Dagblaðið - 06.10.1981, Page 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1981.
13
\
Frá ASÍ-þingi. Reglur sambandsins segja til um hvernlg velja skuli fulltrúa á þlng
innan verkalýöshreyfingarinnar. Greinarhöfundur er ekki viss um að þær ríglur
séu ýkja lýðræðislegar. DB-mynd.
fullbúna lista. Að sögn var það gert
til að „vinna tíma” á trúnaðar-
mannaráðsfundinum síðar sama
kvöld. Og hvernig voru listarnir svo
skipaðir? Jú, skv. „venjum og hefð”
i félaginu var öll stjórnin efst á
báðum listunum, auk hennar for-
menn deilda og síðan fólk úr
trúnaðarmannaráði og aðrir
trúnaðarmenn til uppfyllingar.
Gengið var út frá þvi að þeir sem
orönir væru fastagestir á svona
þingum ættu að ganga fyrir um sæti á
listunum. Þegar reynt var að brydda
upp á umræðum um þetta val á
listana var það afgreitt með því að
þetta yrði að vera svona, fólk mundi
„móðgast ef gengið yrði fram hjá
því”, eins og það var orðað.
Reynt var að stinga upp á því að
fólki yrði dreift á þessi tvö þing,
þannig að sama fólkið færi ekki á
þau bæði. Það var kýlt niður með því
að fólkið á listunum væri jú það fólk
sem mest þyrfti á því að halda að
fylgjast með gangi mála og því sem
væri að gerast, bæði innan AN og
VMSÍ. Því væri eðlilegt að það færi á
bæði þingin, ef það gæti. Engum datt
i hug að almennir félagar hefðu
nokkra þörf fyrir að komast inn í
málin. Engum datt í hug að það gæti
hugsanlega eflt þátttöku almennra
félaga í starfi félagsins að þeim væri
gefinn kostur á setu á svona þingum.
Nei, slíkt fer ekki um huga lýðræðis-
sinnanna í forystu verkalýðshreyfing-
arinnar. Þetta er blóðugt. Ég veit um
fullt af almennum félögum, sem hefðu
haft áhuga á að fara á annaðhvort
þessara þinga, en áttu aldrei séns á að
komast á þessa lista formannsins og
hefðanna.
Niðurstaða: Listar formannsins
voru samþykktir sem tillaga stjórnar
til trúnaðarmannaráðs. Á trúnaðar-
mannaráðsfundinum voru jjeir svo
keyrðir i gegn með hraði. Og þar var
heldur ekki hlustað á nein andmæli.
Vont var gert verra
Hvað annað var svo sem hægt að
gera? Það eru reglur ASÍ sem fyrir-
skipa svona listakosningar. Verða
þær ekki alltaf lýðræðislegar hvernig
svo sem þær eru framkvæmdar? Það
finnst förmanninum mínum ekki.
Honum og fleiri formönnum finnst
þessi tilhögun vera hámark
iýðræðisins. Og líklega eru svona
vinnubrögð eins og ég var að lýsa til
þess ætluö af þeim að gera lýðræðið
ennþá fullkomnara. En við erum víst
ekki sammála. Að minu viti mætti þó
gera eitthvað skárra úr þessum slæmu
reglum, rétt eins og hægt er að fram-
kvæma góðar reglur þannig að illa
komi út. Það hefði t.d. verið ólikt
lýðræðislegra að gefa þessari
uppstillingu góðan tima (það var
nokkurn veginn vitað strax í vor
hvenær þessi þing yrðu). Þá hefði
verið hægt að fela hinum einstöku
félögum í trúnaðarmannaráði að
ræða málin á sínum vinnustöðum og
með sínu fólki og gera tillögur sam-
kvæmt því. Þessum tillögum hefði
svo mátt safna í einn haug og vinna
svo úr þeim í trúnaðarmannaráðinu.
Kannski hefði niöurstaðan ekki
orðið svo ósvipuð, þvf að vissulega er
þetta ágætis fólk sem er á þessum
listum. En þetta hefði þá ekki lengur
verið einkamál eins manns, heldur
mál trúnaðarmannaráðsins. Eins og
að þessum listum var staðið í félaginu
mínu eru það skrök að þetta séu list-
ar stjórnar og trúnaðarmannaráðs.
Þetta eru listar fotmannsins og óheil-
brigðra hefða og venja. Þar með er
ekki sagt að listarnir séu vondir en
aðferðin við að setja þá saman er
ómöguleg. Hún gæti boðið upp á
ýmsa misbeitingu.
IMœsta skipu-
lagsbreyting?
Sé þannig unnið í trúnaðarmanna-
ráðum verkalýðsfélaga og reyndar
stjómum líka — og ég staðhæfi að svo
sé víðar en í mínu félagi — sé ég ekki
annað en að næsta skipulagsbreyting
á ASÍ sé að leggja niður stjórnir og
trúnaðarmannaráð félaganna og
flytja formlegt vald þeirra yfir á for-
menn og starfsmenn félaganna, sem
oft eru jú sömu aðilarnir. Þeir eru jú
alltaf að kvarta yfir fundafargani og
óbærilegu álagi, blessaðir foringj-
arnir. Haídiði aö það væri ekki
Kjallarinn
Guðmundur
Sæmundsson
munur að geta tekið allar svona
ákvarðanir i vinnutlmanum?
Bannað að
undirbúa sigl
Nú, jæja. Ég lenti sem sé á báðum
listunum í krafti hefðarinnar, því að
ég var í vetur pikkaður upp í stjórn.
Heldur hefði ég nú viljað að
einhverjar mannlegar verur — og
fleiri en ein — hefðu valið mig til
þess. En nóg um það. Ég ætla að fara
á þessi þing, því að ég held að
foringjunum gæti verið gagnlegt að
heyra eitthvað af því sem almennir
félagar hafa beðið mig að skila til
þeirra. Og þá á ég kannski fyrst og
fremst við VMSÍ-þingið.
í sakleysi mínu bað ég um að fá
þau plögg sem lægju fyrir
þingunum. „Þau eru engin,” sagði
formaðurinn. „Þarna verður algjört
lýðræði. Ekkert verið að mata fólk
fyrirfram.” Smekklega til orða tekið
eða hvað? Auðvitað koma
foringjarnir til þings albrynjaðir upp-
lýsingum og ályktunartillögum! En
það er auðvitað rétt hjá þeim að það
verður miklu átakaminna fyrir þá að
koma sinni eigin stefnu i gegn ef þeir
aæta þess aö gefa fólki engan tima til
rð hugsa málin, ef þeir veita fólki
-■ngar upplýsingar, sem það
hugsanlega gæti byggt á til að taka
slna eigin sjálf stæðu af stöðu.
„En dagskrá?” spurði ég. „Fær
maður ekki að vita hvaða mál verða á
dagskrá?” Jú, AN var búið að senda
eitthvað slíkt út en annars yrði dag-
skráin á þessum þingum eins og
venjulega. Eins og venjulega! Það er
von að mennirnir tali svona þegar allt
miðast við að einungis fastagestir sitji
þessi þing.
Þetta finnst þeim lýðræði, verka-
lýðsforingjunum okkar. Það liggur
við að það fari um mig hrollur. Að
minnsta kosti fæ ég gæsahúð. En þú,
almenni félagi í verkalýðshreyfing-
unni, — hvernig liður þér?
25. sept. 1981
Guðmundur Sæmundsson
verkamaður, Akureyri.
Verkafólk getur varist verðbólgu
meö einhliða baráttu gegn
verðhækkunum. En það sem er
árangursrikast eru betri verðbætur.
Önnur megin krafan i samningun-
um núna hlýtur að verða visitölukerfi
sambærilegt við það sem um samdist
1977. Visitölukerfið sem þá samdist
um bætti launafólki upp
verðhækkanir sem urðu strax eftir að
verðbætur voru reiknaðar. Þetta er
afar mikilvægt til að koma í veg fyrir
þann leik sem ríkisstjórnin leikur nú
æ ofan í æ að skella öllum
verðhækkunum á rétt eftir verðbóta-
útreikning.
Tvœr stefnur
Það eru tvær stefnur sem nú er
tekist á um í verkalýðshreyfingunni.
Önnur er stefna ríkisstjórnar og at-
vinnurekenda, að í stað kauphækka-
na nú komi loforð fyrir
því, að kaupmátturinn rýrni ekki á
samningstímanum, jafnvel að hann
aukist ef þjóðartekjur aukast. Þetta
þýðir að menn sætti sig við þau
samningsrof og kauprán sem átt
hafasérstað.
Margir verkalýðsleiðtogar virðast
hallir undir þessa llnu, en hálf
hræddir við viðbrögð fólksins á
vinnustöðunum. Því tala þeir nú sem
loðnast og vonast til að allir foringjar
geti fallist á sömu hundsbæturnar
umbjóðcndum sínum til handa, svo
eða falli allir meðsatna
Frá Reykjavikurhöfn. — Greinarhöfundur stingur upp á að laun verkamanna hskki um tvö þúsund krónur f nsstu samningum.
lækkanir á lægstu tekjur.
Þessu visum við á bug. Auðvitað
berjumst við fyrir því, að laun neðan
við framfærslukostnað verði alls ekki
skattlögð, slikt er auðvitað
svivirðilegt. En loforð um skatta-
lækkanir geta aldrei komið í stað
grunnkaupshækkanna.
í fyrsta lagi er litt á slík loforð
að treysta. 1 öðru lagi er ekki liklegt
að skattaniðurfelling fáist á þær
tekjur sem flestir telja sig verða að fá
nú til að endar nái saman, sem margir
ná með miklu aukaálagi.
Aumingja
atvinnuvegirnir
Áróðurinn sem verkafólk er beitt
nú til að draga úr kröfum þess og
sundra þvi er eins og vanalega „hin
slæma staða atvinnuveganna”.
Fólk sem er með miklu lægri dag-
laun en framfærslukostnaði nemur á
að slá af kröfum sínum vegna bur-
geisanna sem fleyta rjómann, vegna
sjúkleika kerfis sem þjónar hags-
munum allt annarra en verka-
fólksins.
Nei, i arðránsþjóðfélagi gildir
aðeins ein regla, verkafólk byggir
kröfur slnar aðeins á eigin stéttar-
styrk og engu öðru.
Það er hreinast lífsháski fyrir
hreyfmguna að halda að sér höndum
til að „atvinnuvegirnir fái tækifæri
til að byggja sig upp og geti þannig
bætt kjörin seinna” Við getum
skoðaö land eftir land þar sem slík
launastefna hefur orðið ofan á. Hún
hefur þýtt kjararýrnun og leitt til
stóraukinna árása atvinnurekenda á
verkalýðshagsmuni á öllum sviðum.
Betri verðbœtur
Annað vopn sem nú er beitt gegn
verkafólki og kannski enn skæðara er
verðbólgan. Láglaunafólkiö á að
hjálpa til að lækna verðbólguna sem
auðvaldskerfiö okkar hefur skapað.
Auðvitað er hægt að draga eitthvað
úr verðbólgunni með því að lækka
kaupmáttinn. Auðvitað getur maður
bætt hag rikissjóðs með því að
greiða sektir fyrir ranglega dæmda
sök. Þetta er sambærilegt. Verðbólga
er afurð kerfis sem er verkafólki
fjandsamlegt.
meira”.
Hin stefnan er sú að nú skuli
blásið til baráttu og heildarstyrk
hreyfingarinnar beitt til að brjótast
út úr þeim vítahring undansiáttar og
endurtekinna samningsrofa og
kauprána, sem einkennt hafa undan-
farinár.
Þetta er stefna einstakra vinstri
andstöðumanna í hreyfingunni og á
vissulega stuðning fjölmargs verka-
fólks, sem vill hætta loddaraleiknum
og niðurlægingunni.
Það sem á vantar er að
óánægjuraddir þessa fólks verði að
einu samtaka hrópi eða kröfu. Það er
ekki vafi á þvl aö slikt mundi hafa
mikil áhrif á stefnumótun heildar-
hreyfingarinnar.
Ragnar Stefánsson.