Dagblaðið - 06.10.1981, Síða 7

Dagblaðið - 06.10.1981, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1981. t Erlent Erlent Erlent Erlent i Fargjaldastríð íalgleymingi Bandaríska flugfélagið Pan American tilkynnti í gærkvöldi að það myndi lækka fargjöld sin á leiðinni milli New York og London um 50% frá 1. nóvember nk. Talsmaður flugfélags- ins sagði, að fargjaldið myndi þá verða 261 Bandaríkjadalur eða 57 dölum lægra en Laker hefur boðið fram að þessu. Svipuð lækkun mun verða á far- gjöldum til London frá San Francisco, Washington og Houston. Bandaríska flugmálaráðið á eftir að staðfesta lækkunina og er búizt við að Laker og British Airways leggi hart að ráðinu að hafnahenni. Sameinuðu þjóðirnar: íranirneita loftárásinni Utanríkisráðherra írans, Mir Hoss- ein Mousavi Khameni, sagði í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að íranir hefðu engan þátt átt í loftárásinni á olíuhreinsunarstöðina í Kuwait í síðustu viku. Sagði hann að írakar og Bandaríkjamenn væru aðeins með þessum ásökunum að reyna að greiða fyrir sölu AWACS radarflugvél- anna til „skjólstæðinga” sinn á Mið- Austurlöndum. Það væri undarlegt, sagði hann, ef radarflugvélarnar hefðu getað staðið írana að verki, að þær hefðu þá ekki getað orðið varar við ísraelsku orrustuþoturnar sem sprengdu upp kjainorkuverið í írak. Khameni átaldi einnig Bandaríkja- menn fyrir að hafa neitað tveimur full- trúum írana á allsherjarþinginu um vegabréfsáritun og fyrir að hafa hótað að gera íranskar flugvélar sem lentu í Bandaríkjunum upptækar í skuldir. Enn fækkar í röðum Verkamannaflokksins en BREZKIR JAFNAÐAR- MENN SIGURVISSIR — andvígir tillögum um kjarnorkuafvopnun Bretlands Hinn nýstofnaði brezki jafnaðar- mannaflokkur heldur nú ráðstefnu í Bradford á Norður-Englandi, sem mun ljúka í London síðar í þessari viku. Roy Jenkins, sem stofnaði flokkinn ásamt þremur öðrum fyrr- verandi ráðherrum úr röðum Verka- mannaflokksins, sagði í ræðu í gær að líkur væru á að flokkurinn gæti myndað næstu rikisstjórn. Flokkur- inn hefur nú átján þingmenn og sagt er að meðlimir hans séu um 60 þúsund. David Owen fyrrum utanríkisráð- herra lýsti því yfir á ráðstefnunni að vilji jafnaðarmanna til friðar og af- vopnunar væri ekki minni en meðal annarra flokka en þeir væru hins vegar ekki reiðubúnir til aðgerða sem myndu veikja Atlantshafsbanda- lagið. Var þessari yfirlýsingu fagnað ákaflega. Fékk hún enn frekari stuðning við það að Richard Mitchell lýsti því yfir að hann hefði gengið úr röðum þingmanna Verkamanna- flokksins og yfir í hinn nýja flokk. Ástæðuna fyrir þessu sagði hann þá stefnu Verkamannaflokksins að leita eftir einhliða kjarnorkuafvopnun og að vilja að Bretland gangi úr Efna- hagsbandalagi Evrópu. David Steel, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sem gert hefur kosninga- bandalag við jafnaðarmenn til næstu almennra kosninga, sagði frétta- mönnum að saman myndu flokkarnir reyna að mynda ríkisstjórn til að koma fram fimm ára áætlun sinni um efnahagslegar umbætur og stjórnar- skrárbreytingar. Að öllu óbreyttu verða næstu þingkosningar í Bret- landi árið 1984. Roy Jenkins. Heimsmeistaraeinvígið íMeranó á ítalíu: JAFNTEFU í ÞRIÐJU SKÁKINNI — Kortsnoj setti upp speglasólgleraugun og var aldrei i taphættu Viktor Kortsnoj tókst loks að stöðva sigurgöngu heimsmeistarans Karpovs í Meranó í gær, er þriðju skák þeirra lauk með jafntefli efdr fremur þófkennda skák. Sama byrjun varð uppi á teningnum og í 1. skákinni, Tartakower afbrigðið i drottningarbragði, og varð Karpov fyrri til að breyta út af. Kortsnoj virt- ist fá ívið þægilegri stöðu eftir byrj- pnina, en varnir heimsmeistarans voru traustar fyrir. Eftir 31 leik var ljóst að skákin sigldi hraðbyri í jafn- teflishöfn, því hvorugur keppenda gat aðhafst, neitt án þess að taka verulega áhættu. Flestir áttu von á því að áskorand- inn tæki sér frí i gær til þess að safna kröftum eftir mótlætið i tveimur fyrstu skákum einvígisins, en þeir reyndust hafa á röngu að standa. Kortsnoj mætti vígreifur til leiks, lík- lega vegna þess að Karpov er hjátrú- arfullur maður og fellur illa að tefla á mánudögum. Það segir Kortsnoj a.m.k. í bókinni „Fjandskák”. Að hætti Fischers mætti Kortsnoj nokkrum mínútum of seint í skákina, hvort sem það var af ásettu ráði eða ekki. Áður en hann lék 1. leikinn setti hann upp spegilsólgleraugun frægu, til þess að verjast stingandi augnaráði heimsmeistarans. E.t.v. er það kaldhæðni örlaganna að Korts- noj skyldi einmitt nú sjá sólina i fyrsta skipti í einvíginu. HVÍTT: Viktor Kortsnoj SVART: Anatoly Karpov Drottningarbragð 1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 Be7 E. Rf3 Rf6 5. Bg5 h6 6. Bh4 0-0 7. e3 b6 8. Hcl Bb7 9. Be2 dxc4 Karpov er fyrri til að breyta út af 1. skákinni, enda lumar Kortsnoj ef- laust á einhverju ljúfmeti. Hér er þó engin nýjung á ferðinni, heldur leikur sem þekktur hefur verið allt frá dögum Tartakowers, upphafsmanns afbrigðisins. í 1. skákinni lék Karpov 9. — Rbd7. 10. Bxc4 Rbd7 11.0-0 c5 12. De2 I 1. einvígisskák þeirra félaga í Baguio fyrir þremur árum lék Korts- noj 12. dxc5 og skákin koðnaði niður í jafntefli á methraða. Áskorandinn er þekktur fyrir allt annað en að láta bugast af mótlæti og er í baráttu- skapi. 12. —a6! Nú kemur í ljós nauðsyn þess að þekkja skákir gömlu meistaranna. Alexander Aljekín stakk upp á þessum leik í skýringum við skák sína við Bogoljubov á skákmóti í Bad Neuheim 1937, í stað 12. —Re4, sem Bogoljubov lék. Reyndar fetaði Fischer í fótspor Bogoljubov 1 skák við Petrosjan á Áskorendamótinu í Júgóslavíu 1959; en fékk einnig erf- iða stöðu. Textaleikurinn hindrar Bc4 — a6, því eftir uppskipti á bisk- upum situr svartur uppi með veik- leika á hvítu reitunum á drottningar- væng. Hugmynd Aljekíns er að svara 13. Hfdl með 13. —b5! og svartur nær mótspili. 13. a4 Re4 14. Rxe4 Eftir 14. Bg3 gæti komið 14. — Rxg3 15. hxg3 cxd4 16. exd4 Rf6 17. Hfdl Bb4. 18. Re5 De7 og svartur má vel við una. 14. — Bxe415. Bg3 Dc8! 16. dxc5 Freistandi er 16. b4! ? en eftir 16. — Db7 17. dxc5 bxc5 18. b5 axb5 19. Bxb5 (eða 19. axb5) Rb6 hefur svartur ágæta möguleika. Lakara er hins vegar 16. — cxb4?! 17. Bxe6! (ekki 17. Bd5? exd5! 18. Hxc8 Hfxc8 og svartur stendur betur) 17. — fxe6 18. Hxc8 Hfxc8 19. Db2o.s.frv. Staða svörtu drottningarinnar and- spænis hróknum sýnist hæpin, en þó á Kortsnoj engin betri tök á að not- færa sér hana heldur en með hinum gerða leik. Nú sundrast peðastaða Karpovs drottningarmegin, því hann getur ekki tekið á c5 með manni vegna b4 leiksins. Kortsnoj fær aftur á móti bakstætt peð á b-línunni sem nú opnast, svo möguleikarnir ættu að vega nokkuð jafnt. 16. — bxc5 17. Rd2 Bc6 18. b3 Hd8 19. Bd3 Db7 20. f3 Rf6 21. Hfdl Rd5 22. e4 Rb4 23. Bbl Be8! Undirbýr að laga stöðu riddarans með — Rc6 — d4. 24. e5 Eftir 24. Bf2 Hac8 25. e5, gæti engu að síður komið 25. —Rc6. T.d. 26. Bxc5? Bxc5 27. Hxc5 Rd4 28. Dc4 Hxc5 29. Dxc5 Rxb3! og vinnur. 24. — Rc6 25. Bf2 Rd4 26. Bxd4 Hxd4 27. Be4 Bc6 28. Bxc6 Dxc6 29. Rc4 Had8 30. Hxd4 cxd4 31. Dd3 Bb4 Frípeðið er tryggilega skorðað og sömuleiðis peðameirihluti hvits á drottningarvæng. Hvorugur getur bætt stöðu sína. 32. g3 Hb8 33. Kg2 Bc3 34. Hbl Dd5 35. h4 h5 36. Kf2 Bb4 37. Kg2 Be7 38. Hdl Db7 39. Hbl Dd5 40. Hb2 Bb4 41. Hbl Jafntefli. Lokastaðan: Yasser Arafat. Arafat á ferð Yasser Arafat, leiðtogi frelsishreyf- ingar Palestínuaraba (PLO), mun koma til Peking á morgun í opinbera heimsókn í boði kínversku ríkisstjórn- arinnar. Talsmaður PLO sagði að Ara- fat myndi ræða ið formann kínverska kommúnistaflokksins, Hu Yaobang, varaformanninnDeng Xiaopin, Zhao Ziyang forsætisráðherra og Huang Hua varaforsætis- og utanrikisráð- herra. Umræður þeirra munu einkum snúast um ástandið í Mið-Austur- löndum og einnig gæti verið að rætt yrði um vopnasölu Kínverja til PLO. Vextir lækka íBandaríkjunum Helztu bankar Bandaríkjanna lækk- kynnti ríkisstjórnin að Seðlabankinn uðu í gær útlánsvexti sína um hálft myndi slaka á hinni ströngu aðhalds- prósent, úr 19,5% í 19%. Samtímis til- stefnu sinni. Millipils, buxur og tilhcyrandi skyrtubolir úr satíni. Litir: Stjörnuhvitt. hunangsbrúnt, biúlilla. PÓSTSENDUM

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.