Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 16
18
II. Uppskeran.
Uppskera varð yfirleitt með rýrara móti, þó spruttu
rófur mjög vel, en bæði jarðeplauppskera og heyfengur
varð minni en árið áður. Þó er eigi lakari sprettu að öl!u
leyti um að kenna, heldur mun jarðeplalandið hafa verið
dálítið minna en árið á undan, og meira af túni nú notað
til beitar heldur en áður.
Nýting heyjanna varð miklu betri í sumar heldur en
sumarið 1934, svo að þótt hestatalan sé minni nú heldur
en þá, mun fóðurmagnið eins mikið eða meira.
Að nýting heyfengsins varð ekki lakari, má fyrst og
fremst þakka votheysgerðinni, ennfremur því, að snemma
var byrjað að slá (fyrir miðjan júní), svo fyrri slátturinn
fékkst sæmilega fljótt og vel þur. Ennfremur var seinni
slætti lokið það snemma, að ekkert lenti í verstu óþurkun-
um í september.
Um 50 hestar af töðu voru verkaðir með A. I. V. vot-
heysgerð. Þetta er nú 4. sumarið, sem þessi aðferð er not-
um hér og hefur heyið, að 1. árinu undanskildu, alt af
reynst ágætlega, engar skemdir, heyið fallegt útlits og
lyktargott og étist mjög vel. Út frá eigin reynslu get eg
ekki fullyrt neitt um það, hve mikla yfirburði þessi hey-
verkunaraðferð hefir fram yfir aðrar heyverkunaraðferðir,
en eftir erlendum rannsóknum má reikna með, að efna-
tapið við A. I. V. aðferðina sé 15—20% minna heldur en
við aðra votheysverkun og venjulega þurheysverkun við
hagstæðustu skilyrði. Það er því aðeins við bestu vélþurk-
un, að næringarefni fóðursins varðveitast eins vel eða bet-
ur, heldur en við A. I. V. aðferðina, en vélþurkun er tví-
mælalaust dýrari.
Prófessor Virtanin1) — faðir A. I. V. aðferðarinnar —
J) Kungl. Landbruks-Akademiens Handlingar och Tidskrift
1935, no. 5.