Dagblaðið - 10.10.1981, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981.
BIAÐIÐ
Útgefandi: Dagblaflið Kf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónos Kristjónsson.
Aflstoflarritstjóri: Haukur Helgason. FióttastjóH: Ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal.
íþróttir Hallur Símonarson. Aðstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hiimar Karisson.
Blaflamonn: Anna Bjamason, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefáns-
dóttir, EHn Albortsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Jóhanna Þráinsdóttir,
Kristján Már Unnarsson, Lilja K. Möller, Ólafur E. Friflriksson, Sigurður Sverrisson, Víflir Sigurflsson.
Ljósmyndir Bjamleifur Bjamlotfsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson,
og Sveinn Þormóflsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Auglýsingastjóri: Ingótfur P. Steins-
son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 línur).
Setning og umbrot Dagblaðifl hf., Síðumúla 12.
Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10
Áskriftarverfl á mánufli kr. 85,00. Verð f lausasölu kr. 6,00.
Hvaöa Sjálfstæöisflokkur ?
Fylgi hefur stöðugt safnazt um Sjálf-
stæðisflokkinn síðan kosið var til þings
fyrir tæpum tveimur árum. Skoðana-
könnun Dagblaðsins nokkrum mán-
uðum eftir kosningarnar sýndi, að rúm
43 prósent þeirra, sem tóku afstöðu,
töldu sig sjálfstæðismenn. Þetta hlutfall hækkaði
síðan í 46 prósent og hélzt þannig í þremur skoðana-
könnunum Dagblaðsins. Nú hefur það enn aukizt hlut-
fallslega, svo að hreinn meirihluti þeirra, sem tóku af-
stöðu í síðustu skoðanakönnun, segist styðja Sjálf-
stæðisflokkinn. Enhvaða Sjálfstæðisflokk?
í skoðanakönnunum skipa sér um Sjálfstæðisflokk-
inn jafnt stjórnarsinnar sem stjórnarandstæðingar,
Geirsmenn, Gunnarsmenn, Albertsmenn og aðrir. At-
burðir síðustu daga undirstrika enn, að mikið djúp er
staðfest milli armanna í Sjálfstæðisflokknum. Deil-
urnar virðast munu harðna í stað þess að þær lægi.
Þess vegna verður ekkert um það fullyrt, að Sjálf-
stæðisflokkurinn geti fengið hreinan meirihluta í þing-
kosningum. Skoðanakannanirnar sýna, að sívaxandi
hluti þeirra, sem á annað borð taka afstöðu, telur sig
,,sjálfstæðismenn” með hinum margvíslegu formerkj-
um. Þarna er mislitur og sundraður hópur saman
kominn.
Þetta kemur glöggt í ljós af ummælum, sem margir
láta fylgja svörum sínum við spurningunni: Hvaða
stjórnmálaflokk styður þú um þessar mundir? Margir
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins leggja áherzlu á,
að þeir vilji hafa flokkinn óskiptan, en margir eru þeir
einnig, sem undirstrika stuðning sinn við armana.
Meðan einn stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir
andstöðu sinni við forsætisráðherra og stefnu hans,
segir annar frá andstöðu sinni við formann Sjálf-
stæðisflokksins og stjórnarandstöðu hans.
Óákveðnum hefur fjölgað, síðan Dagblaðið gerði
skoðanakönnun í maí síðastliðnum. Þeir eru nú tals-
vert meira en þriðjungur. Þetta talar sínu máli um
stöðuna í stjórnmálunum. Geysistór hluti landsmanna
getur á þessari stundu ekki gert upp hug sinn um
stuðning við neinn af stjórnmálaflokkunum. Þessi
mikli fjöldi óákveðinna eykur enn óvissuna.
Skoðanakönnunin sýnir einnig tap hjá Alþýðu-
bandalagi og Alþýðuflokki samanborið við könnunina
í maí.
Alþýðuflokkurinn virðist nú hafa misst helminginn
af þeim stuðningi, sem hann hafði í síðustu kosning-
um. í þingkosningunum 1979 naut Alþýðuflokkurinn
mjög góðs af „leiftursókn” Sjálfstæðisflokksins, sem
hrakti stóran kjósendahóp í fangið á Alþýðuflokknum
síðustu vikur kosningabaráttunnar. Síðan hefur flest
gengið á móti alþýðuflokksmönnum, meðal annars
sundrung í flokknum. í skoðanakönnunum Dagblaðs-
ins hafði Alþýðuflokkurinn lengi 10—11 prósent. Nú
fer fylgið niður fyrir 9 prósent, enda hefur sundrungin
í flokknum magnazt og vakið mikla athygli þjóðar-
innar síðustu mánuði.
Skoðanakönnunin sýnir, að fylgi leitar frá Alþýðu-
bandalaginu yfir í raðir óákveðinna. Við þá tilfærslu
hækkar að sjálfsögðu hlutfall sjálfstæðismanna meðal
hinna, sem ekki eru óákveðnir.
Þetta sýnir leiða kjósenda Alþýðubandalagsins. Sá
flokkur hefur að undanförnu í vaxandi mæli komið
fram sem kerfisflokkur, en ekki flokkur launþega.
Alþýðubandalagsmenn birtast gjarnan í líki hinna
íhaldssömu, sem standa gegn kjarabótum. Þeir koma
fram sem flokkur ríkiseinokunar í útvarpsrekstri,
meðan mikill hluti landsmanna er að tengjast kerfi
myndbanda. Þeir láta á sér bera sem bitlingaflokkur í
stöðuveitingum. Kjósendur þeirra þreytast.
... —r.....
Svíar f engu „f aðir vorið” í nýrri útgáf u:
ELUUFEYRISÞEG-
INN VARD Á UNDAN
ÞÝDINGARNEFNDINNI
—Tvær nýjar biblíuþýðingar komu út í Svíþjóð með
nokkurra daga milíibili
Aðeins rúmum hálfum mánuði
eftir að hin nýja íslenzka biblíuútgáfa
kom á markað á íslandi var gefin út í
Svíþjóð ný biblía og ekki aðeins ein
heldur tvær. Aðeins með nokkurra
daga millibili sáu tvær nýþýðingar
dagsins ljós hér í Svíþjóð. 1 báðum
tilfellum var þó aðeins um að ræða
nýjar þýðingar á Nýja testamendnu.
Gamla testamentið er því enn i sömu
mynd og það var gefið út árið 1917.
Fjölmiðlar
áhugasamir
Það hefur vakið athygli mína
hversu rækilega hefur verið frá þessu
skýrt í fjölmiðlum hér þar sem Svíar
hafa verið við flest annað fremur
kenndir en mikinn trúaráhuga á síð-
ustu árum. Hin mikla biblíuumræða í
fjölmiðlum hér að undanförnu er af
ýmsum talin vísbending um að á
þessu sé nú að verða breyting.
Bo Giertz með Nýja testamentið sitt.
Hann var sjötíu ára gamall þegar hann
hófst handa við þýöinguna og lauk
henni á aðeins sjö árum.
Búskaparhreytur
að haustdögum
Ef litið er til almennrar þjóðmála-
amræðu liðinna ára má segja að
fleira hafi þar verið af marklausu
fjasi byggðu á lítilli þekkingu en vit-
rænum umræðum um viðfangsefni.
Út yfir taka oft lesendabréf ýmiss
konar sem mjög hafa færzt í vöxt í
dagblöðum og eru að miklum meiri
hluta svo ómerkileg lesning að furðu
sætir hjá svo gáfaðri þjóð og vel
menntaðri (eða viljum við ekki kall-
ast það?)
En fleiri hafa þar lagt orð i belg,
sem betur ættu að vita, allt til kjall-
aragreina og leiðara þar sem úir og
grúir af órökstuddum fullyrðingum
og sleggjudómum sem þó virðast
síast inn í fólk undir formerkinu:
Ætli eitthvað sé nú ekki til í þessu?
Og víst er svo oft þó 90% séu helber
uppspuni eða þaðan af verra.
Einstaka stjórnmálamenn hafa jafn-
vel slegið í gegn með slikum 90%
blekkingum huldum í hrikalegum
kjafthætti með siðgæðis- og sann-
leiksstimpli í bak og fyrir — vel að
merkja eigin stimpli — Nöfn eru hér
óþörf.
Víst er það svo að erfítt er að rata
hinn gullna meðalveg sanngirni og
réttsýni og vej. veit ég að mörgum
fmnst sem undirritaður tilheyri þeim
hópi sem þar verður æði oft illilegur
fótaskortur. Ekki skal því neitað
heldur og engin tilraun gerð til neins
þvottar i þeim efnum.
Landbúnaðar-
málin
En einn málaflokkur er það þó,
sem ég hefi oft undrazt af hve
miklum ókunnugleika, ósanngirni og
blindu hefur verið um fjallað af alltof
mörgum, og það eru Iandbúnaðar-
mál okkar. Ef draga ættí saman og
finna niðurstöður af því versta, sem
þar hefur komið fram, þá væri hún
eitthvað á þessa leið: Landbúnaður er
af hinu illa, óþörf iðja með öllu,
bændur eyðsluklær og ómagar,
framleiðsla þeirra engum bjóðandi,
verðmætin minni en engin, atvinnu-
tækifæri í kringum greinina hvergi
sjáanleg og svo mætti áfram halda.
Það væri að æra óstöðugan að elt-
ast hér við enda hafa bændur og búa-
lið blessunarlega látið þetta sem vind
um eyru þjóta en þess í stað haldið
áfram að erja jörðina og færa okkur
þannig einhver beztu matvæli sem
kostur er, dýrmæt hráefni til
vinnslu, þar sem þúsundir hafa af
Kjallarinn
Helgi Seljan
framfæri og skila ótöldum millj-
örðum í þjóðarbúið, jafnt til innan-
landsneyzlu sem útflutnings.
Og þegar að þessum staðreyndum
fengnum upphefst spurningakórinn:
Er þá ekkert sem betur mætti fara í
greininni? Er þá ekki útflutnings-