Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Blaðsíða 29
SUNNUDAGUR
205
* Teiknileikur
Gátur
(Eitt karlmannsnafn er í hverri línu).
Einn er þar sem eldar loga.
Annar býr á þiljum voga.
Þriðji vekur ýtum und.
Fjórði er úr flagi skorinn.
Fimmti heim af kletti borinn.
Sjötti trúa senn ber lund.
Sjöundi er aldrei heima.
Áttundi má falinn geyma.
Níundi kom norðri frá.
Er 'tíundi allur þveginn.
Ellefti úr loga sleginn.
Tólfti fjöllum efst er á.
2. Nafnið mitt er í einu starfi lögreglumanna, ef
einn stafur er felldur úr starfsheitinu.
3. Nafnið mitt er eins, hvort sem það er lesið á-
fram eða afturábak (kvenmannsnafn).
4. Músanag ér nafnið mitt, ef einn stafurinn er
felldur burt og hinir færðir til.
5. Hvað er fet á lengd og fet á breidd, en þó ekki
ferhyrnt?
fyrir börnin
i
Öllum Krökkum þykir gaman að teikna. Hér er
teiknileikur, sem þið munuð hafa garnan af. Fáið ykk-
ur býant og byrjið svo á að draga strik frá tölunni
1 að tölunni 2, dragið strik þaðan að tölunni 3, þá
að 4 og síðan áfram, þangað til myndin er fullgerð,
þá fáið þið að sjá hvað þið hafið teiknað.
6. Faðir minn og móðir mín eru menn, og þó er ég
einskis manns son.
7. Hvaða höfuð er heilalaust?
8. Hún kemur óboðin á nóttunni, en hverfur á
daginn þótt enginn steli henni.
9. Hvert er það steinhús, sem gefur af sér regn-
skúr? (Ráðningar á bls. 208).
□
A: „Þegar einhver, .sem ég kæri mig ekkert um,
spyr mig hvar ég eigi heima, svara ég alltaf: ,Fyrir.
utan bæ‘.“
B: „Það er ansi smellið. En hvar áttu í raun og
veru heima?“
A: „Fyrir utan bæinn“.