Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Blaðsíða 4

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Blaðsíða 4
SUNNUDAGUR 18 0 haos og hann lofaði henni því að fara alltaf varlega á sjónum. Mánuðí seinna kom sonur Gríms kaupmanns heim frá útlöndum. Hann hafði verið svo lengi í burtu, að menn voru alveg hættir að tala um hann. Hann var kallaður Jói áður en hann fór. En nú datt eng- um lifandi manni í hug, að kalla hann annað en Jóhannes. Og hann kom heim með einhverja lær- dómsnafnbót í tvennu lagi. Þetta var alveg spánnýr maður. Hann var í frakka og hafði gleraugu. Einn góðan veðurdag kom kærastan hans Palla í Nausti óvenju niðurlút og sagði að þetta hefði nú eiginléga allt verið bamaleikur þeirra á milli. Góður guð! Barnaleikur! Þau, sem voru búin að ákveða hvar húsið þeirra ætti að standa. Það átti að standa í hvamminum fyrir ofan naust, vera með torfveggi á 3 hliðar, framhlið úr timbri og járnþaki. Þar átti að vera eih stofa og eldhús. Og svo geymsla uppi á loftinu. Þetta var allt svona ákveðið. Svo kemur hún og segir, að þetta hafi allt verið barnáleikur, og fer sína leið. Allir vissu, hvað hafði komið fyrir. Unglingarnir sögðu, að þetta væri ljótt. Fullorðna fólkið, sem flest þjáðist af langvarandi uppdráttarsýkí í sam- vizkunni, lagði undir flatt og sagði, að það væri v.on, að stúikan hefði verið á báðum áttum. Páll vissi þetta umtal vegna þess, að stjúpa hans var dálítið. málgefin og sagði honum það. Harm ráfaði niður á bryggju. Það gerði hann oft, þegar hann var í landi, horfði út á sjóinn og hugsaði um dauðann. sem beið niðri í djúpinu eftir þeim, sem hofðu vænt sér of mikils af lífinu en voru ekki menn til að taka því — sagði hann við sjálfan sig. H»nn hafði sagt svo margt við sjálfan sig þessa daga. Hann hafði ekki sofið í tvo sólarthringa, en gat ekki fengið sig til að biðja hvorki lækninn né aðra um neitt við því. Allir mundu óðar vita, hvers vegna hann var andvaka. Það hefðu þeir reyndar gjarnan mátt vita, aðeins ef þeir hefðu ekki sagt þetta — að . stúlkunni væri það vorkunn, þó að hún hefði verlð á báðum áttum. Hánn hugsaði mikið um að drekkja sér, þegar hann var í landi, en aldrei á sjónum. Enda var hahn þá ekki einn. Hann gekk niður bryggjuna. — Annað kvöld — kvöldið þar á eftir — mörg, mörg kvöld — mörg mörg, mörg, mörg, —. Þau komu veltándi hvert yfir annað eins og Öldur utan af hafi. Höfuð hans var þungt og einhver ónot í brjóstinu. Páll leit ósjálfrátt þangað, sem hann hafði sett bát- inn sinn. Hvar var báturinn? Hvar var báturinn? Horfinn! Hann hafði fleygt árunum inn í skurinn, svo að litlir strákar tækju ekki bátinn í leyfisleysi, eins og einu sinni hafði komið fyrir. En hann dró bátinn sjálfan ekki nema aðeins upp 1 flæðarmálið og ætlaði að setja hann lengra upp í fjöruna seinna. Hvar var báturinn? Hann leit út á sjóinn. þar var enginn bátur sjáan- legur, enda sást ekki nema út að Tanganum. Hann hljóp upp að skúrnum. Þar voru árarnar. Þetta benti á, að börn hefðu verið að verki en ekki stálp- aðir strákar. Þeir hefðu annað hvort fundið árarnar eða rænt árunum úr stóra bátnuny sem var ofar 1 fjörunni. Hann hljóp aftur út á bryggjuna, hræddur um að eitt'hvað slys hefði borið að höndum, og skímaði út á sjóinn. Ef til vill mundi barnshöfði skjóta upp einhversstaðar og hann var reiðubúinn að fleygja sér í sjóinn, þó að hann væri ekki syndur. En hann sá ekkert. Ef einhver var í nauðum stadd- ur, þá var það utan við Tangann. Hann hratt stóra bátnum á flot, án þess að hugsa ráð sitt nánar, eins og angist drukknandi manns brynni í æðum hans, og settist undir árar. Hann vissi það vel, að þessi ofsaleg'a hræðsla hans kom af ofþreytu, svefnleysi og hugarkvöl lið- inna sólarhringa, en eigi að síður reri hann eins og hann ætti lífið að leysa. Og eftir örstutta stund var hann kominn út fýrir Tangann og sá út á opinn fjörðinn, eins langt og birtan leyfði Og þarna var bátur. Það.var eins og hann hefði ekki búizt við að sjá bátinn, þrátt fyrir allt, svo bilt varð honum við. Auðsjáanlega var báturinn á reki. En þegar hann kom nær^ sá hann einhverja þústu í honum Grunur hans hafði þá verið t-éttur. Þetta hlaut að vera barn. Enn varð hann hræddur og óttaðist, að þetta væri óviti, sem ekki hefði still- ingu til að sitja rólegur. Hann herti enn róðurinn. Eitt augnablik fannst honum báturinn hverfa og sjórinn verða að hvítri móðu. Þá sleppti hann tökum á árunum andartak, og sá bátinn eðliléga spölkorn framundan. Þetta var þá telpa í bátnum. Hann þekkti hana á glóbjarta hárinu og græna kjólnum. Það var svo fátt fólk í þorpinu. Hann reri hægt síðustu áratogin að bátnum. Framhald á bls. 201.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.