Alþýðublaðið - 13.06.1969, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.06.1969, Blaðsíða 11
pftf>r ImV M AMd'trövdlA or Alþýðublaðið 13. júní 19f>9 11 Ivar Orgland í viSfali við Alþýðublaðíð „Island einn aðalþáttur- inn í lífi mínu" ég upplifði á þessu líslenzkunám- skeiði í háskóianum. Eins og ég sagði áður, stóð námskeiðið aðeins einn mánuð, en ég clvaldi hér á landi í tvo mánuði um sumarið. Þá þegar var áhugi minn farinn að beinast að íslenzkum nútíma- tókmenntum og ég fór að athuga ýmislegt í því efni. Steingrímur I. Þorsteinsson, prófessor, benti mér þá á Stefán frá Hvítadal, sem dvaldi í Noregi í þrjú ár, frá 1912 til 1915. Ég fékk nú áhugá á að athuga sambandið milli Stefáns og norskra bókmennta. Fyrst 1 stað var ég að hugsa um að semja ritgerð um Stefán og skáldskap hans og nota hana sem prófritgerð við cand. philol próf, — eða loLapróf oni'tt, en ég hafði áður lókið cand. mag. prófi, og auk þess kennaraprófi. Nú, ricgerð mín við lökaprófið var um íslenzka ljóðagerð á 19. öld. Fjall- aði ritgerðin um ljóðagerð íslenzkra skálda allt frá Fjölnismönnum til Einars Benediktssonar, að honum meðtöldum, — eða um flest helztu skáld 19. aldar, — en einnig fjallaði ég nokkuð um eldri skáld í ritgerð- inni. Síðan hélt ég áfram að viða að mér efni um Stéfán frá Hvíta- da'l og vinna úr því. — Þú hc.fur gcjið út tifvií Ijóða íslen~hra 'm'it'ufías\álda á nýitÓrsl(ti? — F.g kom aftur hingað tiT'lahds árið 1950. Ég fék'k þá styrk í tvö ár frá Norske srudent- ers mindefonds stipend og íslenzka ríkinu. Þessi tvö ár lagði ég stund á íslenzkt méd og bókmenntir, — sérstaklega lagði ég stund á bók- menn'tir. Smátt og smátt byrjaði ég að þýða íslenzk ljóð á nýnorsku, sem er náskyld íslenzikunni. Arið 1952 varð ég norskur sendi- kennari við Háskóla Islands og gegndi því starfi til sumarsins 1960. Ljóð Davíðs Stefánssonar gaf ég út árið 1955. Þetta var fyrsta íslenzka ljóðasafnið, sem ég gaf út á nýnorshu. Það kom út hjá Ragnari Jónssyni í Helgafelli. Davíð Stefánsson var mjög á- nægður með þessa bók, þegar hún kom út. Það voru aðaliega ljé>ð eft- ir Davíð, sem ég þýddi fyrst { stað. Mál hans er einfált og gótt við að eiga. Næst gaf ég úf ljóð Stefáns frá • Hvítadai! og komu þau út hjá Fonna-forlaginu í Osló 1958. Síðan hafa komið út í Noregi ljóðaúrval ■fimim íslenzkra skálda á nýnorsku: I.jóðasafn Tómasar Guðmundsson- ar 1959, ljóða'safn Steins Steinarr 1960, úrval ljóða Hannesar Péture- sonar 1965 og úrval Ijóða Jóhann- esar úr Kötlum 1967 og Snorra Hjartarsonar 1968. Þá er bók mín „Stefán frá Hvíta- dal og Noregur,” ddktorsritgerðin, nú komin út hjá Det Norsike Sam- laget í Osló. Forlagið gefur aðeins út bækur á nýnorsku. Þass slkal getið, a0 það gefur út stærsta almenna tímaritið, sem gafið er út í Noregi, — Svn og Segn, kemur það út í 15 þúsund ein'tökum og fjallar um ■bókmenntir, vísindi, þjóðfélagsmál, n;!’-f'irufra*ði, og fleira. Ollum þeim bókum, sem ég hef nefnt hér á undan, fylgia ítarlegar greinar um höfunda bókanna, og vona ég, að þær hafi mikla þýðin'gu sem kynning á íslenzkum bókmennt- uni og skáldum í heimalandi mínu. Uopihaflega var upplag bókanna 1000 eintök, en nú er það komið uon ! 2000 eintök. Norsk kultur- fond kaupir 1000 eintö'k og dreifir til bó'kasafna um allt land, og er það vel. Arið 1962 kom bók eftir mig hjá Menningarsióði í íslenzkri þýðingu um Stefán frá Hvítadah Fjallar hún um líf Stefáns og lærdómsár hans, áðnr en hann fer til Noregs 1912. Þessi bók er undanfari ddkt- orsritgerðarinnar. En raunverulega má segja, að doktorsrirgerðin hefj- ist á því, er Stefán fer utan. — Hnernig cr do\torsritgérðin ttpphyggð? — Hún bvggist á 11 meginhöfl- um. Sá ’fyrsti fiallar um Stefán í Noregi, — um Mf og stanf hans þar og þau áhrif, sem hann varð fyrir frá mönnum, sem hann 'kynntist þar. Annar kaflinn heitir: Heima á ís- Jandi, en þriðji kaflinn fjail'lar um Söngva fönuman.nsins, — urn þróun I skáldskap Stefáns, meðan hann vann að kvæðnnum í þeirri bók; hef ég stuðzt við handrit við samn- ingu þessa kafla. Fjórði kaiflinn er um útgáfu fyrstu bókar Stefáns frá Hvítadal og móttökurnar, sem ihún hlant. Fimmti kaflinn er stílrannsókn. I>nr ér gerð rannsókn á máli og sítiíl Sönp-va förumannsins. Hef ég tekið það fyrir, sem er einkennandi fvrir þét'ta tímnbil: fyrst nýrómantíkina ög síðan þá bókmenntastcfnu, sem fy'gdi næst á eftir, en með henni hófst mikið blómaslkeið lýriskra bók- Á sunnudag ver Norðmaðurinn ívar Orgland, cand. philol., fyrstu doktorsritgerðina, siem varin er við Háskóiia Islands um bókmenntir 20. aldar. Ivar er jafnframt fyrsti út- lendingurinn, sem ver doktorsrit- gerð við Háskóla Islands. Doktors- ritgerð Ivars Orgland fjallar um Stefán frá Hvftadall og Noreg, og er hún rannsókn á áhrifum þeim, sem skáldið, Stefán frá Hvítadal, varð fyrir í Noregi þau þrjú ár, sem hann dvaldi þar í landi, 1912— 1915. ívar Orgíand hefur unnið ís- lenzkum tókmenntum mikið starf ■með þýðingum sínum á íslenzkum ljóðnm 3 nýnorsku. Hann hetfur gífurlegan áhuga á íslenzkum bók- ménntum og skerfur bans til kynn- ingar þeirra, svo og íslenzkrar tungu. í heimalandi sínu er drjúg- ttr orð'nn. I viðtali, sem l>ér fer á eftir sevir ívar Orgland: „Iskind er einn aðalþátturinn í lífi mínu og þá einkurh að kynna íslenzikar bók- ■menntir í Noregi og váðar.“ Albvðu*blaðið hitti Iivar Orgland að ruáli á heimili dr. Bjarna Guðna- sonar, prófessors, í gær og átti við (hann v’Stal um doktorsritgerðina og Störf lvars ! þágu íslenzlkra bók- mennta. — Hvencrr tó\ áltugi pittn að bcim’-t að Steláni jrá Hvítadal? — Fg kom í fyrsta ákipti ti'l Is- lands iun Jónsmessu'leytið árið 1948 og ték Ixá um sumarið þátít í mán- aðar ” únskeiði í íslenzku við Hd- skóla Triands. Við vorum ekki marg- ír þáctíakendurnir, og var ég eini Norð n'.’ðurinn, sem tók þátt ! því. Hins v“p,’r man ég. að fiórir Sviar Og tveir Frakkar tóku þátt i nám- sfkéið'P.’i. Aða'lkennarinn var Sveinn fiergsveinsson, en fleiri kennarar fluttu fyrirlestra, m. a. próféssor Sigurður Nordal, sem talaði um gömlu bóikmenntirnar. Þetta var allt jnýtt, spennandi og skemmtilegt, sern Viðtal við ívar Org- land m doklorsrit- gerð hans. Húner fyrsla doktorsril- gerðln, lögð fram við Háskéla íslands, sem fjallar um hék- menntir 20. aldar. menn.ta í Noregi með Heriman Wildenvey, Olaf Bull, Arnulf Över- land og fleiri í broddi fylkingar. Stéflán yrkir undir áhrifum beggja þessara tókmenmtastefna. Það má sjá greini'lega þróun ! skáldskap hans á þessurn tima. 'I kvæðunum, þar sem hanii kem- ur frarn sem förumaður, þar er hann aðallega í ætt við Wildenvev og lærimeistara hans, Hamsun. —• Þetta er skemmtilegur þáttur í við- fangsefni ni'ínu. í sjötta kaflanum er fjal'lað unt skáldskap í Danmörku og SvíþjócS á sama tíma. Stefán hefur eiginlega ekki orðið fyrir nein.um veruilegum áhrifum frá bókmenntum þessara þjóða, þó að hann sé reyndar skyld- ur Viggo Stuékenberg í Dawmörku og Gustav Fröding ! Svíþjóð. Sjöundi kaflinn fjallar um skyld- . Jeika Stefáns frá Hvftadal við norSk skálld. Til eru varðveitt tvö 'kvæði eftir Stefán, sem han.n orti á danSk- . norsku máli, en hann átti á sínunt tíma handrit að hei'lli. 'ljóða'bók á dansk-norsku máli, en þetta hand- ; rit eyðilagði hann, þegar hann hélt að hann myndi deyja þá og þegar. ÞeSsi tvö kvæði fjalila um sjú'kdóm 'hans og eru þau nokkuð rómantísfc í anda. Bæði þessi kvæði eru birt i dóktorsri tgerði n n i. Attundi kafli ricgerðarinnar fjall- ar um rím í íslenz'kum skáldskap og frjál'sari meðferð á þyí, þegar fram ! sa*kir. I Sön'gvum förumanns- ins verður meðferð Stefáns á rírni frjálslegri og notar han.n þar minna fast r!m. I. níunda kafla er fja'llað uin' hrynjandi ! skáldrikap og sýnt fram á norsk á'hrif í þvi efni á skáldskaj’ Stefán’s frá Hvítada'l. Tíundi kaflinn fjallar um þróun í sk.íTdsikap Stefáns eftir að Söngv- ar förumannrins komu út, og haldið er áfrarn að fjaj'la um áhrif norskra ’bóknaenn'ta á Stefán, en bá taka þau að dvína. I ellefta kaflla er sýnd niðurstaða rannsóknarinnar í heild; fvrst er litið til baka yifir verkið, em 'síðan rætt um ólfkt á'lit manna á Stefáni og skálds'kap hans. Því næst kefnur ítarlegur viðbæt- ir. 1 honum kernur fram m. a. rit- handarsýniíihorn og ’skrá vfir skandinavis'kar bækur, sem Stefátt 'lét-eftir sig, er hann lézt, en, þvf- miður eru sumar þessar bækur nú gilataðar. Þá er þar að finna yfir'Jit yfir a'llt það, sem birzt hefur eftir Sté'íán frá Hvítadal, sýnislhorn bréfa ’Ská'ld -ins ti! vina og ættinigja og nák'væm skrá yfir nöfn a'llra þeirra, sem minnzt er á í ritgerðinni. Alls er bókin 322 b'Iaðsíður að viðbætt- ium nokkrum myndasíðum. — Þtí hejur \cnnt íslenz\u 1 Norcgi? — Síðan 1962 eru haldin í Noregt namskeið í íslenzku á lwerju sumrt og hafa menntaskólakennarar tekið þátt í þeim, en nú er kennd íslenzka við um tuttugu nors'ka mennta- skcSla. Að lokum sagði ívar Orgland, að þegar hann kom hingað lil lands í fyrsta sikipti, hefði prcSfessor Magn- ús Olsen sagt: Ef þú ferð þangað einu sinni, langar þig a'Etaf að fara þangað aftilr." Og ívar Orgland bætti við: — ísland er einn aðaJ- þátturinn ! Hfi mínu og þá séráiafö llega það starf mitt að kynna ís- lenzkar bókmenntir í Noregi og víðar. — HF.H.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.