Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 15
1?
sýnt þann árangur, er þær geta sýnt, en sumar þeirra
verði svo teknar upp aftur í endurbættri mynd, ásamt nýj-
um viðfangsefnum, jafnótt og hið fyrirhugaða sáðskifti
kemst á laggirnar.
Eg tel það áríðandi, að menn geri sér eftirfarandi at-
riði fyllilega ljós. 1. Útbreiðslu kornyrkjunnar hér á landi
er áreiðanlega viss takmörk sett, en hve rúm þau eru, er
ennþá ekki hægt að segja neitt um. Sennilegt er þó, að þeir
staðir eða þau héruð séu teljandi, þar sem kornyrkja get-
ur orðið fyllilega árviss yfirleitt, en við því er í sjálfu sér
ekkert að segja, þvi slikt hið sama gildir um ýmsar aðrar
nytjajurtir, sem vér ræktum og sama gildir um ýms hér-
um erlendis, sem þó hika ekki við að rækta korn.
2. Vér megum ekki ætla, að kornyrkja hér á landi útaf
fyrir sig, verði arðvænlegri heldur en önnur ræktun, svo
sem gaðyrkja og grasrækt, en hún getur aukið fjölbreytni
framleiðslunnar, skapað nýja og mikilsverða jarðyrkju-
menningu í landinu og sem liður í reglubundnu jarðyrkju-
kerfi aukið arðsemi annars jarðargróða eða jarðyrkjunnar
yfirleití.
3. Kornyrkja, sáðskifti og ræktun belgjurta svo sem
smára o. fl., skapa algerlega nýtt viðhorf í landnáms- og
nýbýlamálum landsins.
Eg hefi orðið þess var, að margir byrjendur í kornyrkju
telja mestu örðugleikana þá, að afla þeirra áhalda, sem
kornyrkjan útheimti, en þetta er að miklu leyti á misskiln-
ingi bygt. Kornyrkja á byrjunarstigi útheimtir engin sér-
stök áhöld umfram aðra ræktun að þreskiáhöldunum und-
anskildum, en hvað þau áhrærir, má stilla í hóf. Hand-
þreskivél og handhreinsivél kosta nú í Noregi tæpar 200
krónur samtals, en áhöld þessi eru það stórvirk, að 5—6
byrjendur í kornyrkju geta auðveldlega sameinað sig um
eina slíka vélasamstæðu.
2