Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Blaðsíða 22
198
SUNNUD AG'UR
Elías Mar:
I X
Rabb um færeyskar bókmenntir
Þegar ég hef und-
anfarið verið að
glugga í bækur, sem
nýbúið er að fly.tja
inn frá Nqrðurlönd-
um, hef ég ekki rek-
izf á eina einustu fi'á
þeirri þjóðinni, scm
næst okkur býr, Fsgr
eyingum. í fyrra
mátti þó sjá hér eina
bók eftir færeyskan
höfund, skáldsöguna
„Blámannavík1*, .ef-tir
Rich B. Thomsen,
sem reyndar var
skrifuð á dönsku.
Ástæðurnar fyrir
því að færeyskar bækur eru svo lítt áberandi tel
ég m. a. vera þessar
1) Bókaútgáfa í Færeyjum er frekar lítil. Þar eru
engin útgáfufélög; það hefur ekki þekkzt, að aðrir en
höfundarnir sjálfir gæfú út bækurnar og jafnvel
dreifðu þeim ■ líka. Eina undantekning.n frá þessu
mun vera sú, að bókmenntafélagið „Varðin“ hefur
gefið út fáeinar bækur.
2) Algengt er að heyra íslendinga tala niðrandi
um færeyskt mál, finnast það leiðinlegt og afbökuð
íslenzka.
3) Að sama skapi og fáar bækur koma út í Fær-
eyjum, er upplag þeirra bóka, sem út koma, mjög
lítið, og þær eru ekki.gefnar út með það fyrir aug-
um, að þær verði seldar á erlendum markaði.
Viðvíkjandi 2. atriðinu vil ég leyfa mér að taka
upp ummæli Aðalsteins heit. Sigmundssonar, er
fram komu í útvarpserindi hans um færeyska tungu
og bókmenntir fyrir nokkrum árum síðan. Þar segir:
„.... Hver sæmilega skýr íslendingur getur lesið
færeyskt bókmál sér að fullu gagni, án náms í öðru
en eigin tungu. — Hitt er almennt, að heyra ís-
lendinga gera lítið úr færeysku, kalla hana hrogna-
mái. afbökun úr íslenzku og fram eftir þeim götum.
Þessir dómar eru eðlilegir að vísu, en þeir eru jafn
óverðskuldaðir fyrir því og geta ekki komið fyrir
: hjá öðrum en þeim, sem dæma um það, sem þeir
þekkja ekki nema á yzta yfirborði. Menn sjá sömu
orðin, seip þeir eru vanir að nota í íslenzku, með
endingurp og hljóðbreytingum, sem koma þeim an-
kannalega fyrir sjón r, vegna þess, að þær eru aðrar
en þeir eru vanir að nota og telja réttar. — Færeyj-
ar og ísland byggðust frá Noregi að heita má á sama
tíma, svo að stofnmál beggja landa hefur verið hið
sama. En færeyska hefur tekið dálítið meiri breyt-
ingum frá forn-norsku en íslenzka, og þær breyt-
ingar hafa orðið 1 ýmsum atriðum eftir öðrum lög-
málum. — Auðvitað eru færeysku lögmálin jafn
rétthá í færeysku, eins og íslenzku lögmálin í voru
máli. Tunga vor nútiðar-íslendihga er hin sama og
Úlfljótur sagði lög á og Egill talaði, en nú hefur hún
bætt við sig lögmálsbundinni þúsund ára þróun.
Mál nútíðar-Færeyinga er hið sama, með jafnlanga
þróun og lögmálsbundna, en aðra. Færeyska er rök-
rétt mál og sjálfu sér samkvæmt. Þess vegna er
rangt að kalla hana hrogriamál, þótt þeim kunni að
f nnast hún það, sem eigi hafa kynnzt henni nóg
til þess að finna lög hennar. Hitt er fávíslegt, að
kalla hana afbökun á nútíðarmáli voru, þar sem hún
er ekki af því komin.
Sannleikurinn er sá, að hver, sem les tungu
Færeyinga ofan í kjölinn, hlýtur að dást að henni
fyrir margra hluta sakir, og menningu þeirri, sem
v ð hana er tengd. Um málfræðilega samkvæmni.
mýkt, beygingaauð og viðkvæmni stendur hún, af
Norðurlandamálunum, íslenzku eirini að baki, og
munar þó mjóu. Færeyingar hafa engar ritaðar bók-
menntir átt, sem leiðarsnúru við varðveizlu tungu
sinnar um ár og aldir, eins og vér íslendingar. Um
fjögur hundruð ára hafa þeir átt að búa við sífelld-
an ágang erlends máls, þar sem danska hefur verið
einyöld og aðalmál í opinberum stofnunum, kirkjum
og yerzlunum, og skólum, síðan þeir komu. Þegar
þessa er göett, er varla hægt að álykta annað en