Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 17
19
teíur, að alt að 60% af fóðri kúnna megi vera A. I. V.
fóður, sé kúnum jafnframt gefin viðeigandi fóðursölt, er
draga úr áhrifum sýrunnar. Á búgarði hans í Finnlandi,
var vetrarfóður kúnna þannig saman sett 1933—1934:
A. I. V. fóður (úr grasi og belgjurtum) 61.8%
Hey 11.4—
Hálmur 4.4—
Kartöflur 8.5—
Haframjöl 13.9—
Kýrnar, sem eru Ayrshire-kýr, mjólkuðu að meðaltali,
árið 1933—34, 3983.7 kg. með 162.1 kg. smjörfitu. Fitan
í mjólkinni var 4.2% í innistöðum en 3.9% á beit. Það,
sem er athyglisverðast við þessa niðurstöðu, er hin háa
fita í vetrarmjólkinni og að ekkert kraftfóður, í eiginlegri
inerkingu, er notað og að mjölfóðurgjöfin er tiltölulega
lítil.
Af þeim upplýsingum, sem völ er á um þessa heyverk-
un, virðist mega draga eftirfarandi ályktanir:
A. I. V. heyverkunin sparar vinnu, styttir heyskapinn og
gerir hann tryggari og áhættuminni, minkar til muna til-
kostnaðinn við heygeymslur, getur dregið til muna úr fóð-
urbætisþörfinni og sennilega aukið fitu mjólkurinnar. Á
móti þessu kemur svo verð sýrunnar, sem sett er í grasið,
sem mun nú nema 50—60 aurum á hvern þurheyhest.
Uppskeran hér í Gróðrarstöðinni varð þannig síðastlið-
ið sumar í 100 kg.
Taða Kartöflur Rófur Hafrahey Korn Hálmur
600 120 80 25 10 20
III. Frœðslustarfsemin.
a. Verklegt nám.
Við verklegt garðyrkjunám voru 6 stúlkur.
Á vornámskeiði frá 1. maí—30. júní:
2*