Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 19
21
feldum tíma. Vorstörfin, fram að slætti, taka venjulega
yfir aðeins 5—6 vikna tíma (Sláttur hefur hafist hér 3
undanfarin ár snemma í júní). Á þessum tíma er aðallega
unnið að herfingu, sáningu, garðrækt, dreifing áburðar o.
s. frv. Milli slátta kemur venjulega 2—3 vikna tímabil,
sem hægt er að vinna að jarðabótum og er þá venjulega
unnið að framræslu, eða nýtt land brotið. Að haustinu,
eftir slátt, er svo að ný unnið að garðyrkju, gömul flög
plægð og sömuleiðis nýtt land. Þetta fyrirkomulag er hag-
kvæmt og eðlilegt og verður verknámið að laga sig eftir
því.
3. Eg álít, að nemendurnir geti lært ýmislegt hér í stöð-
inni utan þess tíma, sem þeir teljast í verknámi, bæði við
heyvinnuna, tilraunirnar, kornyrkju, garðræktina o. fl. og
þeir geti því haft mikið gagn af að dvelja hér sumarlangt.
b. Fyrirlestrar o. fl.
Eins og undanfarin ár, hefi ég á þessu ári flutt all-
marga fyririestra fyrir búnaðarfélög og einstakar stofn-
anir og svarað mörgum fyrirspurnum bæði bréflega og
munnlega.
Fjöldi fólks hefur heimsótt stöðina á þessu ári. Flestir
koma aðeins til að sjá trjá- og blómræktina, en þó nokk-
urir til að kynnast tilraununum. Vil eg sérstaklega geta
þess, að nemendur bændaskólans á Hvanneyri, undir stjórn
Guðmundar Jónssonar, kennara, komu hér síðastliðið vor
og skoðuðu tilraunirnar o. fl.
c. Ársritið.
Ársritið kom út síðastliðinn vetur, í svipuðu forrni og
undanfarin ár. Birtu samböndin í Norðlendingafjórðungi
skýrslur sínar í því, að undanskildu Búnaðarsambandi
Húnvetninga, er taldi sér hagkvæmara að birta skýrslur
aðeíns annaðhvort ár og svo deild Búnaðarsambands