Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Blaðsíða 27

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 203 Saga fyrir börnin Laun heimsins Einu sinn var drengur á ferð í þoku og villtist. En hann varð ^kkert hræddur, þeg- ar hann fann að hann var orðinn áttavilltur. Hann langaði ekki heim. Móðir hans var dá- in og faðir hans hafði barið hann. Hann gekk lengi, lengi. Seinast var hann orðinn svangur, þreyttur og hræddur. En þó langaði hann ekki heim. Þá heyrði hann allt í einu fótatak í urð- inni skammt frá sér, og stórvaxinn maður kom í ljós. Hann var skinnklæddur og vopn- aður. Þetta var ræningi. Ræninginn fór með hann í jarðhús sitt, gaf honum mat og lofaði honum að leggjast á flet. Þeir tóku tal saman. „Það er langt síðan ég hef verið með mÖnnum“, sagði ræninginn. „En ég hef aldrei þekkt svo ólánsaman mann, að hann hafi ekki langað heim“. Drengurinn svaf lengi. Þegar hann vakn- aði, var ræninginn að ferðbúa sig. „Eg þarf ekki að loka þig inni, úr því að þig langar ekki heim“, sagði hann. „Þú getur verið hjá mér, ef þú eldar mat handa mér og býrð um rúmið mitt“. Svo varð drengurinn kyrr hjá ræningj- anum. Hann eldaði matinn, bjó um rúmið hans, hirti kofann og gerði allt eins vel og hann gat. Ræninginn var sjaldan heima á daginn. Stundum kom hann heim með fugla, sem hann hafði veitt. Stundum hafði hann rænt ferðamenn. Á kvöldin sátu þeir við eldinn, töluðu um menn og sögðu hvor öðrum sögur úr manna- byggðum. „Eg má ekki fara heim“, sagði ræning- inn. Hann sagði þetta svo oft og svo rauna- lega, að seinast fór drenginn að langa heim. Eftir því sem árin liðu, fór hann að hugsa um leiksystur sína, sem var góð stúlka og falleg. Hann hafði gefið henni hringinn henn- ar móður sinnar. Og hún lofaði að geyma hann, þar til hún yrði stór og gifti sig. Drengurinn sagði ræningjanum frá heim- þrá sinni. En þá varð ræninginn hryggur. „Eg er vondur maður“, sagði hann. „Eg má ekki vera með mönnum. Vertu hjá mér þangað .til ég dey. Þegar ég er dáinn, færðu launin þín. Þú mátt eiga það, sem er í stóra belgnum mínum þarna á bitanum“. Eftir þetta vann drengurinn öll verk sín betur. Og þegar ræninginn var veikur, vakti hann yfir honum nótt og dag. Hann var allt- af að hugsa um, hvernig hann gæti unnið allt sem bezt. Seinast dó ræninginn. Áður en hann dó, sagði hann við drenginn: „Nú áttu það, sem er í belgnum“. „Hvað er það?‘“ spurði drengurinn. • „Laun heimsins“, svaraði ræninginn. Og svo dó hann. Drengurinn gróf ræningjann og gróður- setti blóm á gröfinni. Svo gekk hann inn og leysti frá belgnum. Það var eitthvað, sem spriklaði niðri í belgnum. Og þegar drengurinn leit niður í hann, spratt upp úr honum héri. Hérinn hló — skellihló! Laun heimsins! hafði ræninginn sagt. Drengurinn ráfaði burt, einn síns liðs, fá- tækur og sorgbitinn. Hann hét því að vinna verk sín aldrei vel framar. Nú gat hann ekb,i farið heim. Hann gat engum sagt frá þessari sneypu. Þegar fór að halla degi, mætti hann göml- um manni með sítt, hvítt skegg. Hann var sjóndapur og gekk við staf. Þetta var gamall álfur. T i

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.