Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 12
Í4
af smáranum, eða allt að 40%, því þó smárinn hafi eigin-
leika til að breiða sig, ef rétt er með hann farið, þá má
minna út af bregða, sé lítið sáðmagn notað. 1 tilraununum
er yfirleitt notað 50% af smára.
Ár Smáral. Smári Smáral. Smári Smáral. Smári Smáral. Smári
1933 57 5 71.5(14.0) 68.5 80 0(11.5) 68.5 76.5(8.0) 66 0 79.5(13.5)
1934 47.5 78.5(31 0) 56.5 83 0(26.5) 55.0 79.0(24.0) 55.5 83 5(28.0)
1935 45.0 70.0(25.0) 40.0 62.0(22.0) 47.5 69.5(22.0) 42.0 63.5(21.5)
Um leið og eg get þessara tilraun, vil eg benda mönn-
um á að kynna sér það, sem Árni G. Eylands segir um
smárann og þýðingu hans í ritgerð sinni »1 Miklumýrum«,
sem birtist hér síðar í ritinu.
3. Garðyrkjutilraunir.
Þar er aðeins að ræða um samanburðartilraun með 10
jarðeplaafbrigði og samanburð á 3 rófnaafbrigðum, en
auk þess hafa eins og að undanförnu verið gerðar ýmis-
konar athuganir viðvíkjandi ræktun annara matjurta, sem
þó verða varla taldar til tilrauna. Af jarðeplaafbrigðunum
reyndust best að þessu sinni »Djúke of York«, ~»Skam,
»Up to datee og »Rauðar íslenskar«. Flest afbrigðin
reyndust sæmilega, en sum voru mikið skemd af stöngul-
sýki. Hefur nú verið gerð rækileg gangskör að því að
reyna að halda þessum sjúkdóm í skefjum, með því að
sortera jarðeplin nákvæmlega um leið og tekið er upp og
tel eg, að á þann hátt megi fyrirbyggja að sýkin geri
verulegan usla, og vænti eg þess að geta útrýmt henni að
fullu, þegar eg get farið að rækta jarðeplin meira í sáð-
skifti, í sambandi við kornyrkjuna.
Rófnaafbrigðin þrjú, Islenskar gulrófur, Gauta rófur og
Finskar gulrófur, gáfu öll sæmilega uppskeru, Gauta-gul-
rófur þó mesta, þær finsku minsta. Lítið eitt vottaði fyrir