Dagblaðið - 06.10.1981, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1981.
HMEBIAÐW
Útgefandk Dagblaðifl hf.
Framkvnmdastjöd: Svainn R. Eyjötfsson. RHstjóri: Jönas Kristjónsson.
Aflstoflarritstjörí: Haukur Heigason. Fc óttastjörí: Ömar Valdimarsson.
Skrífstofustjörí ritstjömar Jöhannas Raykdal.
íþröttir Hallur Simonarson. Aflstoflarfróttastjöri: Jönas Haraldsson.
Handrít: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hiimar Karísson.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Steinarsson, Ásgeir Tömasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefóns-
dóttir, EDn Albertsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hókonardóttir, Jóhanna Próinsdöttir,
Krístjón Már Unnarsson, Lilja K. Möller, Ólafur E. Fríflríksson, Sigurflur Svenisson, Vfflir Sigurflsson.
Ljósmyndir Bjamleifur BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson,
og Sveinn Þormóflsson.
Skrífstofustjórí: Óiafur Eyjólfsson. Gjaidkerí: Þróinn Þoríerfsson. Auglýsingastjórí: IngóHur P. Stains-
son. DreHingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgraiflsla, áskríftadeild, auglýsiogar og skrífstofur Þverholti 11.
Aflalsími btaðsins ar 27022 (10 Dnur).
Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Síflumúla 12.
Mynda- og píötugerð: Hilmir hf., Síflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
Of dýrt að byggja? Nei!
Verðtryggingin hefur kennt þjóðinni
að spara á nýjan leik eftir áratuga
verðbólgudans. Á aðeins einu ári hefur
sparifé í bönkum og sparisjóðum aukizt
um 25% umfram verðbólgu eða um
1.000 milljónir króna umfram
verðbólgu.
Heill milljarður nýkróna er enginn smápeningur.
Hann hefur til dæmis gert Seðlabankanum kleift að
auka frystinguna, það er að segja að taka aukinn hluta
af fé bankanna til afurðalána og annarra sérþarfa í
umsjá Seðlabankans.
Jafnframt hafa bankar og sparisjóðir getað lánað
meira en áður. Öll aukningin hefur raunar horfið í
hítina, því að enn er eftirspurn lánsfjár meiri en fram-
boð þess. En við stefnum þó greinilega í átt til
jafnvægis.
Ef stjórnvöld hvika ekki frá stefnu fullrar
verðtryggingar, má búast við, að smám saman myndist
heilbrigt jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar
sparifjár. Um leið myndast nýr máttur ýmissa þeirra
hluta, sem gera þarf.
Sparifjáraukninguna þarf að nokkrumhluta aðnýta
til að bæta hlut húsbyggjenda, sem verðtryggingin
hefur óneitanlega leikið nokkuð grátt. Sparifjár-
aukninguna á að hluta að nota til að gera fólki kleift að
byggjaánýjan leik.
Við þurfum að koma upp lánakerfí til húsnæðis-
lána, sem er eins öflugt og hið bandaríska, þar sem
bankar lána hiklaust 90—100% kostnaðar, svo
framarlega sem þeir geta reiknað út, að tekjur lán-
takanda standi undir vöxtum og afborgunum.
Með núverandi verðtryggingu gætu menn greitt
niður 300 þúsund króna lán með 1.000 króna
mánaðargreiðslum í 40 ár, 750 þúsund króna lán með
2.500 króna mánaðargreiðslum í 40 ár og 1.5 milljón
króna lán með 5.000 króna mánaðargreiðslum í 40 ár.
Vandinn er í rauninni ekki sá, að of dýrt sé orðið að
byggja. Vandinn felst fremur í að ætlast til, að fólk
geti eignazt íbúð eða hús að verulegu leyti á aðeins tíu
árum. Til slíks á auðvitað að þurfa miklu lengri tíma.
Fullkomið húsnæðislánakerfi mundi gera fólki
kleift að búa í samræmi við tekjur. Með 1.000 krónum
til aflögu á mánuði í stað húsaleigukostnaðar ættu
menn að geta eignazt að minnsta kosti 300 þúsund
króna smáíbúð.
Ef greiðslugetan eykst í 2.500 krónur á mánuði,
ættu menn að geta selt smáíbúðina og keypt sér 750
þúsund króna íbúð eða hæð. Og ráði menn síðar við
5.000 krónur á mánuði, ættu þeir að geta fengið sér
1.500 þúsund króna einbýlishús.
Með því að gera afborganirnar að mánaðar-
greiðslum og stilla þeim upp gegn húsaleigugreiðslum,
sem sparast við að eignastiiúsnæði, væri fundin mjög
heppileg leið til að gera fólki kleift að eignast þak yfir
höfuðið.
Þessi leið mundi einnig draga úr þörfinni á
óbærilega mikili vinnuþrælkun og tilheyrandi
skerðingu fjölskyldulífs, sem nú fylgir allt of oft
hetjulegri baráttu fólks við að koma undir sig fótunum
við erfiðar aðstæður.
Auðvitað er þetta hægara sagt en gert. Að lána hús-
byggjendum til 40 ára hlýtur að binda gífurlegt fé.
Bankarnir ráða tæplega við það núna, einkum þó af
því að innlánin eru yfirleitt aðeins bundin til skamms
tíma, sex mánaða eða svo.
Með því að fitja upp á nýjum sparnaðarformum til
lengri tíma með hærri vöxtum á þó að verða hægt að
ná því takmarki, að bankakerfið geti komið á móti
húsnæðisstofnun og lífeyrissjóðum og lánað til langs
tíma það, sem upp í húsverðið vantar.
t 1
Formannalýðræð-
iðblómstrar
í verkalýðs-
hreyfingunni
Ég er hvorki hneykslaður, sár né
hissa. En það setur að mér dálítinn
óhug. Ég upplifði nefnilega um
daginn hvernig menn fara að því að
vera lýðræðissinnar í orði, en algjör
andstæða þess í verki.
Tvö þing í vændum
Þannig er mál með vexti að verka-
lýðsfélagið mitt á að senda fulltrúa á
tvö þing innan verkalýðshreyfing-
arinnar í október. Dagana 9.-10.
október verður þing Alþýðusam-
bands Norðurlands (AN) og þangað
á félagið að senda 32 fulltrúa. Viku
síðar, eða dagana 16.-18. okt. verður
svo þing Verkamannasambands
íslands (VMSÍ), en félagið mitt á rétt
á 16 fulltrúum þar.
Listaframboð
Reglur félagsins og ASÍ kveða svo
á að á þessi þing — eins og ASÍ-
þingið og í stjórn félagsins — skuli
kosið með allsherjaratkvæða-
greiðslu. Bornir skulu upp listar með
-
Til baráttu fyrir stórfelldri hækkun
lægstu launa:
Höfnum und-
anslættinum
nöfnum jafnmargra og kjósa á og
jafnmargra til vara. Meðmælendur
slíkra lista skulu vera 100 félags-
menn, nema þeirra lista, sem stjórn
og trúnaðarmannaráð leggja fram.
Þar þarf enga meðmælendur. í stjórn
og trúnaðarmannaráði félagsins mins
eru29manns.
Það þarf ekki að útlista neitt fyrir
fólki hversu ólýðræðislegar þessar
reglur eru. Almennum félögum er
gert ókleift að bjóða fram, nema þeir
hafi þá stór skipulögð samtök á bak
við sig. Það er ekki hægt að stinga
upp á einstaklingum, sem t.d. fólk á
einum vinnustað ber traust til.
Formaðurinn
vinnur tíma
Stjórnarfundur í félaginu var
kallaður saman fyrir stuttu. Þar lagði
formaðurinn minn fram nærri
£ „Þaö eru reglur ASÍ sem fyrirskipa
svona listakosningar. Veröa þær ekki
alltaf ólýöræöislegar hvernig svo sem þær eru
framkvæmdar? Það finnst formanninum mín-
um ekki. Honum og fieiri formönnum finnst
þessi tilhögun vera hámark lýðræðisins.”
Lægstu mánaðarlaun, sem nú eru
greidd fullorðnum verkamanni fyrir
dagvinnu eru um 4500 á mánuði. Við
slík laun, og laun þarna rétt fyrir
ofan býr stór hluti verkalýðsstétt-
arinnar, Iðjufólkið, frystihúsafölkið,
o.s.frv. Til að geta skrimt af slíkum
launum verður að bætast við stórfellt
og heilsuspillandi aukaálag, yfirvinna
og bónus.
Lágmarkslaun
Það er kominn tími til að verka-
lýðshreyfingin í heild ræði og móti á-
kveðna tölu, sem við getum kallað
lágmarkslaun, og þá í þeim skilningi,
að hreyfingin beiti öllum sínum
samtakamætti og berjist af heift fyrir
því, að lægri laun líðist ekki.
Flest verkafólk hefur á því fullan
skilning, að stórhækkun lægstu
launa er sameiginlegt hagsmunamál
allrar stéttarinnar. Þeir sem hærri
laun hafa vita að þeir þurfa ekki
annað en að verða fyrir slysi, verða
atvinnulausir eða gamlir, þá verða
þessi lægstu laun þeirra
viðmiðunarlaun. Þetta er líka það
sem mestu máU skiptir upp á sam-
stöðu stéttarinnar og þar með grund-
völlur þess að stéttin geti sótt fram
miklu meir á öllum sviðum.
2000 kr. hækkun
lægstu launa strax
En hvaða kröfu um lágmarkslaun
ætti að setja fram? Komið hefur
fram sú hugmynd, að krafan um
lægstu Iaun 1 þessum skuli vera
a.m.k. 6500 miðað við núgildandi
vísitölu, 2000 króna hækkun.
Auðvitað er þetta allt of lágt
miðað við framfærslukostnað. Samt
Kjallarinn
Ragnar Stefánsson
gæti verið að þetta væri raunsæ
krafa nú, og þá í þeim skilningi að
þetta væri raunveruleg krafa. Ekki
bara krafatil að slá um sig með, ekki
bara krafa, sem menn eru reiðubúnir
til að slá helmingnum af. Heldur
krafa sem verkalýðshreyfingin heitir
að gefa ekki eftir á undir neinum
öðrum kringumstæðum enþeim að
hennar ýtrasta vopn.verkfallsvopnið
dugi ekki til, eins og á stendur.
Sumir foringjanna eru a(S
armæðast yfir því að með mikilji
hækkun grunnlauna fari bónusfólkið
og þeir sem mesta aukavinnu háfi
upp úr öllu valdi. Auðvitað Wsun/við
öllu slíku á bug. Þetta éíu sönpu
þraelakjörin. Það sem tekjurnar
hækka við þetta, greiðist fyrir með\
heilsunni og með því að fórna
eðlilegum lífsmáta, tómstundum og
félagslífi.
Af sömu áhyggjum eru þessir
sömu foringjar að tala um að í stað
grunnkaupshækkana skuli koma
loforð frá ríkisstjórninni um skatt.-
^ „Fólk sem er með miklu lægri daglaun en
framfærslukostnaði nemur á að slá af
kröfum sinum vegna burgeisanna sem fleyta
rjómann, vegna sjúkleika kerfis sem þjónar
hagsmunum allra annarra en verkafólksins.”