15. Hendrikka Ólafsdóttir Finsen, Laugar- braut 3 Akranesi, lézt 4. september 1981. Hún var fædd 18. júlí 1900,dóttir hjónanna Ingibjargar og Ólafs Finsen. Hendrikka var gift Jóni Sigmundssyni og eru börn þeirra uppkomin. Hún var einn af stofnendum og síðar heiðurs- félagi Kvenfélags Akraness og var hún ásamt manni sínum í Kirkjukór Akra- ness. Hendrikka var jarðsungin' frá Akraneskirkju laugardaginn 12. september kl. 13.30. Anders Stefánsson, Blesugróf 32 Reykjavík, andaðist 3. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Valgerður Jónsdóttir, Vík Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkur- kirkju þriðjudaginn 15. september kl. 14. Lýður Guðmundsson bóndi, Fjalli Skeiðum, andaðist á Landakotsspítala 11. september. Jóna Auður Guðmundsdóttir og Viktor Sigurðsson, Heiðarhrauni 15 Grindavik, létust af slysförum 5. september 1981. Jóna var fædd 14. júlí 1962 í Keflavík, næstyngst af 6 börn- um hjónanna Bjarneyjar Jóhannes- dóttur og Guðmundar Haraldssonar. Viktor, sonur Sigurðar og Auðar, var fæddur 19. marz 1980. Jóna Auöur var danskennari við Dansskóla Heiöars Ástvaldssonar. Hún var jarðsungin ásamt Viktori litla frá Grindavíkur- kirkju laugardaginn 12. september kl. 14. Jón Ágúst Einarsson frá Ytri-Þor- steinsstöðum, Fannborg 5 Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. september kl. 15. Ingileif Jakobsdóttir, Keldulandi 19,. verður jarðsungin frá Bústaðakirkju 16. september kl. 13.30. Elisberg Pjetursson bryti verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 14. september kl. 13.30. Páll Þorsteinsson frá Hofi í Öræfum, Hofgörðum 24 Seltjarnarnesi, var jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í morgun, 14. september, kl. 10.30. Ólína Eyjólfsdóttir, Stórholti 12, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni i Reykjavík þriðjudaginn 15. september kl. 13.30. Karen Irene Gíslason andaðist 5. september. Hún verður jarðsungin þriðjudaginn 15. september kl. 14 frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Kristborg Elísdóttir, Grandavegi 37, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dagkl. 15. Anna Sigurðardóttir, áður að Hellu- braut 6 Hafnarfirði, lézt í Cleveland Ohio miðvikudaginn 9. september. Sigriður E. Þorleifsdóttir verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 15. september kl. 15. Kvenfólag Bústaðasóknar heldur fund i safnaðarheimilinu mánudaginn 14. september, kl. 20.30 stundvislega. Rætt verður um vetrarstarfiö. Einnig flytur Ævar R. Kvaran erindi og svarar fyrirspurnum. Stjórnin. Kvennadeild Barð- strendingafélagsins Vetrarstarfið hefst meö fundi þriðjudaginn 15. september kl. 20.30 i Bústöðum (Bústaðakirkja), en þar verða fundimir í vetur. Fundarefni: Basarinn o. n. J.C. Breiðholt Fyrsti félagsfundur JC Breiðholt verður haldinn að Hótel Heklu 14. sept. kl. 20.15. Ræöumaður verður Magnús Ólafsson leikari. Minningarsplöád Minningarspjöld MS fólags íslands fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavikur Apóteki, lBókabúð Máls og Menningar, Bókabúð Safamýrar v/Háaleitisbr. 58—60, Bókabúð Fossvogs Grimsbæ v/Bústaöaveg og Skrifstofu Sjálfsbjargar Hátúni 12. R. Sænska krónanfelld Gengi sænsku krónunnar var fellt í morgun um 10%, auk fleiri efnahags- ráðstafana. Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka íslands i morgun munaði 8,2% á skráðu gengi sænsku krón- unnar nú og á föstudag. -JH. Leiðrétting: „Ómögulegt að vera bjart- sýnn eða svartsýnn” í viðtali við Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, í DB á föstudag féllu niður tvö orð sem breyttu merkingu orða hans veru- lega. Niðurlag viðtalsins átti að vera svona: „Það er ómögulegt að vera bjartsýnn eða svartsýnn, aðeins að vona það bezta og að drengilega verði staðiðað viðræðunum af allra hálfu.” „eða svartsýnn” féll út á föstu- daginn og er beðizt velvirðingar á mis- tökunum. -JH. Gt'»PVÖ Smáauglýsingar BIABSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld GENGIÐ GENGISSKRÁNING Nr. 173 - 14. SEPTENIBER 1981 KL. 09.15. Feröamanna gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandaríkjadollar 7.843 7.865 8.651 1 Sterlingspund 14.031 14.070 15.477 1 Kanadadollar 6.537 6.555 7.210 1 Dönskkróna 1.0517 1.0547 1.1602 1 Norskkróna 1.3148 1.3183 1.4501 1 Sœnsk króna 1.3832 1.3871 1.5258 1 Finnskt mark 1.7317 1.7366 1.9103 1 Franskur franki 1.3772 1.3810 1.6191 1 Belg. franki 0.2013 0.2019 0.2221 1 Svissn. franki 3.8664 3.8772 4.2649 1 Holloruk florina 2.9787 2.9871 1 V.-þýzktmark 3.2995 3.3088 3.6397 1 (tölsk l(ra 0.00655 0.00657 0.00722 ' 1 Austurr. Sch. 0.4674 0.4687 0.5156 1 Portug. Escudo 0.1196 0.1200 0.1320 1 Spónskur pesoti 0.0808 0.0810 0.891 1 Japansktyen 0.03388 0.03397 0.03736 1 IrsktDund 12.037 12.071 13.278 SDR (sórstök dróttarróttindi) 01/09 8.8836 8.9085 Slmsvarí vegna gengisskróningar 22190. V.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.