Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 13
15
trénun bæði á Gautarófum og þeim íslensku, en þó eigi
svo mikið, að kæmi að verulegu tjóni.
Gautagulrófur eru fallegar rófur og voru lítið skemd-
ar að þessu sinni, gagnstætt því sem var sumarið 1934.
Ekki tel eg þó að þetta rófnaafbrigði sé nægilega reynt til
þess að ástæða sé að taka það fram yfir finsku gulrófuna,
sem hefur reynst hér mjög örugg við allskonar skilyrði.
Reynist hinsvegar Gautagulrófan eigi lakar í framtíðinni,
heldur en síðastliðið sumar, er áreiðanlega þess vert að
gefa henni gaum.
4. Kornyrkjan.
Síðastliðið sumar var ekki hagstætt fyrir kornyrkju hér
í Eyjafirði, að maímánuði undanskildum. Var veðráttan
fremur köld og votviðrasöm, einkum í ágúst og septem-
ber, þegar kornið þarf helst þurviðri til þroskunarinnar.
Hygg eg ekkert sumar, síðan 1924, hafi verið óhagstæð-
ara fyrir kornyrkju. Þó þroskaðist byggið yfirleitt vel, en
vafalaust mátti ekki miklu muna. Bygg, sem sáð var 4.—
7. maí, náði góðum þroska, en það, sem sáð var eftir
miðjan maí, þroskaðist mjög illa. Helstu kornyrkjutilraun-
irnar voru þessar: 1. Tilraun með þrjár vorhveititegundir.
Engin þeirra náði fullum þroska. 2. Tilraun með grænar
baunir. Baunirnar þroskuðust ekki, en ef til vill var ó-
hentugum skilyrðum um að kenna. 3. Tilraun með mis-
munandi aðferðir við sáningu vetrarrúgs. 4. Samanburður
á vetrarrúgtegundum. Árangur tveggja síðastnefndra til-
rauna kemur fyrst í ljós á næsta sumri. 5. Samanburður á
5 hafrategundum. Engin þessara tegunda náði góðum
þroska og munur á þroskatíma var ekki mikill. Tenna-
hafrar þroskuðust fyrst, Svensk Orionhafrar síðast.
6. Samanburður á 8 byggtegundum. Með þvi, að þessi
tilraun gefur góða hugmynd um þroska og uppskeru af
byggræktinni, þá birti eg niðurstöðurnar hér.