Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Blaðsíða 35
Kreppan og áburðurinn
Heimsviðburður sá, sem í daglegu tali er nefndur
»kreppan«, hefur á þessu ári fyrir alvöru skollið yfir
land vort. Eg skal eigi hér reyna að gera grein fyrir
hverjar séu orsakir kreppunnar, því hvort sem þær
eru offramleiðsla, of lítil kaupgeta fjöldans, of hátt
kaupgjald, óeðlileg skuldaskifti eða misskifti gullsins í
heiminum, þá er hin áþreifanlega afleiðing sú, að sölu-
verð framleiðslunnar lækkar svo geysilega, að algert
misvægi verður á milli tilkostnaðarins við framleiðsl-
una annarsvegar og söluverðs hennar á hina hliðina.
Þetta er sú hlið kreppunnar, sem að oss íslendingum
snýr. Vér erum svo fáir og fátækir, að vér getum eng-
in teljandi áhrif haft á rás viðburðanna í umheiminum
og þar af leiðandi eigi læknað þær meinsemdir, sem
kreppunni valda, en verðum að sníða oss stakk í sam-
ræmi við það ástand, sem ríkir í verslun og viðskiftum
á heimsmarkaðinum á hverjum tíma. Það eina ráð,
sem vér getum mætt yfirstandandi kreppu með, er að
lækka tilkostnaðinn við framleiðsluna.
útgjöld þau, sem mynda framleiðslukostnaðinn, má
draga saman í nokkura höfuðflokka, svo sem: útgjöld
til kaupa á framleiðslutækjum og hráefni, verkalaun,
vexti og afborganir af stofn- og rekstrarfé og opinber
gjöld. Vér sjáum það fljótt, ef vér athugum þessa liði,
að það er aðeins fyrsti liðurinn, sem framleiðandinn