Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Qupperneq 52
54
þessar jurtir, skal eg eigi lýsa hinum grasafræðilegu
einkennum þeirra hér. Hinsvegar verður eigi komist
hjá því, að minnast lítilsháttar á helstu vaxtareinkenni
þeirra og útbreiðsluskilyrði.
Bæði haugarfinn og hjartarfinn eru einærar jurtir,
þ. e. vaxa einungis upp af fræi og hver planta lifir að-
eins eitt vaxtartímabil. Þó geta þær plöntur, sem
spretta svo seint, að þær ná eigi að þroska blóm fyrir
veturinn, lifað til næsta vors og þroska þær plöntur
fræ snemma sumars. Vaxtarmáti arfategundanna er
næsta ólíkur. Haugarfinn er lágvaxin jurt með jarð-
lægum marggreindum stönglum, rótin er fíngerð
trefjarót, og auk höfuðrótarinnar skjóta stönglarnir
rótum hér og hvar, og getur ein planta á þennan hátt
breitt sig yfir y4—Vá m2- Hjartarfinn aftur á móti
hefur upprétta lítið greinda stöngla, sem vaxa upp frá
þéttri stofnblaðahvirfingu. Rótin er stólparót.
Fræmyndun arfans er geysileg, er talið að ein haug-
arfaplanta geti þroskað alt að 15000 fræ, en ein hjart-
arfaplanta getur þroskað um 40000 fræ. Fræið þrosk-
ast mjög auðveldlega og spírar ágætlega, þó það sé
lítið meira en hálfþroskað og gegnum meltingarfæri
búfénaðarins fer það auðveldlega án þess að missa gró-
magn sitt.
Haugarfinn þolir tiltölulega illa hávaxinn og blaðrík-
an gróður; nái slíkur gróður að vaxa honum yfir höf-
uð, þá er vaxtarþróttur hans á bak brotinn svo hann
visnar upp og nær eigi að blómstra. Hjartarfinn, sem
er hávaxnari og sterkbygðari, þolir betur slíkan gróð-
ur og svo hjálpar líka hin sterka stofnborðahvirfing
hans til að halda öðrum gróðri frá jurtinni.
Báðar þessar illgresistegundir eru algengar í sáð-
sléttum og nýyrkju yfirleitt, en sjaldan verða þær þar
langærar, því grasið útrýmir þeim venjulega á 2—3