Dagblaðið - 09.10.1981, Page 12

Dagblaðið - 09.10.1981, Page 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981. 21 G Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Opið mót EM-sveitar Golfklúbbs Rvíkur Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur, sem vann sér rétt til þátttöku á Evrópumótinu i lok nóvember, efnir til golfmóts að Grafarholti á laugardag til fjáröflunar fyrir utanförina. Mótið er opið öllum og leiknar 12—18 holur eftir því hvernig viðrar. Ræst verður út frá kl. 10 og frameftir degi. Um kvöldið verður skemmtun og þar m.a. sýndar golfmyndir. Ármenningar borguðu KKÍ! Ármann verður með á íslandsmótinu i körfu- knattleik. Laust fyrir klukkan 17 í gær birtist Guð- mundur Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeild- ar Ármanns, á skrifstofu KKÍ með fullar hendur fjár og gerði upp skuldir félagsins á síðustu stundu. KKÍ hafði gefið Ármanni frest til kl. 17 í gær til að gera hrejnt fyrir sinum dyrum, að öðrum kosti yrði félag- ið útilokað frá þátttöku i íslandsmótinu í vetur. Ármenningar drógu þó tvo flokka út úr íslands- mótinu, 2. og 4. flokk. Meistaraflokkur og 3. flokkur félagsins verða með en eins og kunnugt er mætti 1. deildar lið félagsins ekki til leiks gegn Keflavík um síðustu hélgi og allt benti til þess að liðið sem lék í úrvalsdeildinni í fyrra og varð fslands- meistari fyrir fimm árum, hætti þátttöku. Annað virðist nú uppi á teningnum og nú er bara að bíða og sjá hvort alvara er á bak við, hvort Ármann mætir til leiks gegn Skallagrími 17. október. -VS. ÍBK-Haukar- hörku- leikur í 1. deild Á morgun verður stórleikur í 1. deildarkeppni karla í körfuknattleik. Keflavík og Haukar mætast í fyrsta leik deildarinnar og er beðið eftir honum með mikilli eftirvæntingu. Keflvíkingar hafa tvö síðustu ár hafnað í 2. sæti 1. deildar og telja nú tima til kominn að vinna sér sæti i úrvalsdeildinni. Þeir hafa nýjan Bandarikjamann innanborðs, Tim Higgins heitir hann, tæpir tveir metrar á hæð og mjög sterkur leikmaður að sögn Keflvíkinga. Haukar sigr- uðu i 2. deild i fyrra og leika nú í fyrsta skipti í 1. deild. Þeim hefur verið spáð miklum frama enda eru margir stórefnilegir leikmenn í liði þeirra. Þá leikur „Spóinn”, Dakarsta Webster, sem áður lék með KR og Skallagrími, nú með Haukum en hann er 2,11 m á hæð. Það stefnir því allt i hörkuleik og að sögn Kefl- víkinga verður enginn svikinn sem kemur í íþrótta- húsið í Keflavík en þar hefst leikurinn kl. 14. Ballesteros sigraði Hale Irwin Fyrsta umferðin í heimsmeistarakeppni i golfi (World match play golf championship) var háð á Wentworth-golfvellinum á Engiandi í gær. Úrslit urðu þau að Severiano Ballesteros, Spáni, sigraði Hale Irwin, USA, 6/4, Gary Player, Suður-Áfríku, sigraði Isao Aoki, Japan, 5/4, Brian Barnes, Bret- landi, sigraði Ray Floyd, USA, 3/2, Ben Crenshaw, USA, sigraði Nick Faldo, Bretlandi, 5/3. Tólf kepp- endur. I dag heldur mótið áfram. Þá leika saman Ballesteros og Norman, Barnes og Langer, V-Þýzka- landi, Player og Rogers meðal annars. Jaf ntefli Hauka og Aftureldingar Þrír leikir voru háðir í íslandsmótinu i handknatt- leik auk stórleiksins í 1. deild milli Víkings og Þrótt- ar. Eftir hann léku kvennalið sömu félaga. Þar vann Vikingur einnig, 27—14. í íþróttahúsinu í Hafnar- firði voru tveir leikir. Haukar og Afturelding gerðu jafntefli i 2. deild karla, 23—23, og i 2. deild kvenna unnu Haukastúlkurnar lið Grindavíkur, 33—5. ísland -Belgía -ídagkl. 16,15 í dag fer fram fyrri leikur ísiands og Belgíu í Evrópukeppni unglingalandsliða í knattspyrnu 16— 18 ára. Leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16.15. Jóhannes Atlason unglinga- landsliðsþjálfari hefur valið 16 manna hóp fyrir leikinn og skipa hann eftirtaldir piltar: Markverðir: Guðmundur Erlingsson, Þrótti R. og Stefán Arnars- son, KR. Aðrir leikmenn: Björn Rafnsson, Snæfelli, Davið Egilsson og Hannes Jóhannsson, KR, Einar Björnsson, Kristinn Jónsson, Steinn Guðjónsson, Valdimar Stefánsson og Þorsteinn Þorsteinsson, Fram, Gísli Hjálmtýsson fyrirliði, Fylki, Halldór Áskelsson, Þór Ak., Ingvar Guðmundsson, Kefla- vík, Jón Halldór Garðarsson, FH, Kristján Jónsson og Sverrir Pétursson, Þrótti R. Dómari verður J.B. Worrail frá Englandi og rétt er að vekja athygli á þvi aS aðgangseyrir verður aðeins 10 kr. Forráðamenn KA við rjómatertuna miklu, frá vinstri Kristján Valdimarsson, Hermann Sigtryggsson, Stefán Gunnlaugsson, Gunnar Jóhannsson, Haukur Torfason, Jón Arnþórsson formaður KA og Stefán B. Árnason. DB-mynd GSv. NÝR OG GLÆSILEGUR GRASVÖLLUR HJÁ KA —en vígsluhátíð hefur verið f restað til vors Frá Guðmundi Svanssyni, Ákureyri: Laugardaginn 3. október bauð knattspyrnudeild KA öllum þeim er lagt höfðu hönd á plóginn við upp- byggingu nýs grasvallar til mikillar veizlu. Þar var á boðstólum líkan af nýja vellinum sem reyndist vera heljar- mikil rjómaterta, gerð af bræðrunum Birgi og Kjartani í bakaríi Kr. Jónsson. Vegna ótíðar í haust var ekki unnt að leika vígsluleik og hefur honum því verið frestað til vors. Við vígsluathöfn- ina stóð til að leika bæði í 5. flokki og kvennaflokki. Vinna viðgrasvöllinn hófst 1977 með vinnu við jarðvegsskipti en hitalagnir, sem eru undir grasinu, alls 1500 metra langar, voru lagðar 1979—80. Jarð- vegsvinnu lauk í júlí í ár og hafði þá verið ekið í völlinn miklu magni af möl, mold og sandi. Þökulagning hófst í lok júlí og þurfti um 18.000 fermetra af þökum í verkið. Lagningunni lauk 20. september að fullu en því mesta var lokið 20. ágúst. Frá byrjun hafa verið unnar um 5000 stundir í sjálfboðavinnu við vallar- gerðina og þegar mest var á lokasprett- inum voru um 60 manns í lagningunni. Duglegustu sjálfboðaliðarnir hafa uninð 200—250 stundir í vellinum. Starfsmaður vallarins er Haukur Torfason. Hann hefur þegar slegið grasið tvisvar og ræktunin virðist vera á réttri leið. Fyrir veturinn á að setja upp varanlega girðingu vestan við vall- arsvæðið. Hún á að vera tveggja metra há og um 225 metrar á lengd. Nauðsyn- legt er að girða þar sem mikil umferð gangandi og hjólandi er um svæðið. Heildarkostnaður við völlinn er nú orðinn um 1,1 milljón króna. Vallarnefnd vill þakka allt hið öeigingjarna starf sem lagt hefur verið fram af sjálfboðaliðum, hinn ríflega stuðning ýmissa einstaklinga, yngri og eldri, og sérstaka rausn Bílaleigu Akur- eyrar en sem kunnugt er hafa þeir Ágústssynir verið miklir burðarásar í KA, jafnt innan vallar sem utan. Að sögn Stefáns Gunnlaugssonar í vallarnefnd mun grasvöllurinn gjör- breyta æfingaraðstöðu allra flokka KA. Meistaraflokkur félagsins mun áfram leika heimaleikina á aðalleik- vangi Akureyrar en gert er ráð fyrir að yngri flokkarnir leiki á nýja vellinum. Þetta hefur tekizt og fyrir það þökkum við. -GSv. HM unglinga í knattspyrnu í Astralíu: Heimsmeistararnir komust ekki í úrslit England og Ástralía tryggðu sér sæti I átta liða úrslitum í HM unglinga i knattspyrnu sem nú stendur yfir I Ástralíu. í gær skildu iiðin jöfn, 1—1, og heimsmeistarar unglinga, Árgen- tínumenn, eru þar með úr leik. Qatar og Egyptaland eru meðal hinna átta þjóða sem eftir eru í keppninni. Úrslit leikja í gær urðu þessi: B-riðill Brasilía-Suður-Kórea 3—0 Rúmenía—Ítalía 1—0 Annar Kani tilKR „Við höfum fullan hug á að ná í er- lendan leikmann sem getur leikið með KR þar til Stewart Johnson hefur náð sér af meiðslunum,” sagði Björgvin B. Schram hjá körfuknattleiksdeild KR í samtali við DB í gærkvöldi. „Samning- ar standa nú yfir við tvo umboðsmenn um þrjá leikmenn sem koma til greina,” sagði Björgvin. Art Housey, Carlos Zuniga og Julius Howard heita þessir þrír heiðursmenn. Housey og Zuniga voru báðir hjá at- vinnumannaliðum í Bandaríkjunum en var hafnað þar rétt áður en keppnis- tímabilið hófst. Howard er öllu reynd- ari leikmaður en að sögn Björgvins er Housey efstur á listanum eins og er þar sem hann er hávaxinn, rúmir 2 metrar, og leikur stöðu miðherja, nokkuð sem skortir tilfinnanlega hjá KR. -VS. Brasilía Rúmenía Suður-Kórea Ítalía 3 3 3 3 D-riðill England 3 1 Ástralía 3 1 Argentína 3 1 Kamerún 3 England—Ástralía Argentína—Kamerún 0 4—2 4 0 6—5 4 1 1 1 3—3 3 0 1 2 3—6 1 1 — 1 1—0 gær seldur til Leeds fyrir 400 þúsund sterlingspund. Burns, sem er kunnasti leikmaðurinn i ensku knattspyrnunni, hefur verið hjá Forest í fjögur ár sem varnarmaður. Var keyptur frá Birmingham til Forest en með Birming- ham var hann markheppinn miðherji. Fyrr i vikunni fór Burns fram á að vera settur á sölulista og varð stjóri Forest, Brian Clough, við ósk hans. -hsím. Átta liða úrslitin verða leikin um helgina og þar mætast eftirtalin lið: Uruguay—Rúmenía Vestur-Þýzkaland—Ástralía Brasilia—Qatar England—Egyptaland Það er þvi ljóst að nýir heimsmeist- arar unglinga verða krýndir í ár en ógerlegt að spá nokkru um hverjir það verða. DB veðjar á Brasilíu! -VS. Kenny Burns. Kenny Burns, skozki landsliðsmið- vörðurinn hjá Nottingham Forest, var í Burns til Leeds „Mótið verður erfitt fyrir okkur Víkinga” - sagði Páll Björgvinsson, f yrirliði Víkings, eftir 18-16 sigur á Þrótti fgærkvöld. „Liðin leggja sig tvöfalt fram gegn okkur” „Þetta var frábær byrjun fyrir okkur. Það var talsverð taugaspenna framan af eins og gefur að skilja, þegar við höfum leikið svona marga lelki án taps á íslandsmótinu. Leikurinn var mjög góður á köflum en mótið verður erfitt fyrir okkur Víkinga i vetur. Liðin leggja sig tvöfalt fram gegn okkur,” sagði Páll Björgvinsson, fyrirliði íslandsmeistara Víkings, eftir að lið hans hafði sigrað bikarmeistara Þrótt 18—16 í hörkuleik á fjölum Laugar- dalshallarinnar í gærkvöld. Það var fyrsti leikurinn f 1. deild karla á þessu keppnistímabili og ef handknattleikur- inn verður svona spennandi í vetur mun ekki skorta áhorfendur. Þeir voru margir í gær. Gífurleg spenna var lokakafla leiksins. Víkingar höfðu unnið upp tveggja marka forskot Þróttar og komizt þremur mörkum yfir um miðjan síðari hálfleikinn, 16—13. Þróttur minnkaði muninn í eitt mark, 17—16, þegar sex mínútur voru eftir. Allt á suðupunkti eftir það en ekki nema eitt mark skorað. Guðmundur Guðmundsson gulltryggði sigur Víkings 29 sekúndum fyrir leikslok. Þróttur hafði vissulega fengið tækifæri til að jafna í 17—17. Fékk víti en Kristján Sigmundoson, frábær mark- vörður Víkings, varði frá Sigurði Sveinssyni. Víkingar fengu knöttinn. Baráttan gífurleg og Páll Björgvinsson átti skot framhjá Þróttarmarkinu. Sama skeði hinum megin, þegar Jens Jensson reyndi að brjótast inn úr horn- inu. Rúm mínúta eftir og Víkingar fóru sér að engu óðslega þar til Guðmundur hinn eldfljóti brauzt í gegn og skoraði. Rólegt í f yrri hálfleik Leikurinn fór rólega af stað og allan fyrri hálfleikinn voru Víkingar talsvert frá sinu bezta — talsvert frá þeim leikj- um, sem þeir hafa að undanförnu sýnt í Reykjavíkurmótinu. Mótstaðan var Einar með FH Einar Bollason landsliðsþjálfari í körfuknattleik hefur síður en svo lagt skóna á hilluna. í vetur mun hann leika með iiði FH i 2. deild ásamt fleiri kenn- urum úr Flensborg og reynsla hans kemur nýliðunum vafalítið i góðum notum. -VS. líka miklu meiri. Vörn Þróttar þétt fyrir og í markinu var Sigurður Ragnarsson mjög snjall. Ef Þróttur nær þessum varnarleik og markvörzlu í Evrópuleiknum á leiðin í 2. umferð að vera greið. Víkingur skoraði fyrsta markið. Þróttur jafnaði ekki fyrr en á 8. mín. 1 — 1. Síðan 2—2 en Víkingur komst i 4—2 og lengi vel var oftast tveggja marka munur Víkingum í hag, 7— 5, þegar sex mín. voru eftir af hálf- leiknum. En þá hljóp allt í baklás hjá Víkingsliðinu. Þróttur skoraði þrjú síðustu mörkin í hálfleiknum. Komust í 8— 7 á 28. mín. í fyrsta skipti sem þeir Páll Björgvinsson skorar fyrir Viking úr hraðupphlaupi f gærkvöld. Átti stór- leik með liði sinu. DB-mynd S. voru yfir. Víkingur fékk víti en skot Páls lenti í stöng. í byrjun s.h. jafnaði Árni Indriðason í 8—8 og Jens og Jón Viðar Sigurðsson svöruðu fyrir Þrótt, 10—8. Víkingar jöfnuðu fljótt 10—10. Þróttur komst aftur yfir með marki Páls Ólafssonar. Jafnt síðan 12—12 og Sigurður Sveins kom Þrótti í 13—12 á 43.; mín. Það var í síðasta sinn, sem Þróttur hafði yfir. Víkingar skoruðu næstu fjögur mörk. Komust í 16—13 og þá loks virtist sigurinn blasa við íslandsmeist- urunum. En Þróttur gaf ekki eftir. Minnkaði muninn í 16—15. Þáskoraði Sigurður Gunnarsson sitt annað glæsi- mark fyrir Víking i leiknum og eftir það var mikill darraðardans á fjölum Laugardalshallarinnar eins og áður er lýst. Markvarzla Kristjáns og Sigurðar var aðall þessa leiks og varnarleikurinn yfirleitt mjög góður. Sóknarleikur Víkings ekki beittur lengi vel og munaði þar mestu að Þorbergur Aðal- steinssonar náði sér.ekki á strik i sókn- inni. Páll Björgvinsson hins vegar óstöðvandi og skoraði nær öll mörk Víkings i fyrri hálfleik. Sigurður Gunnarsson er greinilega að ná sér á strik og skoraði mjög þýðingarmikil mörk fyrir Víking. Árni klettur í vörn- inni, þeir gerast þar ekki betri hér. Þróttar-liðið var nú mun jafnara en oftast áður, ekki allt byggt á Sigga Sveins og Páli Ólafssyni og í heild var þessi leikur liðsins miklu betri en Evrópuleikurinn við Kristiansand sl. sunnudag. Liðsheildin mun betri en áður. Siggi og Palli ógnuðu þó mest eins og áður en Sigurður markvörður var bezti maður liðsins. Mörk Víkings skoruðu Páll Bj. 8 , Steinar Birgisson, Þorbergur, Sigurður og Guðmundur tvö mörk hver, Árni og Ólafur Jónsson eitt hvor. Siggi Sveins var markhæstur leikmanna Þróttar með 5/2, Páll Ól. 3, Gunnar Gunnars- son 3/2, Jens og Jón Viðar tvö hvor og Ólafur H. Jónsson eitt. Dómarar Gunnlaugur Hjálmarsson og Karl Þórðarson. Þróttur fékk 5 víta- köst, fjögur nýtt, Vikingur eitt, sem ekki nýttist. Tveimur leikmönnum Þróttar vikið af velli, Gunnari og Páli. Þremur úr Víking, Þorbergi, Ólafi og Guðmundi. Brottrekstur Ólafs vakti furðu. Ekkert flautað og Ólafur rekinn út af fyrir að taka knöttinn upp og reynamarkskot. -hsím. GÓD BYRJUN HJÁ KR —f jögur stig úr tveimur Kanalausum leikjum KR hefur nú náð sér í gott veganesti í tveimur fyrstu leikjum úrvalsdeildar- innar. Útlendingslausir sigruðu þeir ÍS í gærkvöldi, 76—69 eftir framlengingu. Þegar aðeins 15 sek. voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan 64—60 KR í vil og sigurinn blasti við. Gísli Gíslason skoraði úr vítaskoti, 64—61, Bjarni Gunnar náði knettinum strax undir körfu KR og skoraði, brotið á honum í skotinu. Bjarni fékk þvi eitt vítaskot á siðustu sekúndunni og gamli maðurinn brást ekki, jafnt 64—64 og því framlengt. Fyrri hálfleikur var lítið augnayndi. Stúdentar náðu strax forystu og voru komnir í 27—11 eftir 13. mín! Ellefu stig KR á 13 mín. segir sína sögu, aðeins Kristján og Ágúst hittu í körfuna á meðan ÍS jók forystuna jafnt og þétt. Þá kom trompið hjá Stewart Johnson, þjálfara KR. Hann tók Jón Sigurðsson út af og setti hinn 17 ára gamla Pál Kolbeinsson (Páls- sonar) inn á. Þvílík breydng! KR tók að saxa á forskotið og í hálfleik var aðeins 4 stiga munur, 31—27, ÍS í hag. En hálfleikurinn var afar slakur og það var öllu skemmtilegra að fylgjast með Val Brazy, Fram, leika sér með knött- inn í hléinu. KR jafnaði í fyrsta sinn i leiknum á upphafsmínútum síðari hálfleiks, 31 — 31, með körfum Kristjáns og Birgis. ÍS komst í 39—31 en KR minnkaði mun- inn á ný. Jón Sig. kom inn á að nýju á 6. mín. hálfleiksins og á 10. mín. skoraði hann sína fyrstu körfu. Hann kom jafnframt KR yfir í fyrsta sinn með þeim stigum, 44—43. Það sem eftir var leiktímans mátti vart á milli sjá hvort liðið hefði betur og lokamínút- unum hefur þegar verið lýst. Fyrsta mínúta framlengingarinnar var afdrifarík fyrir ÍS. Gísli Gíslason fór út af með 5 villur og Ágúst Líndal skoraði 3 stig fyrir KR. Dennis McGuire náði tvívegis að minnka mun- inn niður í eitt stig en Garðar skoraði tvær síðustu körfur KR, þá seinni 5 sek. fyrir leikslok. Það var ekki sízt „endurfæðing” Jóns Sig. sem færði KR sigur í leiknum. Hann skoraði 16 stig eftir að hann sneri til leiks á ný. Páll Kolbeinsson var geysisterkur í sókn og vörn, gífurlegt efni þar á ferð. Kristján vex með hverjum leik, hirðir mikið af fráköstum, en vítanýting hans var slæm. Hinn T6 ára gamli ungliriga- landsliðsmaður, Birgir Mikaelsson lék mjög vel og skoraði þýðingarmikil stig. Geir Þorsteinsson lék nú með KR að nýju, kom lítið inn á og er greinilega í lítilli æfingu. Dennis McGuire hóf leikinn hálf haltur en náði sér samt ágætlega á strik í síðari hálfleik. Gísli var bezu maður ÍS framan af ásamt Árna en síðan dofnaði yfir honum. Bjarni Gunnar stóð fyrir sínu og reynsla hans var Stúdentum dýrmæt í lok hins venjulega leiktima. Stig KR: Kristján Rafnsson 21, Jón Sigurðsson 16, Ágúst Líndal 14, Garðar Jóhannsson 9, Birgir Mikaels- son 8, Páll Kolbeinsson 4, Bjarni og Eiríkur Jóhannessynir 2 hvor. Stig ÍS: Dennis McGuire 31, Bjarni Gunnar 15, Gunnar Thors 10, Gísli Gíslason 9, Árni Guðmundsson 4. Dómaramálin verður að bæta Enginn dómari mætti til leiks. Stefán Kristjánsson kom til að horfa á og fékkst til að dæma og náð var í Val Brazy til að dæma á móti honum. Eftir leikinn var Stefán mjög óánægður, taldi frammistöðu KKÍ til skammar og kvaðst ekki myndu dæma aftur á vegum KKÍ. Það dróst því um hálftíma að leikurinn gæti hafizt og slíkt má ekki endurtaka sig. Vonandi er hér um undantekningu að ræða, annað yrði körfuknattleiknum ekki tíl framdrátt- ar. Þeir Stefán og Val dæmdu mjög vel framan af en í siðari hálfleik tókst þeim ekki að halda nógu góðri stjórn á leikn- um og mikill hití var í mönnum á tíma- bili. Ekki er mikið hægt að sakast við þá, þeir voru að gera góðverk, eins og Stefán sagði. Leiðinlegt þegar menn eru með skítkast út i menn sem bjarga málum fyrir þá eins og Stefán og Val gerðu. -VS. Guðmundur Guðmundsson innsiglaði sigur Víkings nokkrum sekúndum fyrir leikslok en í atvikinu á myndinni að ofan tókst honum ekki að skora hjá Sigurði Ragnarssyni, bezta manni Þróttar i leiknum. DB-mynd S. „Allar líkur á að ég taki tilboði Fortuna” —segir Pétur Ormslev en f orráöamenn Fram lögðust gegn því „Það eru allar líkur á að ég taki tilboði Fortuna Diisseldorf þó forráða- menn knattspyrnudeildar Fram séu á móti því. Maður er að minnsta kosti kominn út ef ég tek þessu — og ég held ég þori ekki að sleppa þessu tækifæri. Það skýrist nánar síðar i dag,” sagði Pétur Ormslev, landsliðsmaður í Fram, þegar DB ræddi við hann í gær. „Það er hugsanlegt að ég fari til Dússeldorf í fyrramálið, laugardags- morgun — ég er að bíða núna eftir símtali við Þýzkaland”, sagði Pétur nú rétt fyrir hádegi. Viðræður Péturs og umboðsmanns hans, Willie Reinke, við forráðamenn Fram í fyrrakvöld leiddu ekki til neinnar niðurstöðu. Forráðmenn Fram lögðust gegn drögunum að samningi Péturs. Töldu að hann og þá um leið Fram fengi ekki nóg í sinn Pétur Ormslev. hlut. Mun minna en til dæmis Atli Eðvaldsson og Magnús Bergs fengu þegar þeir gerðu samninga sína við Borussia Dortmund. Einnig mun minna en Janus Guðlaugsson fékk, þegar hann gekk til liðs við Fortuna Köln. Staðfestar tölur í sambandi við samninga þessara manna liggja þó ekki á lausu. Þó að forráðamenn hafi lagzt gegn samningnum eins og hann lá fyrir vilja þeir þó á engan hátt hindra Pétur í að gerast atvinnumaður hjá Fortuna. Síður en svo — það er á valdi leik- mannsins. DB hefur frétt á skotspón- um að Fortuna hafi boðið Pétri 200 þúsund vestur-þýzk mörk fyrir samning til tæpra tveggja ára. Siðan verður hann svo á kaupi og alls kor.ar bónusum. Þess má geta, að fyrir nokkru var skýrt frá því i vestur-þýzka stórblaðinu Bild að Pétur mundi ger- ast atvinnumaður hjá Fortuna. Blaðið nefndi þá töluna 100 þúsund mörk en gatekki um samningstíma. -hsim. 1. deildin ísænska handboltanum: „ANDRÉS BEZTI MAÐUR HJÁ GUIF’ -segirSydsvenska Dagbladet „íslendingurinn Andrés Kristjánsson var ákaflega hreyfanlegur og átti mjög góðan leik,” segir Sydsvenska Dag- bladet i gær um leik Andrésar með sænska 1. deildar handboltaliðinu Guif gegn Ystad. Blaðið nefnir Andrés sem bezta mann Guif auk þess sem hann var markahæsti maður liðsins með sex mörk. Það dugði Guif þó ekki til sigurs því Ystad sigraði með 26:21. Eftir tvær umferðir i sænsku 1. deildinni eru Kroppskultur, Frölunda og Drott efst og jöfn með fjögur stig. Guif hefur tapað báðum leikjum sínum. í annarri deildinni átti annar íslendingur stórleik — þaö var Árni Hermannsson sem var markahæstur í liði Malmö FF. Hann skoraöi niu mörk en engu að síður tap- aði lið hans fyrir Olympia með 25:27. -GAJ, Lundi. Andrés Kristjánsson í leik með Haukum gegn FH og það er enginn annar en Þórarinn Ragnarsson á Mogg- anum sem hann hefur komizt fram hjá.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.