Dagblaðið - 10.10.1981, Page 16

Dagblaðið - 10.10.1981, Page 16
16 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981. Viðburðarík torfærukeppni á Akureyri: Buðu upp á óvenjulegar og erfiðar brautir ökuþórarnir Sigurður Baldvinsson og Bergþór Guðjónsson deildu meö sér sigrinum í torfærukeppni á Akur- eyri. Hún var haldin á sunnudaginn var og þótti takast ágætlega í flesta staði. Með árangri sínum tryggði Bergþór sér þar með íslandsmeistara- titilinn í torfæru. Alls tóku sex manns þátt í keppn- inni. Þeir þurftu að aka sjö brautir sem voru vel lagðar og skemmtilegar. Þar af var ein tímabraut. Hún gaf flest stig þannig að ökumennirnir urðu að leggja sig alla fram á henni. Þeir óku tímabrautina tvisvar og var betri tíminn látinn gilda. Á ýmsu gekk hjá þátttakendunum. Á fyrstu brautinni sporðreistist jeppi Bergþórs. Hann fékk aðstoð við að velta honum á réttan kjöl að nýju og hélt að því búnu áfram keppni eins og ekkert hefði í skorizt. Þetta var eina stóra óhappið sem Bergþór varð fyrir í allri keppninni. Hann ók mjög vel og var áberandi yfirvegaðasti öku- maðurinn af þeim sex sem reyndu meðsér. Sigurður Baldvinsson var nasrri þvf lentur fram yfir sig á timabrautinni. Honum tókst þó að halda jeppa sinum á hjólunum. X. / 3? * v." Sigurvegaramir mefl bikarinn sem þeir hlutu afl launum. Þeir œtla að skiptast á afl geyma hann, hálft árifl hvor. Af öðrum skakkaföllum má nefna að á þriðju brautinni, þrælbrattri brekku, losnaði spindill í jeppa Halldórs Jóhannessonar með þeim afleiðingum að hann missti hægra framhjólið undan. Talsvert illa gekk að ná bílnum af brautinni. Jarðýta sem átti að draga hann burt gróf sig niður og festist. Allt fór þó vel að lokum. Þá braut Ólafur Gröndal framöxul á fjórðu braut sem var ákaflega þýfð. Það óhapp háði honum talsvert það sem eftir var keppni. Á tímabrautinni fékk hann síðan viftuspaða í vatns- kassann og var þar með úr leik. Þetta var fyrsta torfærukeppnin sem Ólafur tók þátt í. Ýmislegt fleira gekk á á tímabraut- inni. Til dæmis varð Guðmundur Gunnarsson að hlaupa í mark í fyrri umferðinni. í sömu umferð var jeppi Sigurðar Baldvinssonar næstum því farinn fram yfir sig. Sjöunda og síðasta brautin var talsvert upp á við og ofan í stóran drullupoll. Engum tókst að komast alla leið yfir pollinn. Afturhjólin á bíl Bergþórs voru þó aðeins eftir er hann gafst upp. f heildina séð þótti torfærukeppnin á Akureyri takast vel. Hún hófst á nákvæmlega réttum tíma, sem mun vera nær einsdæmi í þessari bíla- íþrótt. Nokkurt pat var þó á mönnum þegar þeir áttu að draga jeppana upp úr drullupollinum á sjö- undu braut. Einnig tafði það nokkuð keppnina þegar reynt var að draga jeppa Halldórs á þriðju braut. -ÁB/ÁT Þafl gekk á ýmsu i torfœruaksturskeppninni á Akureyri. Hár dundar Guð- mundur Gunnarsson sár vifl afl koma bíl sinum upp úr pollinum stóra. Ólafi Gröndal, sem ók Jeopster '69, vegnafli ekki vel í keppninni. Fyrst braut hann framöxul og siflar fór viftuspafli í gegnum vatnskassa hans. Á fyrstu braut keppninnar sporðreistist Willys-jeppi Bergþórs Gufljónssonar... ... og fór á hvolf. Bergþór haffli snör handtök vifl afl koma honum á réttan kjöl og hélt siflan áfram keppni. DB-myndir Árni Bjarnason. Úrslitin í torfœrukeppninni á Akureyri urflu sem hér segir: Sæti Keppandi Tegund Stig 1.-2. Bergþór Guðjónsson Willys '46 (m. Volvo Turbo vél) 1640 1.-2. Sigurður Baldursson Willys '55 (m. 283 Chevy vél) 1640 3. Guðmundur Gunnarsson Willys þ64 (m. 340 Chrysler vél) 1450 4. Sigursteinn Þórsson Willys '71 (m. 401 AMC vél) 1390 5. Halldór Jóhannesson Willys '72 (m. 401 AMC vél) 795 6. Ólafur Gröndal Jeepster '69 (m. 350 Buick vél) 685 Allir keppendurnir voru frá Akureyri utan Bergþór sem er úr Rangárvallasýslu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.