Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 18
20
Margrét Jóhannesdóttir, Akureyri.
Sigrún Júlíusdóttir, Dalvík.
Unnur Stefánsdóttir, Merki, Jökuldal.
Á vor- og sumarnámskeiði frá 1. maí—30. sept.:
Brynhildur Pálsdóttir, Fornhaga í Hörgárdal.
Ingunn Ósk Sigurðardóttir, Tóptum, Árnessýslu.
Þorbjörg Valdemarsdóttir, Hvammstanga.
Þrír piltar stunduðu verklegt jarðyrkjunám í Qróðrar-
stöðinni síðastliðið sumar:
Hallgrímur Vilhjálmsson, Torfunesi, Kinn, S.-Þing.
Ingólfur Gunnarsson, Skriðu, Saurbæjarhr., Eyf.
Jón Hjálmarsson, Villingadal, Saurbæjarhr., Eyf.
Um verknámið skal það sérstaklega tekið fram, að eg
tel það mjög heppilegt að samvinna sé milli tilraunastöðv-
anna annarsvegar og bændaskólanna hinsvegar um verk-
lega fræðslu. Sé aðsókn að skólunum sæmileg, er tæplega
hægt að ætlast til, að þeir hafi nægilegt verkefni til verk-
náms fyrir alla þá nemendur, er þar stunda bóklegt nám,
enda að ýmsu leyti óheppilegt að hafa mjög marga nem-
endur saman í verklegu námi. Á tilraunastöðvunum er að-
staða til að veita nokkrum nemendum árlega tiltölulega
fjölþætta verklega mentun, og í fyllri mæli, hvað sumar
ræktunargreinar áhrærir, heldur en á bændaskólunum.
Þegar eg hefi tekið pilta til verklegs jarðyrkjunáms,
hefi eg gert það að skilyrði, að þeir störfuðu hér í stöð-
inni sumarlangt. Aðalástæðurnar til þessa eru þrjár:
1. Eg hefi þörf fyrir vinnu þeirra alt sumarið og það
mundi valda ýmsum örðugleikum og truflunum að þurfa
að ráða nýja menn, þegar verknemarnir hefðu dvalið
hér hinn tilskylda verknámstíma.
2. Eins og störfum er háttað hér i Gróðrarstöðinni, er
ekki hægt að veita nemenduin hina tilskyldu æfingu á sam-