Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Blaðsíða 17

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 23.11.1945, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR Um margar aldir var það draumur vor að vera frjáls, og sjá: Það hefur skeð. Vér eigum sögu um þrældóm, þrautaspor vér þráðum frelsið, létum allt í veð. Og loks, er skyldi lokasigri ná vér lægðum þras og sömdum stundarfrið., Og næstum öll vér stóðum hlið við hlið — án hleypidóma rættist fólksins þrá. Á þeirri stund vér unnum öll það heit sem íslendingar þér að reynast trú . vor fósturjörð, vor móðir mild og stríð. Og komi einhver hér í landaleit vér lánum ekkert. Krafa vor er sú: að frjálst þú verðir Island, alla tíð. öskar Þórðarson frá Haga;

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.