Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Qupperneq 1
Fundargerð
aðalfundar Ræktunarfélags Norður-
lands 22. og 23. júnf 1928.
Árið 1928, föstudaginn 22. júní var aðalfundur
Ræktunarfélagsins haldinn á Akureyri.
Formaður félagsins,. Sigurður. Ein. Hlíðar, setti
fundinn, og bauð fulltrúana velkomna, sérstaklega Sig-
urð Sigurðsson búnaðarmálastjóra, er var mættur á
fundinum. Síðan mintist hann látins félaga og vara-
stjórnarmanns félagsins Sigurðar járnsmiðs Sigurðs-
sonar á Akureyri, hversu félagið mætti vera honum
þakklátt fyrir ýms afskifti hans af málum þess, og bað
fulltrúa að sýna hinum látna virðingu sína með því að
standa upp, og var það gert.
Þessu næst mintist hann á það, að nú væri 25 ára
afmæli Ræktunarfélagsins og talaði hlýlega til stofn-
anda þess, Sig. búnaðarmálastjóra, hversu hann hefði
barist ótrauðlega fyrir hag þess og heill á fyrstu og
erfiðustu árum þess, ásamt ágætismönnunum Páli
Briem og Stefáni skólameistara. Rakti síðan sögu fé-
lagsins í stórum dráttum þann aldarfjórðung, sem það
hefði starfað og sýndi fram á með tölum, hve landaf-
urðir voru margfalt meiri nú en þá hefði verið, sem
hann taldi óefað að Ræktunarfélagið ætti mestan þátt
l*