Dagblaðið - 06.10.1981, Side 6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1981.
I
G
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
1 $ ■m ••
Jj i #(f
Wi f Q * ' 1 Í i 1 jj j |1' j 4 :m
: ^ " M |
Gæzlusveitir brezka hersins á Norður-írlandi hertu mjög eftirlit i vesturhluta Belfast
I siðustu viku, eftir að leyniskytta skaut til bana einn hermann og særði annan alvar-
lega. Brezki verkamannaflokkurinn gerði þá ályktun á ársþingi sfnu að hann styðji þá
stefnu að Norður-írland verði sameinaö írska lýðveldinu. Hins vegar var sú tillaga
felld að byrjað skuli strax á brottflutningi brezks herliðs frá Norður-írlandi og að
stjórn Breta yfir landinu skyldi afnumin. Ályktun Verkamannaflokksins er talin likleg
til að valda auknum óróa á Norður-frlandi, þar sem ein milljón mótmælenda þar hefur
litinn áhuga á að sameinast þremur og hálfri milljón mótmælenda I írska lýðveldinu.
AÐILD ÍSRA-
ELA í HÆTTU
Á ársfundi Alþjóða kjarnorkumála-
stofnunarinnar (IAEA) I Vín var
samþykkt að fresta til næsta árs
ákvörðun um hvort vikja eigi ísrael frá
stofnuninni, en tillaga þess efnis var til
umræðu vegna árásar ísraelsmanna á
Osirak kjarnorkuverið í írak. Hins
vegar var samþykkt að hvetja öll aðild-
arríki stofnunarinnar, sem eru 111 að
tölu, til að hætta strax allri tæknilegri
aðstoð við kjarnorkuver ísraelsmanna
og láta þeim ekki í té kjarnakleyf
efni sem nota megi til vopnafram-
leiðslu. í ályktun fundarins segir að
þegar aðild ísraels að stofnuninni komi
til umræðu næsta ár, verði ísraelsmenn
að hafa uppfyllt kröfur öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna, um eftirlit með
kjarnorkuverum.
Ákvörðun fundarins hefur verið
harðlega gagnrýnd í ísrael, og hefur
þar verið bent á, að engar svipaðar
aðgerðir af hendi IAEA hefðu fylgt í
kjölfarið á árás írana á Tamuz kjarn-
orkuveriðí írak.
Talsmaður ísraelsstjórnar sagði, að
ísrael heföi á mörgum sviðum átt frum-
kvæði að því að koma á kjarnorku-
vopnalausu svæði í Mið-Austurlöndum
en ályktun fundarins væri þeim mál-
stað mjög til trafala.
KanínurSáms frænda
Ríkissaksóknarinn í Noregi hefur nú
ákveðið að hætta við málshöfðun gegn
nopska bókaforlaginu Pax vegna út-
gáfu þess á bókinni Onkel Sams
kaniner eftir friðarrannsóknarmennina
N.P. Gleditsch og Owen Wilkes. Bókin
fjallaði um hernaðarlcgar hlustunar- og
njósnastöðvar í Noregi og olli miklu
fjaðrafoki þar í landi. Fengu höfund-
arnir skilorðsbundinn dóm í undirrétti,
á þeim grundvelli að um njósnir hefði
verið að ræða. Áður en réttarhöldin
hófust varaði norska lögreglan bókaút-
gefandann við en hann ákvað að gefa
bókina út og taka áhættuna af mál-
sókn. Kom bókin út hálfum mánuöi
áður en réttarhöldin hófust yfir höf-
undunum. Ríkissaksóknari hefur
einnig ákveðið að taka ekki til greina
kæru frá Pax út af framkomu lögregl-
unnar í málinu. Framkvæmdastjóri
bókaforlagsins sagði að kæran hefði
haft þau einu áhrif að vekja athygli á
útkomu bókarinnar.
Loftskip hagkvæm á ný
Tími loftskipanna er ekki liðinn þótt
slík farartæki hafi ekki notið mikils
trausts síðan þýzka loftskipið Hinden-
burg fórst með 36 manns innanborðs
fyrir rúmum fjörutíu árum. Brezkt
fyrirtæki gerir nú tilraunir með nýja
gerð loftskipa sem eiga að vera 500
metrar að lengd og geta borið 58 tonna
farm. Belginn á að fylla af helium, sem
er óeldfim gastegund. Kostnaðurinn
við smiði sliks loftskips er áætlaður um
50 milljónir ísl. króna. Myndin hér að
ofan er af reynsluflugi tilraunaloftskips.
sem er aðeins einn tíundi af áætlaðri
stærð. Helzta ástæðan fyrir auknum
áhuga á loftskipum, er hækkun á olíu-
verði siðustu árin. Er talið að með loft-
skipum megi lækka kostnað við frakt-
flug niður í þriðjung af núverandi
verði.
REUTER
Brezka tilraunaloftskipið á flugi. Það náði áttatiu kilómetra hraða á klst.
Ný skoðanakönnun íBandaríkjunum:
Óánægja með efna-
hagsstefnu Reagans
—en utanríkisstef na forsetans nýtur meiri stuðnings
Vegna versnandi efnahagsástands,
virðist Reagan Bandarikjaforseti vera
að missa tiltrú almennings, segir í
niðurstöðum skoðanakönnunar sem
New York Times og sjónvarpsstöðin
CBS létu framkvæma í Bandaríkjun-
um fyrir rúmri viku. Skoðanakönn-
unin sýndi mikla óánægju með frek-
ari niðurskurð fjárlaga og andstöðu
við stefnu Reagans varðandi félags-
mál og tryggingabætur. Af að-
spurðum sögðust 53% vera ánægðir
með forsetann almennt en 33% voru
óánægðir. Er það sama hlutfall og
Carter fékk fyrir fjórum árum.
Utanríkisstefna Reagans naut
stuðnings 52% aðspurðra og 62%
voru fylgjandi stefnu hans gagnvart
Sovétríkjunum sérstaklega. Um 20%
töldu utanríkisstefnu hans of árásar-
gjarna en 10% töldu hann ekki sýna
nægilegan styrk. Aðeins 20% sögðust
styöja sölu AWACS radarflugvéla til
Saudi-Arabíu, 37% voru á móti en
43% sögðust enga skoðun hafa.
Er menn voru beðnir um að gera
upp á milli þess, hvort þeir vildu
heldur hætta við þá niðurfellingu á
sköttum, sem þingið samþykkti ný-
lega, eða draga úr útgjöldum til fé-
lagsmála, dl að jafna hallann á fjár-
lögum, vildu 82% heldur verða af
skattalækkuninni. Ef valið stæði
milli þess að lækka útgjöld til varnar-
mála eða félagsmála, vildu 59% að
niðurskurðurinn lenti frekar á varn-
armálunum.
Munurinn á afstöðu hvítra og lit-
aðra var óverulegur, nema þegar
spurt var um áhuga forsetans á „þörf-
um og vandamálum fátækra.” Af lit-
uðum svöruðu 74% að Reagan sýndi
þeim málum „ekki mikinn” áhuga,
en aðeins 40% hvítra svöruðu spurn-
ingunni á þann veg. Reagan-stjórnin
getur því verið ánægð með stuðning
almennings við utanríkisstefnu sína
en efnahagsstefnan virðist njóta
minna fylgis. Fjórðungur þeirra sem
spurðir voru, sögðust mundu kenna
forsetanum um þaö persónulega, ef
ekki tækist að bæta efnahagsástand-
ið í Bandaríkjunum.
Reagan forseti: Ekki jafnvlnsæll og
áflur.
Wmm
Danska fyrirtækið Dandy, sem framleiðir tyggigúmmi, mun I marz opna nýja verk-
smiðju I Zimbabwe þar sem framleiða á 67 milljónir pakka af tyggigúmmi á ári. Þetta
er önnur verksmiðja fyrirtækisins I Zimbabwe, en það hefur einkaleyfi á tyggigúmmi-
framleiðslu þar I landi. Er talið að forsætisráðherra Zimbabwe, Robert Mugabe, hafi
með leyfisveitingunni viljað sýna dönskum iðnaði sérstakan velvilja en tyggigúmmi er
ákaflcga vinsæl vara I Afriku og selst þvi grimmt.
Og á myndinni sjáum við forsætisráðherrann gæða sér á framleiðslunni er hann heim-
sótti nýlega Dandy-verksmiðjuna í Vejle I Danmörku.
Sorphreinsun á einkavegum
sparar brezkum borgum fé
Yfirvöld í brezkum borgum hafa
smám saman gert sér ljóst að sorp-
hreinsun -er jafnvel hagstæðari á
vegum einkafyrirtækja og byggja þar
á margra ára reynslu Bandaríkja-
manna. Sem stendur eyða brezku
borgirnar um Fimm milljörðum
punda i sorphreinsun sína á meðan
einkafyrirtæki halda því fram að þau
geti boðið slíka þjónustu fyrir 20%
lægra verð.
Ein borg á Bredandi, Southend,
hefur þegar tekið upp það fyrirkomu-
lag að láta einkafyrirtæki sjá um
sorphreinsun sína og segjast ráða-
menn spara með því 400.000 pund á
ári. Og búizt er við því að fjöldi ann-
arra borga verði á næstunni til að
fylgja dæmi þeirra. Einn aðili er þó
mjög mótfallinn þessum tílraunum,
en það eru samtök borgarstarfs-
manna. Þeir meta árangur lítils ef
það þýðir vinnutap fyrir félagsmenn
og vilja ekki missa af því fyrirkomu-
lagi sem nú er ríkjandi og felur i sér
að menn fá að fara heim að vissu
verki loknu, án dllits tíl tímaútreikn-
ings. Afleiðingarnar eru þær að
brezkir sorphreinsunarmenn vinna að
meðaltali 6 tíma á dag en ekki 8.
Einnig óttast menn að ef sorp-
hreinsun verður veitt til einkafyrir-
tækja komi annað á eftír, eins og t.d.
spítalaræstíngar. Aðeins 2% slíkrar
vinnu eru nú boðin út til einkafyrir-
tækja í Bretlandi en 15% í Bandaríkj-
unum.
Friðarverðlaun:
Walesa eða
Carrington
Úthlutunarnefndir nóbelsverðlauna
sitja nú bak við læstar dyr og þinga um
næstu vinningshafa. Friðarverðlaunun-
um er samkvæmt hefð úthlutað af sér-
stakri nefnd norska Stórþingsins. Sagði
talsmaður nefndarinnar, Margarethe
Ehren, aö bæði Lech Walesa, leiðtogi
Einingar, og Carrington lávarður,
utanríkisráðherra Bretlands, hefðu
verið nefndir til friðarverðlaunanna,
ásamt 84 öðrum. Friðarverðlaunin
þykja helzt álitsauki og stuðningur við
viðkomandi málstað en þeim fylgir
einnig peningaupphæð, nálægt einni og
hálfri milljón ísl. nýkróna. Ákvörðun
nefndarinnar verður tilkynnt 9. októ-
ber.
NÝ HLIÐ Á
SÖLU AWACS
Ný hlið hefur nú komið upp á sölu
AWACS radarflugvélanna til Saudi-
Arabíu. Bandaríska stjórnin vildi vinna
það til stuðnings málinu á þingi að setja
það skilyrði fyrir afhendingu vélanna
að þær væru mannaðar bandarískum
hermönnum að hluta. Barry Goldwater
öldungadeildarþingmaður hefur hins
vegar upplýst, að mikill skortur sé á
sérhæfðu starfsliði tíl að sjá um og reka
þær vélar sem nú þegar séu í eigu
Bandaríkjanna. Á þær 25 vélar sem nú
þegar séu í notkun þurfi 379 manns en
bandaríski herinn hafi aðeins 288
manns í sinni þjónustu. Ástæðuna
sagði hann vera þá, að herinn getur
ekki boðið laun á borð við ýmis
fyrirtæki í rafeindaiðnaði sem sækjast
mjög eftír mönnum menntuðum á því
sviði af bandaríska hernum. Ekki siður
hefði það áhrif, að starfsmenn radar-
flugvélanna þyrftu að dveljast lang-
dvölum erlendis á stöðum eins og
íslandi, Suður-Kóreu og Saudi-Arabíu.
Sagði Goldwater að ástandið væri nú
vont en myndi versna enn ef Banda-
ríkjaþing samþykkti sölu á fimm
AWACS vélum tíl Saudi-Arabíu, eins
og staðið hefur tíl.
Talið er að meira en helmingur þing-
manna sé mótfallinn sölu vélanna og
litlar horfur á að málið hljóti samþykki
þingsins. Nixon fyrrverandi forsetí
sagði í ræðu í fyrradag, að það væri
öllum kunnugt, að það eina sem stæði í
vegi fyrir sölunni væri andstaða ísra-
elska samfélagsins í Bandarikjunum.