Alþýðublaðið - 13.06.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.06.1969, Blaðsíða 8
8 Alþýðu'blaðið 13. júní 1969 Aðeins einu ári eftir morð Ro- kers Kennedy er yngsti bróðirinn, BJward, í óða önn að undirbúa næstu tilraun Kennedyanna til þess að hreppa forsetaembættið í Banda- rikjunum. Spurningin er ekki leng- Hr sú, hvort hann hljóti útnefningu sem forsetaefni, heldur hvenær. Honum stendur opin sú leið að tak- ast á við Nixon strax árið 1972, en ef til vill þykir honum heppiiegra að bíða þar til 1976, þegar repu- blikanar verða hvort eð er að velja sér annan frambjóðanda en Nixon. Edward Keninedy er aðeins 37 >ára gamiall og haíur rétt náð tíl skyldum lágmarksaldri til þess að geta orðið forseti. Hann hef iur því nægan tíma til þess að bíða eftir réttu tækifæri, en þessa síðustu mánuði hefur hann samt sem áður varpað sér út í st j órnjnáliabaráttuna af miklu kappi. Það líður varla sá dagur, að hann flyitji ekki ræð ur gegn stríðinu í Vietnam, um sóun hernaðaryfirvalda á manns lífum og búnaði, um kjarna- vopn, uppreisn æskunnar eða Hífss'kilyrði fátæklinganna í B andarík j unium. Kennedy er orðhvatastur af„ foringjum demokrata og staða hans í flokknum gerir það að verkum, að hann er þessumkom inn að hafa í frammi harðar á- deilur á republikana. „BEZTI STJÓRNMÁLA . MAÐURINN í FJÖL- SKYLDUNNI“ Edward Kennedy hefur æstífS,' verið dugandi þingmaður. „Haun er bezti stjórnmáilamað- urinn í fjölskyldunni", sagði John F. Kennedy 1962 þegar „litlibróðir< náði kjöri sem yngsti maður til öldiungadeild- ar þingsins. Meðan bræður hans voru enini á lífi, þá hafði hann sig lftt í frammi og hugsaði að- eins umstörf sín í öldungadeild inni. Hann hlaut fljótt viðnr- kenningu, sem einn þeirra er k.innu sitt verk, en fólk után innsta hrings stjói-nmálanna tók ekkert sérstaklega eftir honum. Við morðið á Róbert, bróðúr sínrum, munaði minnstu að Ed- ward missti algerlega kjarkinn. Hann hélt áhrifamikJa minning arræðu í kirkjunni ea lét svo ekkert frá sér heyra í marga mánúði. Við vini sina isagði hann að ábyrgð sín á fjöískýldunni yröi að sitja i fyrirrúmi fyrir Verður Edward forseti Bandaríkjanna öllu öðru. Hann Ieit á sig sem föður, ekki aðeins slnna eigin bama, heldur jafnframt 11 barna Róberts og tveggja barna Jaqueline Kennedy. En stjórnmálin létu hann ekki lengi í friði. Þau lögðust á hann með fuMum þunga, þegar flokkur demókrata átti að velja sér frambjóðanda í stað John- son s, fráfarandi forseta. Hin volduga kosningavél flokksins beið reiðubúin eftir því að hefj ast handa fyrir Edward Kenne- dy, — ef hann aðeirts vildi gefa kost á sér. Gestgjafi flokks- þings demókrata, Daley, borg- arstjóri í Ghicgo lofaðist til þess að ábyrgjast útnefningu Kenne dys, En Edward Kennedy sagði nei og vildi ekki einu sinni koma til Chicago. Hubert Húmp hrey sárbað hann um að bjóðá sig fram við hlið sína, sem var,a forsetaefni, en þessu tilboði var einnig hafnað. „Ákvörðun mín er endanleg og ér þarflaust að ræða þau mál frekar“, tilkynnti Kennedy Eramliald á bls. 15 I I I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.