Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Side 36

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Side 36
38 sláttur hirtur linþur (hey % 40—45) en 1929 fær hann ágætan þurk (hey % 28—33). 6. Tilraun með vaxcmdi skamta af tilbúnum áburði. Tilraun þessi gengur í svipaða átt og tilraunir þær, sem skýrsla er birt yfir í Ársritinu 1927 og þar sem niðurstöðurnar eru mjög svipaðar, er ekki ástæða ti! að skýra frá þeim frekar hér. 7. Ýmsar tilraunir sem byrjað var á síðastliðið vor. a. Samanburður á fleirgildum áburðarefnum. b. Samanburður á saltpétri bornum á í einu lagi og í tvennu lagi (helmingurinn borinn á á milli slátta). c. Samanburður á vorbreiðslu og haustbreiðslu, með blönduðum áburði og mykju, sem þvagið er skilið frá. d. Samanburður á mykju, þvagi, mykju + þvagi og tilbúnum áburði. Ennfremur hafa verið gerðar nokkrar tilraunir með áburð, að tilhlutun félagsins, hjá bændum við Eyja- fjörð. 8. Garðyrkjutilraunir. Tilraunir þessar eru ekki margar og dálítið sundur- slitnar, hér skulu þó nefndar þær helstu: a. Samanburður á jarðeplaafbrigðum. Tegundir þær, sem reyndar eru, gefa yfirleitt góða uppskeru, aðalmunurinn liggur í því hve mikið smælki er í uppskerunni. Tidlig Rosen er fljótvöxnust og gef- ur stórar og jafnar kartöflur, er þar af leiðandi góð til notkunar seinni part sumars og þar sem næturfrost hamla vexti þá er líður á sumar. Up to date gefur altaf góða og jafna uppskeru og ennfremur mega Blálands-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.