Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 21
23
Þá má geta þess, að félagið hefur á síðastliðnu hausti
fengið nýtt land á erfðafestu hjá Akureyrarbæ. Land þetta
er um 6 ha. að stærð og áfast við lönd þau er félagið
hafði áður. Allt landið er sæmilega vel fallið til tilrauna-
starfsemi.
VI. Fjárhagurinn.
Þó árferði hafi ekki verið hagstætt, mun fjárhagsaf-
koma félagsins á síðastliðnu ári verða sæmileg. Auðvitað
hafa áðurnefndar framkvæmdir haft það í för með sér,
að gengið hefur á sjóðeign félagsins, en skuldir munu
ekki hafa aukist svo nokkuru verulegu nemi. Eg hafði
gert mér vonir um, að þegar dýrustu og mest aðkallandi
umbótunum væri lokið, yrði hægt að snúa sér að því að
lækka skuldirnar, sem, þrátt fyrir það, þótt þær hvíli til-
tölulega létt á félaginu, rýra nokkuð starfsfé þess. Hvort
þetta getur orðið á næstu árum er þó vafasamt, því ennþá
er ýmsum nauðsynlegum umbótum, sem kosta þó nokkurt
fé, ólokið. Auk þess hefur lækkun á styrk ríkisins til Bún-
aðarfélags Islands það í för með sér, að styrkurinn til
Ræktunarfélagsins lækkar um 10% á því ári, sem nú er
að byrja, en sú iækkun nemur á annað þúsund krónum.
Það mun því varlegast, að telja það nokkurnveginn við-
unandi í nánustu framtíð, ef hægt er að halda sæmilega í
horfinu, en gott ef betur gengur.
31. Desember 1935.
ólafur Jónsson.