Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Blaðsíða 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR barst hægt en viðstöðulaust út fyrir tangaoddann. Nú hvarf Háibær — nú hurfu bæði Naust og Vogur — nú hvarf kaupmannshúsið — nú hvarf húsið hans pabba-----------. Rauða skemman og slátuhhúsið hurfu hægt og hægt, eins og tanginn væri á hreyfingu og sigldi í veg fyrir þorpið. Þá var allt horfið, sem hún hafði séð af þessari veröld, nema sjálft Skarfafjallið. Svona langt hafði hún aldrei komið, aldrei séð tangann þessum megin. Skarfafjallið var líka í bann veginn að snúa að henni nýrri hlið. Það var henni líka alveg ljóst, að hana var að reka til hafs og, að myrkur fór í hönd. Þá fór hún að gráta og biðja. Hún bað til guðs- móður. María guðsmóðir var sú eina af öllu fólkinu á himnum, sem hún hafði ekki ótta af. Drottinn var grimmur og vægðarlaus og hefndi sín á afkomend- um óvina sinna langt fram í ættir, alsaklausum. Prelsarinn átti það líka til að vera strangur. Hann skipaði mönnum að yfirgefa konu sína og börn og fylgja sér. Þáð má svo sem nærri geta, hvernig afkoman hefur orðið á þeim heimilum. Postularnir voru hrokafullir og nöldrunarsamir og voru að þræta um það sín á milli, hver þeirra væri mestur maður. En María, móðir Jesú, var ólík þeim öllum. Hún hafði ekki' hörð orð við nokkurn mann. Það var ómögulegt að vera feiminn við hana, þar sem hún sat í fjárhúsinu, róleg og þolinmóð og var að hlúa að barninu sínu. Og ekki sagði hún óstillingarorð, þegar engillinn vakti þau hjónin um hánótt og skip- aði þeim að flýta sér til Egiptalands með bamið. . 1 'í ‘ Þess vegna sneri litla stúlkan bæn sinni til guðs- móður, og talaði við hana eins hátt og röddin leyfði. Hún hugsaði sér að María sæti þarna á þóftunni fyrir framan hana, með snjóhvítt sjal á herðunum og geislabaug um höfuðið. ,iElsku, góða, María guðsmóðir, hjálpaðu mér!“ hvíslaði hún hás. „Eg drukkna! Eg skal gera allt, 'sem þú segir mér. Hvað viltu, að ég geri?“ Hún þagnaði og gerði sér í hugarlund, hverju María mundi svara: „Vertu hlýðin við hana mömmu þína, og alla, sem eiga að ráða yfir þér“, sagði María. „Já, já! Eg er oftast hlýðin. Eg hljóp samt út áðan, þegar ég átti að þvo gólfið. En ég skal vera hlýðin eftir þetta. Á ég ekki að gera eitthvað fleira? Eg vil vinna svo mikið tíl að fá að lifa. Eg vil allt til vinna“. 179 „Þú mátt ekki klaga, þegar einihver cr vondur við þig“, sagði María. „Mér dettur ekki í hug.að klaga. Eg græði ekkert á því. Mamma anzar því ekki. En hún hælir mér fyrir að klaga ekki. Eg hlýt að verða að vinna eitt- hvað meira til. Það er um lífið að tefla — lífið!“ hljóðaði hún svo kverkarnar urðu logsárar. „Gefðu einhverri fátækri stúlku sparikjólinn þinn“. sagði María. ^Mér er alveg sama um kjólinn!" æpti stúlkan hágrátandi. „Heldurðu, að mér sé ekki nóg að eiga sunnudagakjólinn? Heldurðu, að Guð gefi mér líf fyrir svona lítið? Heldurðu að ég vilji ekki allt til vinna? Eg er svo hrædd við að deyja. Eg ----------- Röddin var orðin að hvísli, sem hún heyrði tæpast sjálf. Henni fannst eittihvað vera að þenjast út inn- . an í brjóstholinu. Hún reyndi að kreppa hnefana en gat það ekki. Húmið færðist yfir. Þokubólstrar komu niður fjallaskörðin og-dreifðu sér um hlíðarnar. II. Palli í Nausti gekk hægt niður bryggjuna með 'hendur í vösum. Hann var tæplega meðalmaður á hæð, freknóttur með ljóst hár, sem rauðleitum blæ sló á að framan. Hnakkinn var kúptur og hálsinn grannur. Hann hafði grá, stillileg augu og andlitið var fremur frítt en einkennalaust. Palli í Nausti var i bláum, slitnum buxum og hvítri skyrtu, sem var komin eltthvað til ára sinna líka. Það var gamla spariskyrtan hans. Hann hafði gengið frá borðinu og látið sem hann hefði tann- pínu. En sannleikurinn var sá, að hann hafði ekki matarlyst. Hann hafði nefnilega einu sinni enn séð stúlkuna sína hverfa inn á dal með öðrum manni. Undarlegt var það, að því oftar sem hann sá þau saman, því óbærilegra var það. Hann vandist því ekki. í kvöld hafði honum fundizt hann liggja flatur á jörðinni frammi fyrir öllum heiminum. Þá þvoði hann sér í einhverju ofboði og fór í gömu spari- skyrtuna sína, í stað þess að drekka sig fullan, og ætlaði að bjóða heiminum byrginn. En þegar hann kom að borðinu, gafst hann upp og treysti sér ekki til að sitja kyrr stundinni lengur. Hvað skyldi hann taka til bragðs annað kvöld — kvöldið þar á 'eftir — mörg, mörg kvöld. Fara í hvítu skyrtuna eða —? Þetta varð erfiðara með hverjum degi. Hann kyssti hana í fyrsta sinn eitt sunnudags- kvöld úti í Klettum. Hún lofaði að verða konan

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.