Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 2
.
4
Auk fulltrúanna sátu fundinn stjórn félagsins og annar
endurskoðandi félagsins.
3. Kom á fundinn Kristján Jónsson frá Nesi í Fnjóska-
dal og lagði fram Reglur Æfifélagadeildar Ræktunarfé-
lags Norðurlands í Fnjóskadal, er stofnuð var 3 apríl
1934. Reglurnar samþyktar, hin nýja deild tekin inn og
boðin velkomin, og Kristján Jónsson, sem er formaður
hennar, viðurkenndur réttur fulltrúi deildarinnar, og tók
hann þá sæti á fundinum.
4. Lagði framkvæmdastjóri fram og las upp reikninga
félagsins fyrir árið 1934. Höfðu þeir verið rannsakaðir af
endurskoðendum og höfðu þeir lítið sem ekkert við þá að
athuga. Endurskoðendur lögðu fram svohljóðandi bókun:
»Eignir félagsins virðast okkur vera bókfærðarviðþvíverði,
að ekki sé of hátt, yfirleitt. Þó skal á það bent, að munir
hafa ekki verið afskrifaðir 2—3 síðustu árin, og verkfæri
ekki nú 2 síðastliðin ár. Leggjum við því til, að þessir >
tveir liðir séu afskrifaðir um 20% á reikningsárinu 1935«.
Fundurinn samþykkti þessa tillögu endurskoðenda.
Voru reikningarnir síðan samþyktir í einu hljóði um-
ræðulausí.
Ágóði af rekstri félagsins á árinu nam kr. 2824.62
Eignir félagsins samtals — 144232.23
Skuldir félagsins — 51203.92
Hrein eign við árslok — 93028.31
Formaður las upp og lagði fram fjárhagsáætlun félags-
ins fyrir næsta ár og skýrði hana í einstökum liðum.
Kosin var 5 manna nefnd til að athuga fjárhagsáætlun-
ina og hlutu kosningu:
Guðmundur Jónsson,
Konráð Vilhjálmsson, V
Kristján Jónsson,
Glúmur Hólmgeirsson,
Ólafur Tr. Ólafsson.