Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Side 40

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Side 40
42 liðin ár, sem sjá má af því, að árið 1929 er töðufengur- inn 988629 hestar, sem er miklu meira en nokkru sinni áður. Vér getum sagt, að þessi töðuaukning sé að miklu leyti að þakka aukinni ræktun, en vér getum líka með alveg eins miklum rétti sagt, að hún sé að þakka til- búnum áburði, því með aðstoð hans höfum vér fram- kvæmt nýyrkju síðari ára og ennfremur aukið til veru- legra muna uppskeru af eldri ræktun. Eldri og nýrri tilraunir og reynsla athugulla bænda hafa sýnt, að fyrir hver 100 kg. af köfnunarefnisá- burðartegundum þeim, sem mest hafa verið notaðar hér við grasrækt, hafa fengist sem næst 7—8 hestar af töðu, eða um 50 kg. af töðu fyrir hvert kg. af köfnun- arefni. Árið 1930 er talið að notuð hafi verið hér á landi um 584 þús. kg. af köfnunarefni í tilbúnum á- burði (Pálmi Einarsson, Freyr 1931, bls. 12) og þar sem mestur hluti þessa áburðar hefur gengið til gras- ræktar, mun eigi oftalið, að töðufengur sá, sem vér það ár höfum beinlínis framleitt með tilbúnum köfnunar- efnisáburði, hafi numið 250—300 þúsund hestum. Ef vér nú hættum að nota tilbúinn áburð mundi af því leiða: 1. Hinn árlegi töðufengur mundi minka um 250—300 þúsund hesta og yrðum vér þá annaðhvort að rýra bú- stofn vorn í samræmi við uppskeruna eða afla þess fóðurgildis, sem lækkun töðuuppskerunnar nemur, með heyskap á óræktuðu landi og kjarnfóðurkaupum. Að hverfa að auknum útengjaheyskap mun lítið bjargráð, því reynslan hefur sýnt, að hann er í flestum tilfellum mun dýrari en heyöflun á ræktuðu landi og eins og áður hefur verið bent á, eru aðstæðurnar hvað þetta áhrærir að engu leyti breyttar. Að kaupa kjarnfóður í stað þeirrar töðu, sem vér nú framleiðum með tilbún- um áburði, mundi síst verða léttari útgjaldaliður á

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.