Alþýðublaðið - 09.06.1969, Page 14

Alþýðublaðið - 09.06.1969, Page 14
14 Alþýðublaðið 9- júní 1969 Juliet Armstrong Töfrahringurinn 14. I Smáauglýsingar Hún leitaði að lyklinum. Gat verið, að Rósa hefði læst og tekið hann af gömlum vana? Hafði hann kannski alltaf verið læstur, þegar Dermot var erlendis? Þetta virtist skynsamleg útskýring, en þegar hún kallaði á Rósu, kom í Ijós, að Rósa hafðTaldrei læst flyglinum. Húrr sagði ennfremur, að lykillinn hefði verið á sínum stað klukkan hálf níu, þegar hún hefði opnað lokið til að strjúka yfir nóturnar, eins og hún gerði daglega. — Ætli telpurnar hafi ekki gert það? sagði hún við Helen. — Þær eru yfirleitt ekki óþægar, en Sandra er dálítið stríðin. — Ég spvr þær, þegar þær koma heim, svaraði Helen. Og þegar hún heyrði fótatak Önnu í forstofunni gekk hún til dyranna og spurði kuldalega: — Vitið þér, hvers vegna flygillinn er læstur, eða hvar lyk- illinn er, Anna? Anna varð mjög undrandi í fyrstu, en svo breyttist augnsvipurinn. Hún virtist yfir sig hrifin. — Ég veit ekkert um það, sagði hún og ætlaði að fara fram í eldhús, en Helen hélt aftur af henni. — Þér sækið ekki börnin í skólann í dag, sagði hún stutt í spuna. — Ég geri það sjálf. Ef yður langar til að gera eitthvað, megið þér sauma nafn á nýju nærfötin, sem ég keypti handa telpunum. Hún gaf stúlkuni ekkert tækifæri til að malda í móinn, heldur fór upp í herbergi sitt, róleg að sjá á yfir- borðinu, en mjög reið undir niðri. ijún vissi vel — og það vissi Anna líka — hver hafði tekið lykilinn — og hvers vegna. 14. KAFLI. Þegar hún hafði verið í Blanville og nemendurnir voru þreytandi og hitinn óþolandi, hafði hútr huggað sig við að hugsa um sundferðirnar, sem hún gæti farið í í flóanum um kvöldin. En nú þurfti hún ekkert að gera og hafði engum skyldum að gegna. Nú þurfti hún ekki að bíða kvöldsins með að róa taugarnar Hún gat að vísu ekki baðað sig í suðrænum höfum eða farið á vatnaskíðum í hópi kátra félaga. En hún gat tekið bílinrr og fundið sér friðsælan stað við fljót- ið og látið líða úr sér í svalandi vatninu. Það var sundlaug í garðinum en hana langaði ekk- er til að fara í hana. Hún vildi komast frá Willow Close um stund og gleyma öllum íbúum hússins. Hún minntist þess, að Dermot hafði sýrrt henni stað neðat við fljótið, þar sem fólk kom mikið á kvöldin og um helgar, en annars sjaldnast. Hún flýtti sér að fara í hárauðan sundbol og sótti sér baðmullarkjól og fór niður. Eins og Dermot hafði sagt var þetta eyðistaður og skömmu seinna henti hún sér í vatnið og uppgötvaði sér til skelfingar, að það var ískalt. Skömmu seinna vék ótti henrtar fyrir hrifningu. Hún synti eins hratt og hún gat, og hún var ekki lengur reið, heldur þrungin frumstæðri gleði yfir að lifa, 15. KAFLI. Hún var búin að skipta um föt og var lögð af1 6tað í bílnum, þegar í veg fyrir hana gekk maður í I tvídjakka og leðurbuxum. Hann var með stóran Labra- J dorhund í bandi. Fyrst þekkti hún hann ekki, en svo . nam hún staðar og hrópaði hrifin: — Tom frændi! I Að hugsa sér, að ég skuli hitta þig hérna! Hann hraðaði sér brosandi til hennar. — Hvað ert. þú að gera heima hjá mér? — Komdu heim með mér og fáðu þér glas af epla- J víni, ef þér er sama, þótt við Susan sitjum í hjá þér. . Ég á heima hinum megin við Cantlebury, en við geí- um ekið eftir hliðargötunum og þurfum alls ekki að J fara til borgarinnar. i Hún leit á klukkuna og sá, að hún var rétt rúmlega ellefu, svo að hún leit á hann. — Máttu vera að | því? Ég þarf að komast til Carrtlebury klukkan tólf j og sækja börnin. — Ég skal flýta mér. Megum við Susan sitja í?! Ef Susan andar á hálsirrn á þér, skaltu bara slá hana | létt á trýnið. Þegar hún opnaði dyrnar, sagði hann með gerviskelfingu: — Ég vona, að þú sért ekki á I sama máli og, Anna, sem heldur, að hundar séu til | þess eins skapaðir að rífa ungar stúlkur í sig, lim fyrir lim. Það kom henni á óvart, hvað hann virtist þekkja Önnu vel, og hve nafn hennar var honum munntamt, | og hún spurði blátt áfram: — Er Anna — eða hefur hún verið — ein vina þinna? Ég á við, að ef þú þekkir hana mjög vel, gætir | þú kannski hjálpað mér að skilja hana. , Nú glotti hann. — Eru það ekki forréttindi konunn- j ar að ráða því, hvað vinskapurinn telst náinn? Ég j verð að játa það að ég vonaði fyrir mitt leyti, að við , ættum eftir að hittast oft, en svo fór ekki. Ég stríddi henni. Ég gat ekki á mér setið. Hún er svo sæt, lítil! og indæl. Og hún ... nú hún þolir ekki stríðni. — Sé það þannig getur þú víst ekki sagt mér, hvernig ég á að koma fram við hana. Mér finnst hún mjög erfið, svona okkar á milli sagt, frændi. — Hún tekur sjálfa sig og lífið alltof alvarlega. En þú skalt ekki hafa áhyggjur af henni. Börnin virð- ast indæl og skemmtileg og eldri telpan verður mjög fögur þegar hún kemst á legg. — Það segja allir að hún sé lifandi eftirmvnd móður sinnar, svaraði Helen rólega. — llona hlýtur! að hafa verið afburða fögur. I. — En veikluleg. Toní virðist sterkbyggðari, en ég býst við, að það þurfi að fylgjast vel með heilsu henn- I ar. Hún er svo föl. — Ætli hún hafi ekki verið lengi að vaka frameftir B meðan Dermot var að heiman, og tilraunir mínar til I úrbóta og uppeldis eru ekki sérlega vinsælar. Helen • talaði enn með' uppgerðar glaðværð, en Tom leit I hugsandi á hana. — Það er ekkert spaug að giftast ekkjumanrri ■ með börn, sagði hann. — En þú ert búin að því og | TRÉSMÍÐ AÞ J ÓNUSTA Látið fagmann annast viðgerðir og viðhaild á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingum á nýjiu og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Véiiarlok ■uiin a eimum deki með dags.ynrvara fyrii á kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipliolti 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. Vönduð og góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREIÐ AST J ÓR AR Gerufm við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðgeðir, hemlavarahliutir. Hemlasti'lling h.f., Súðavogi 14, Sími 30135. Getum útvegað tvöfalt einangrunargler með mjög sbuttum fyrirvara, önnumst máltöku og ísetningu á einföldu og tvöföldu gleri. Einnig al'ls konar við- hald utairihúss, svo sem rennu- og þalkviðgerðir. Gerið svo vel og leitið tilboða í símum 52620 og 50311. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bólstruð húsgögn. Bólstrrun Jóns Ámasonar, Skaftahlíð 28, síiml 83513. BIRKIPLÖNTUR til sölu, af ýmsum stærðum, við Lynghvamm 4, — sími 50572. J.ÓN MAGNÚSSON, Skuld, Hafnarfirði. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir, uppsetningu á hrein- lætistækjum, frárennslis-og vatnslagnir Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Iraktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og bíibrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. GUMMISTIMPLAGERÐIN SIGTÚNI 7 — SJMI 20960 BÝR TIL STIMPLANA FYRIR. YÐUR FJÖLBREYTT ÚRVAL AF STIMPILVÖRUM

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.