Dagblaðið - 14.09.1981, Síða 34
34
Bömin frá
Nornafelli
Afar spennandi og
bráðskemmtileg, ný banda-
rísk kvikmynd frá Disney-
félaginu — framhald mynd-
arinnar ..Flóttinn til Norna-
fells”.
Aðalhlutverkin leika:
Bette Davis
Chríslopher Lee
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Mánudagsmyndin
Den
Ushyldigc
\ ÍM-ontiS sidsit filmmeslma.-rk om el
wnsuell. djæselsk a-nleskah
<-n film nf
I.U'HIMoVÍS(ONTI
filWAKIO I.MKV
(ÍIVSMM Asiomiii
JissiimONim
Sakleysinginn
(L’Innocente)
Afbragðsgóð og áhrifamikil
mynd, leikstýrð af Luchino
Visconti.
Aðalhlutverk:
Giangarlo Giannini og
Laura Antonelly
Sýnd kl.5,7.30 og 10.
Bönnuð innan 16 ára
Seinni sýningardagur.
TÓNABÍÓ
Simi 31 I 82 ,
Joseph
Andrews
Fyndin, fjörug og djörf lit-
mynd sem byggð er á
samnefndri sögu eftir Henry
Fielding.
Leikstjóri:
Tony Richardson.
Aðalhlutverk:
Ann-Margret,
Peter Firth
Sýnd kl. 5, 7 og 9,
Islenzkur texti
áBÆJARBI^
. Siini 50184 .
í kröppum leik
Hörkuspennandi og við-
burðarík bandarísk mynd.
Aðalhlutverk:
James Coburn
Omar Sharif
Sýnd kl. 9
AIJSTurbæjarríÍí
Vinsælasta gaman-
mynd sumarsins:
Caddyshack
Caddyshack.
THECOMEDY
WITH
Einhver skemmtilegasta
gamanmynd seinni ára sýnd
aftur, vegna fjölda á-
skorana.
Aðalhlutverk:
Chevy Chase,
Ted Knight
Gamanmyndin sem enginn
missir af.
íslenzkur texti
Sýnd kl. 5,7,9og 11.
.1
Gloria
Æsispennandi, ný amerísk úr-
vals sakamálamynd í litum.
Myndin var valin bezta mynd
ársins í Feneyjum 1980. Gena
Rowlands, var útnefnd til
óskarsverðlauna fyrir leik
sinn í þessari mynd.
Leikstjóri:
John Cassavetes
Aðalhlutverk:
Gena Kowlands,
Buck Henry og
John Adams
Sýnd kl.5,7.30 og 10.
Bönnuö innan 12 ára
Hækkaö verð.
IACKIEMM0N
ROBBY BENSON
LEEREMICK
Tí^nE
..Tribute er stórkostleg”. Ný,
glæsileg og áhrifarík gaman-
mynd sem gerir bíóferð
ógleymanlcga. ,,Jack Lemm-
on sýnir óviðjafnanlegan
leik . . . mynd sem menn
verða að sjá,” segja erlendir
gagnrýnendur.
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30.
Hækkaö verö.
LEIKFÉLAG
REYKJAVlKUR
JÓI
3. sýn. miðvikudag uppselt.
Rauð kort gilda.
4. sýn. fimmtudag kl. 20.30.
Blá kort gilda.
5. sýn. föstudag kl. 20.30.
Gul kort gilda.
.6. sýn. sýn. sunnudag kl.
20.30.
Græn kort gilda.
ROMMÍ
102. sýn. laugardag kl. 20.30.
Aögangskort
Nú er síðasta söluvika að-
gangskorta sem gilda á 5 ný
verkefni vetrarins. Ósóttar
pantanir seldar á miövikudag.
Miðasala i Iðnó kl. 14—19,
sími 16620.
sími 16620
EGNBOGII
^ IV 000
--MbrA—^
Uppálrf
ogdauða
Spennandi ný bandarísk lit-
mynd, byggö á sönnum við-
burðum, um æsilegan eltinga-
leik norður við heimskauts-
baug, með Charles Bronson
— Lee Marvin.
Leikstjóri: Peter Hunt.
íslenzkur texti.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11.
.mmku B-
Spegilbrot
Spennandi og viðburðarík ný
ensk-amerisk litmynd, byggð
á sögu eftir Agatha Christie,
með hóp af úrvalsleikurum.
Sýnd kl. 3.05,5.05,7.05,
9.05 og 11.05.
Hugdjarfar
stallsystur
Spennandi og skemmtileg lit-
mynd, með
Burt Lancaster,
John Savage,
Rod Steiger
Sýnd kl. 3.10,5.10, 7.10,
9.10 og 11.10.
D
Lili Marleen
Ðlaöaummæli: Heldur áhorf-
andanum hugföngnum frá
upphafi til enda” „Skemmti-
leg og oft grípandi mynd”.
12. sýningarvika.
Sýnd kl. 9.
Þriðja augað
Spennandi litmynd með
James Mason,
Jeff Bridges.
Bönnuö innan 14 ára.
íslenzkur texti.
Sýnd kl. 3.15,5.15, 7.15
og 11.15.
Húsiövið
Garibaldistrœti
THEHOUSEON
GARIBAIDI STREET
TÖfiM. NICKMAMCUSO JANETSUZMAN
MARTIN BALSAM.—
Stórkostlega áhrifamikil,
sannsöguleg mynd um leit
gyðinga að Adolf Eichmann,
gyðingamorðingjanum al-
ræmda.
Sýnd kl. 9.
laugarAs
3207*»
Ameríka
„Mondo Cane"
Ófyrirleitin, djörf og
spennandi ný bandarísk
mynd sem lýsir því sem
„gerist” undir yfirborðinu i
Ameriku: karate-nunnur,
topplaus bílaþvottur, punk
rock, karlar fella föt, box
kvennao. fl., o. fl.
íslenzkur texti
Sýndkl. 5,7,9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára
Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám
Enska, þýzka, franska, spánska
Norðurlandamálin. íslenzka fyrir útlendinga.
Áherzla er lögð á létt og skemmtileg samtöl í kennslustundum.
Samtölin fara fram á þvi máli sem nemandinn er afl læra, svo afl
hann æf ist i talmáli allt f rá byrjun.
Sifldegistímar — kvöldtimar.
MimÍr, Brautarhoiti 4 — sími 10004 (kl.1-5 e.h.)
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981.
C
Útvarp
Sjónvarp
8
UIM DAGINN 0G VEGINN - útvarp kl. 19.40:
^Þetta er íslandsmet”
— Valborg Bentsdóttir talar
,,Ég ætla nú fyrst og fremst að
minnast þess að það hefur ekki fyrr
komið fyrir í manna minnum að
þrjár konur í röð hafa verið í þættin-
um Um daginn og veginn,” sagði
Valborg Bentsdóttir aðspurð um það
hvað hún tæki-fyir í þættinum.
„Þetta er nú bara íslandsmet!
Síðan minnist ég á réttirnar og þá
aðallega eins og þær voru hér áður
fyrr. Nú og svo vil ég alveg endilega
skammast út í bílbeltin en ég er svo
lítil að beltið hangir á hálsinum á mér
og auðvitað er það siður en svo þægi-
legt.
Einnig hef ég í hyggju að minnast á
kvennaframboðið en að mínum dómi
er ágætt að eitthvað sé gert í þessum
málum. Konurnar i Bretlandi kveiktu
í húsum til að láta bera á sér. Það er
eins og eitthvað róttækt þurfi að
gerast til að breytingar verði.
Svo vil ég að lokum minnast á úti-
taflið en ég er ekkert geysilega hrifln
af því,” sagði Valborg Bentsdóttir
fyrrverandi skrifstofustjóri Veður-
stofunnar.
Valborg Bentsdóttir talar um daginn
og veginn.
UMRÆÐUÞÁTTUR UM ÁFENGISMÁL - útvarp kl. 22.35:
Þjóðin öll verður að
búast til varnar
„Við byrjum á því að fara iauslega
út í þjóðhátíðarávarp dr. Gunnars
Thoroddsen forsætisráðherra. En
þar talar hann um útbreiðslu og áhrif
vimugjafa og eiturefna og sagði að
vandamálið væri orðið slíkt að
þjóðin öll yrði að búast til varnar,”
sagði Kristin Sveinsdóttir sem hefur,
ásamt Helgu Björnsdóttur, umsjón
með umræðuþætti um áfengismál.
,,Síðan verðum við með ávarp sem
birtist í dagblöðunum 25. júní sl.
undirritað af forseta íslands, biskup-
inum yfir íslandi, 49 alþingismönn-
um og ráðherrum og einum rithöf-
undi, Ólafí Jóh. Sigurðssyni. En þar
kemur fram að íslenzka þjóðin
verður að snúast gegn áfengisneyzlu
svo og öðrum fíkniefnum. Bæði er
þörf viðhorfsbreytingar einstakl-
inga og aðgerða af hálfu samfé-
lagsins og öllum ber að leggja sitt af
mörkum.
Við leggjum siðan sex spurningar
fyrir dr. Gunnar Thoroddsen og þ.á
m. spurt hvort áfengis- og fíkniefna-
neyzla sé eins mikið vandamál og
helztu forráðamenn þjóðarinnar gefa
í skyn. Önnur spurning er hvort hann
telji að hægt sé að breyta viðhorfum
almennings til áfengis og fíkniefna og
á hvaða hátt. Hann sagði í ávarpinu
að öllum bæri að leggja sitt af mörk-
um og spyrjum við hvað hann ætli
sjálfur að leggja af mörkum. Svo
kemur fram ein mikilvæg spurning.
Þjónar það ekki litlum tilgangi að
hvetja almenning til liðsinnis á sama
tíma og veitingar áfengis eru sjálf-
sagður hlutur í veizlum sem haldnar
eru á vegum þess opinbera? Dr.
Gunnar svarar öllum spurningunum
mjög vel og hispurslaust.
Síðan koma þau Vilhjálmur
Hjálmarsson formaður útvarpsráðs
og Fríða Proppé blaðamaður í út-
varpssalinn og spyrjum við þau
hvernig nýta megi fjölmiðla í áfengis-
vandanum. Séra Karl Sigurbjörnsson
kemur einnig til okkar og segir okkur
á hvaða hátt prestar reyni að vekja
söfnuðínn til umhugsunar á þessum
vandamálum og hvort margir leiti til
hans i sambandi við þau.
Að lokum verðum við með um-
ræður og í þeim taka þátt Skúli
Björnsson forstöðumaður Þrótt-
heima, Ingveldur Þórðardóttir
menntaskólanemi, Þórdís Ásgeirs-
ióttir húsmóðir og Magnús Oddsson
;ennari. Þau ætla að rabba um
ústæðu þess að unglingar byrja að
drekka og hvernig megi fá foreldra
og unglinga til að ræða um skaðsemi
áfengis og annarra vímugjafa.” LKM
Þjónar það ekki litlum tilgangi að hvetja almenning til liðsinnis á sama tima og
veitingar áfengis eru sjálfsagður hlutur i veizlum sem haldnar eru á vegum þess
opinbera?
Mánudagur
14. september
I2.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
. ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
Mánudagssyrpa — Olafur Þórðar-
son.
15.10 Miðdegissagan: „Brynja”,
áður óbirl saga, eflir Pál Hall-
björnsson. Jóhanna Norðfjörð les
(6).
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Siðdegistónleikar. Christa
Ludwig syngur ljóðasöngva eftir
Franz Schubert. irwin Gage leikur
með á píanó / Eva Knardal og
Strengjakvartett Arne Monn-
lversens leika Píanókvintett op. 5
eftir Christian Sinding.
17.20 Sagan: „Niu ára og ekki
neitt” eftir Judy Blume. Bryndís
Víglundsdóttir les þýðingu sína (3).
17.50 Tónieikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tiikynningar.
19.35 Dagtegt mál.
19.40 Um daginn og veginn.
Valborg Bentsdóttir talar.
20.00 Lög unga fólksins. Hildur
Eiriksdóttir kynnir.
21.30 Útvarpssagan: „Riddarinn”
eftir H.C. Branner. Ulfur Hjörvar
þýðir og les (3).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag-
skrá morgundagsins. Orð kvölds-
ins.
22.35 Umræðuþáttur um áfengis-
mál. Umsjón: Helga Björnsdóttir
og Kristín Sveinsdóttir. Þátttak-
endur verða dr. Gunnar Thorodd-
sen forsætisráðherra, Vilhjálmur
Hjálmarsson formaður útvarps-
ráðs, Fríða Proppé blaðamaður,
séra Karl Sigurbjörnsson, Skúli
Bjöfnsson forstöðumaður Þrótt-
heima, Ingveldur Þórðardóttir
nemi, Þórdis Ásgeirsdóttir hús-
móðir og Magnús Oddsson kenn-
ari.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Þriðjudagur
15. september
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
Morgunorð. Oddur Albertsson tal-
ar.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Tónleikar.
8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur
Helga J. Halldórssonar frá kvöld-
inu áður.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna.
Mánudagur
14. september
19.45 Fréttaágrip á táknmáií
20.00 Fréltir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Erjur. Tékknesk teiknimynd.
20.45 Íþróllir. Umsjónarmaður:
Sverrir Friðþjófsson.
21.15 Klækjarefur. Breskt gaman-
leikrit frá sautjándu öld eftir Wili-
iam Congreve. Leikstjóri: Peter
Wood. Aðalhlutverk: Dorothy
Tutin, Michael Bryant og Robert
Stephens. Leikritið gerist á heimili
heldra fólks á Englandi, þar sem
fáir segja það sem þeir meina, eða
meina þaö sem þeir segja. Þýð-
andi: Dóra Hafsteinsdóttir.
22.20 Dagskr&rlok.