Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 14
16
Uppsk. í 100 kg.pr.ha. Fóðurein. Hektol. 1000 korn
Tegundarheiti Korn Hálmur pr. ha. Vigt kg. Vigt gr.
Dönnesbygg 27.5 56.5 4163 61.6 38.4
Holtbygg 26.0 47.0 3775 60.2 40.0
Jötunbygg 25.5 51.5 3838 60.8 36.5
Lökenbygg 29.5 53.5 4280 61.2 35.3
Maskinbygg 21-0 55.5 3488 60.0 33.7
Nymoenbygg 26.0 55.5 3988 60.7 36.0
Sölenbygg 29.5 61.5 4488 62.4 36.5
Örnesbygg 22.0 44.5 3313 61.5 39.6
Yfirleitt mun mega telja bæði uppskeruna og þroska
kornsins fyllilega í meðallagi.
7. Sáðtímatilraun með bygg. 1. sáðtími þroskaðist vel,
2. og 3. sáðtími illa, 4. sáðtími alls ekki. 8. Sáðtímatilraun
meö hafra. 1. sáðtími þroskaðist nokkuð, en hinir sáðtím-
arnir lítið sem ekkert. Að lokum er svo 9. Samanburður á
mismunandi skömtum af köfnunarefnisáburði fyrir bygg.
Skamtarnir voru: 100, 150, 200 og 250 kg. af saltpétri pr.
ha. Lítill munur varð gerður á uppskerunni eftir hina mis-
munandi skamta.
Það væri freistandi, áður en vikið er frá þessu efni, að
fara nokkrum orðum um kornyrkjumöguleika og korn-
yrkju yfirleitt, en það skal þó eigi gert að þessu sinni, tel
eg réttara að bíða frekari reynslu. Eg vil þó geta þess, að
eg hefi hugsað mér að koma á, á næstu árum, reglubund-
inni sáðskiftirækt með korn og fellur þá garðyrkja og
grasrækt á eðlilegan hátt inn í það sáðskifti. Hvernig því
sáðskifti verður hagað, í einstökum atriðum, er ekki full-
ráðið og er vitanlega útaf fyrir sig tilraunaverkefni, en
hitt er augljóst, að við það opnast alveg nýir og mjög at-
hyglisverðir möguleikar fyrir fjölbreytta og ítarlega til-
raunastarfsemi í garðrækt og grasrækt. Eg geri því ráð
fyrir, að þær eldri grasræktartilraunir, sem nú eru hér í
stöðinni, verði lagðar niður jafnótt og eg tel þær hafa