Alþýðublaðið - 13.06.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.06.1969, Blaðsíða 5
Alþýðublaðið 13. júní 1969 5 Alþýðu blaMð Framkva™ðas1j6rl: J»órir Sscmundsson Ritstjóri: Kríitjin Bcrti ÓUfsson (ábj FrrtUutjóri: Siforjón Jóhannsson Auflýminfutjóri: Sifurjón Ari Sifurjónsson í’tE<-fnndi: Nýja útfófufélafið Frcnsmiðja AJþýðublaðsinst Tæki til tekjujöfnunar Sá grundvallarmisskilnin'gur skýtur af og til upp kollinum, að bætur tryggingakerfisins, einkum og sér í l'agi fjölskyldubætur, séu eins konar ölmusa frá 'hinu opinbera :til bótaþega. Þessi skoðun er í senn gömu'l og ný, því að af og til bryddir á hugmyndum varðandi breytingar á tryggingakerfinu, eða um hlut tryggmgakerfisins í þjóðfélaginu, sem að megininn- taki eru byggðar á gömlum ’hleypidómum og rang- færslum á 'grundvallara’triðum alman!natrygginga. Sú skoðun hefur t.d. oft gert vart við sig, bæði í blaðaskrifum og í máliman'na, að hlutverk fjölskyldu' bóta sé það eitt að veita forel'drum fjár'hagsléga -að- stoð við barnauppeldi og fylgir þá gjarna með, að slík- ar bótagreiðslur eigi aðems að renna til þeirra, sem ek'ki geta af eigin rammleik kostað uppeldi barna sinna. í samræmi við þessar hugmyndir hefur oft verið varpað fram þeírri tillögu, einkum og sér í lagi, þeg- ar erfiðleikar haifa steðjað a>ð í efnahagslífi þjóðarinn ar, að fella bæri niður bótagreiðslur með einu barni, þar eð, eins og formaelendur þessara skoðana færa fram sem rök, ætla mæítti, að þáð væri ekkert ofverk foreldris að kosta af eigin fé uppeldi eins barns án þess að til komi opinber aðstoð. Skoðanir sem þessar eru í fyllsta máta varhuga- Verðar, því undirstaða þes's, að unnt sé að beita bóta- greiðslum trygginganna á s'em farsælastan og rétlát- astan hátt er vitáskuld sú, að róttur skilningur sé lagður til 'grundvallar, þegar vikið er að hlutverki tryggingakerfisins. Almannatryggingar, eins og.þær eru tíðkaðar hér á íslandi og í nálægum löndum, eru fyrst ög fremst voldug tæki til tekjujöfnunar í þjóðfélaginu. Höfuð- markmið það, sem liggur að baki bótagreiðslum kerf- isins er því ekki opinber aðstoð eða ölmusugjafir, heldur tekjutilfærsla milli þegna þjóðfélagsms inn- byrðis. Þess vegna er stór hluti f jármuna þeirra, sem tryggingakerfið hefur yfir að ráða, fenginn með opin- berum framlöguim úr ríkissjóði, sem þegnarnir greiða í eftir efnum og ástæðum hvers og eins, len ekki með almennum, jöfnum iðgjöldum. Þegar rætt er um breytingar á bótagreiðslum trygg- ingakerfisins eða hlutverk þess í þjóðfélaginu, ætti fó’lk því að hafa hugfas(t þetta grundvallaratriði al- mannatrygginga, því að rangur skilningur á forsend- um þessara trygginga getur haft í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þá, sem skarðástan hlut bera-frá borði, þegar kemur að skiptingu þjóðartekn- an*na og raunar þjóðina alla. Brýna nauðsyn ber því til fyrir okkur ísllendinga, að þeirri reglu sé kornið á að gera af og til úttekt á bótlar greiðslum almannaitrygginga til þess, að rannsakað verði, að hve miltlu leyti þessar tryggingabætur gegni hlutverki sínu til tekjujöfnunar í þjóðfélaginu og eng- ar meiri háttar breytingar á bótagreiðslum trygginig- amia séu gerðar án þess að á undan háfi gengið ítarleg athugun í þessuim efnum. Ií kvöld fræða Markús Örn o? Áspir okkur um erlend málefni kl. 22.09 í sjónvarpinu. Hér eru þeir að taka upp nýja sendingu af fréttakvikmyndum, og á borðinu bíð ur rafmagnsritvélin tilbúin. (Mynd-. Gunnar Heiðdai). „Margir ha'lda, að við gerum ekkert annað en skreppa upp í sjónvarp og lesa fréttirnar tvisvar- þrisvar í viku“, segir Markús Orn. F.n hann lítur'hvoPki til himins. né fórnAr höndum við tilhugsunina um sh'ka fásinnu. Þulirnir mega ekki krydda fréttalestur sinn með svipbrigðum og handapati, og kannáki venjast þeir sin'áim saman á eins rni'kla stillingu í einkalífinu. ■ Að minnsta kosti virSist Markús furðu rólegur í framkomu, þótc hann sé í einhverju versta streitu- starfi sem ha?gt er að ímynda sér. I FRÖNSKU FORSETAKOSNINGARNAR Fréttaþulirnir hafa eikki aldeilis tíma til að fá sér smávegis fegrun- arblund áður en þeir koma fram á , skernlinum. Onei, þeir þjóta inn í f örðun a rfier'lve rg i ð með seinusiru' fréttina nýskrifaða og ljúlka 12 klst. Ströngurti vinnudegi með því að sitja frammi fyrir stærsta áhorfenda hópi landsins og flytja okkur frú- sagnir af helztu viðburðum líðandi stundar. I kvöld éins og önnur föstudags- kvöld fáum við ftarlegri fraðslu um heimsmálin en unnt er að gera skíl í fréttunum, og það er Markós Orn og Ásgeir Ingólfeson' sem ann- a!í*t þáttinn ,Erlend málefni' kl. 22.00. Að þessu sinni segja þeir okktir frá undirbúningi seinni um- ferðarinnar í frönsku forsetakosn- ingunum og bregða upp svipmynd- um af frambjóðendum, en snúa sér síðan að glæpaöldunni sem flæðir yfir Waslhington. Asgeir var óti í frétta'leit, svo að við náðum ekki í hann, en Markús gat tekið sér smálhlé í kaffitíman- urri til að svara sputningum. T KAPPHLAUPI VIÐ KLUKKUNA Hann hefur varlla átt frídag fra iþví að sjóuvarpið tók til starfa, að sumarleyfinu undanskildu. Tyrst t'oru þeir aðeins tveir fréttamenn- irriir, Magnús Rjarnfreosson og hann, og cnn er álagið gífurlegt á starfsliðið, þótt Asgcir og Eiður Guðnason haifi bætzt í hópinn„ „Það er ekki hægt að reka sjóri- varpið til frambúðar með því aS treysta -eingöngu.. á störf þessa £á- menna hóps“, segir Markús, eft ek'ki í neinum kvörtunartóni. „Mér vitanlega hefur enginn nokkru sinni færzt undan að vinna verk- efni sem beðið hefur verið um, eu það eru tafcmörk fyri.r því bvaö 'hægt er að leggja á sig til lengdars þó að viljinu sé fyrir hendi“. Eins og starfsbræður hans í frétta deildinni safnar hann fréttum og s-elur fréttir, sikrifar þær eða þýðirs les þær, tekur viðtöl, úitbýr þætti, 'bæði innlenda og . erlenda, stjórn- ar ótsendingu samræðuþíítta, hefur umsjón með klippingu', smiur hand- rit, leitar uppi ljósmyndir til aS sýna með fréttum þegar kvikmynd- ir vantar, útbýr texta með erlend- um viðjölum og sér um útsendingu 'hans, o.s.frv. o.s.frv. „Það er' verst að hafa ekiki nógan cfma til a& vanda sig eins og maður vi'ldí gera, en margt af þessu er seinlegc, og Fratnhald á bls. 6. r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.