Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Qupperneq 15

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Qupperneq 15
17 Búnaðarfélagi íslands, sá Búnaðarþingið eigi ástæðu til að sporna á móti þessari breytingu á búnaðarsam- bandsstarfseminni í Norðlendingafjórðungi, þar sem hún á engin hátt þurfti að koma í bága við það skipu- lag á búnaðarfélagsstarfseminni í landinu, er verið var að afgreiða. Þegar svona var komið, var ómögulegt að líta öðru- vísi á, en að þau sambönd á Norðurlandi, sem Búnað- arþing hafði viðurkent sem sjálfstæð búnaðarsambönd með sjálfstæðum fjárveitingum, væru þar með gengin úr sambandinu »Ræktunarfélag Norðurlands« og virt- ist þá forráðamönnum félagsins það eðlilegast og best samrýmanlegt við byggingu og starfshætti þess, að það hætti öllum beinum afskiftum af sambandsmálum bún- aðarfélaga, en sneri sér óskift að öðrum viðfangsefn- um sínum og þá sérstaklega tilraunastarfseminni, sem síðustu árin hefur verið einn meginþátturinn í starfi þess og við þetta eru breytingarnar á lögum félagsins miðaðar. Það er ástæðulaust fyrir Ræktunarfélagið að harma þessa breytingu, því hún er fram komin af knýjandi nauðsyn alveg eins og sameining búnaðarfélagsskapar- ins í Norðlendingafjórðungi undir yfirstjórn félagsins á sínum tíma. Félagið var eigi stofnað sem búnaðar- samband og verksvið þess eigi sniðið að hætti þeirra. Það hefur einungis tekið sér fyrir hendur að leysa ákveðið hlutverk í þessum efnum, að koma á skipu- lagsbundinni samvinnu milli búnaðarfélaganna í Norð- lendingafjórðungi og þegar samtök þessi hafa náð því skipulagi og þeirri festu, að þau telja sér heppilegast að starfa óháð, án beinna afskifta Ræktunarfélagsins og þarfir sambandsstarfseminnar til framkvæmda og fjár á hina hliðina meiri en félagið getur fullnægt, án 2

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.