Dagblaðið - 10.10.1981, Síða 24

Dagblaðið - 10.10.1981, Síða 24
Fríörik Sophusson sækist eftir varaformannsembætti íSjálfstæðisflokknum: „Nýt stuðnings bæði meðal yngri og eldri flokksmanna" Friðrik Sophusson alþingismaður lýsti því yfir á fundi stjórnarand- stöðuþingmanna Sjálfstæðisflokks- ins í gær að hann gæfi kost á sér í varaformannskjör á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins síðar í þessum mánuði. Tilkynning þessa efnishefur legið í loftinu eins og fram kom í Dagblaðinu í gær. „Ég hef fundið fyrir því að undan- förnu að ég á talsverðan stuðning, bæði yngri og eldri sjálfstæðis- manna,” sagði Friðrik í samtali við DB að loknum fundinum í gær. Ekki liggja fyrir framboð annarra en Friðriks í varaformennskuna en auk hans hefur Matthías Bjarnason al- þingismaður einna helzt verið nefnd- ur. Matthías var ekki á þingflokks- fundinum í gær. Friðrik Sophusson er tæplega 38 ára gamall. Hann er lögfræðingur frá Háskóla íslands en á háskólaárum sínum var hann formaður Vöku, félags lýð.ræðissinnaðra stúdenta. Árið 1969 var hann kosinn í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins og for- maður Sambands ungra sjálfstæðis- manna var hann á árunum 1973—77. Hann hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1978 og m.a. verið í fjárveitinganefnd. Vitað er, að Friðrik sækir fylgi sitt til ungra sjálfstæðismanna og miðju- manna í flokknum. Hann á vísan stuðning formanna Heimdallar og SUS, auk þeirra Þorsteins Pálssonar og Jóns Magnússonar. Friðrik var einn þeirra manna er börðust fyrir opnu prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins á sínum tíma. Á full- trúaráðsfundi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í fyrrakvöld greiddi hann atkvæði gegn breytingartillögu Jónasar Elíassonar prófessors um takmarkað prófkjör. Sú tillaga náði fram að ganga eins og fram kom í DB igær. Kona Friðriks er Helga Jóakims- dóttir hárgreiðslumeistari. -JH. Kafað í Tjömina og þreifað með ámm — reiðhjólá vakar- foarmiþótti að vonum grunsam legummerki Það leit sannarlega illa út að sjá reiðhjól á barmi vakar í ísi lagðri syðri Tjörninni í Reykjavík, i króknum við Skothúsveg. Kona sem þarna átti leið um gerði lögreglunni viðvart og sömu- leiðis maður sem ók eftir Skothúsvegi, sá hjólið og dreng á bakkanum en litlu síðar aðeins hjólið og vökina. Lögreglumenn þustu á staðinn með gúmbát og til var kvaddur Eiríkur Beck lögreglumaður sem jafnframt er frosk- kafari. Hann braut ís á stóru svæði og kannaði botninn en fann ekkert grun- samlegt. Þótti fullkannað að enginn hefði fallið í vatnið. Síðar kom í ljós að þessu reiðhjóli hafði verið stolið nóttina áður og senni- lega kastað þarna út á ísinn að lokinni notkun. Telja menn líklegt að hjólið hafi þá brotið vök í ísinn. -A.St. JAN MAYEN-SAMKOMULAGK) UNDIRRITAD í MÁNUDINUM? ,,Ég er náttúrlega ánægður. Þetta er búið að vera lengi á döfinni. Ég átti von á þessu en vonir geta brugð- izt,” sagði Ólafur Jóhannesson utan- ríkisráðherra í tilefni yfirlýsingar sem hinn nýi utanríkisráðherra Noregs, Svenn Stray, gaf í gær um að hann væri reiðubúinn til að undirrita sam- komulagið sem íslendingar og Norð- menn gerðu um landgrunnið við Jan Mayen. Ólafur Jóhannesson mun hitta utanríkisráðherra Noregs að máli í Osló 22. október nk. er hann fer þangað með Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, i opinbera heimsókn. Er búizt við því að frá samkomulag- inu verði endanlega gengið á þeim fundi. Sem kunnugt er vildi stjórn norska Jafnaðarmannaflokksins bíða fram yfir kosningar með að undirrita sam- komulagið ef ske kynni að ný stjórn tæki við völdum sem hefði aðrar skoðanir á samkomulaginu. Ný stjórn hefur nú komizt til valda en hún virðist hafa sömu afstöðu til samkomulagsins og sú fyrri. jy frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR10. OKT. 1981. Átta hand- teknir vegna fíkniefnamáls — málið mjög umfangs- mikið en óljóst um heildarmagn Enn eitt stórmálið á sviði fíkniefna er nú í rannsókn hjá fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík. Gísli Björnsson deildarstjóri varðist allra frétta í gær- kvöldi, kvað rannsókn á byrjunarstigi. Að sögn Gísla voru sjö menn hand- teknir i Reykjavik í fyrrinótt vegna málsins og sá áttundi i gærdag. Sagði Gísli að ekki yrði ákveðið fyrr en í dag (laugardag) hverra gæzluvarðhaldsúr- skurða yrði krafizt. Gisli kvað enn óljóst hve mikið magn kannabisefna væri um að ræða hér en málið væri umfangsmeira, þ.e.a.s. snerti fleiri en ýmis af síðustu stærri málum sem fengizt hefur verið við. —A.St. Vallarsvæðið minnkað Samningsbundið varnarsvæði NATO hefur verið minnkað. Hefur verið ákveðið að tunga sú sem gengur úr Keflavíkurflugvelli og klýfur byggð- ina á bæjarmörkum Keflavíkur og Njarðvíkur verði tekið úr umsjá varn- arliðsins og afhent fyrri eigendum á ný, að ósk utanríkisráðherra. Á svæði þessu er ekkert nema olíu- leiðsla og verður hún þakin. Vallargirð- ingin, sem afmarkar svæðið, verður færðofar. Svæði þetta er innan bæjarmarka Njarðvíkur en er í eigu einstaklinga. -KMU. Áskrifendur DB athugið Vinningur t þessari viku er Ot- sýnarferð til St. Petersborg beach með ferðaskrifstofunni Otsýn, Austurstrœti 17, Reykjavtk, og hefur hann verið dreginn út. Nœsti vinningur verður kynntur í blaðinu ú mánudaginn. Nýir vinningar verða dregnir út vikulega nœstu mánuði. Feröaskrifstofan kÚTSÝIMi hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.