Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 22
Garðyrkjuskýrsla 1935.
Veturinn 1934—5 var mjög umhleypingasamur, og kom
það nokkuð hart niður á trjágróðrinuin. Þessir snörpu
vetrarbyljir vinna mikið tjón og skilja víða eftir þung
spor, sum sem hægt er að slétta yfir og bæta að nokkru,
en önnur, sem ekki verða bætt. — Það voraði vel, en sum-
arið var hér votviðrasamt og sólarlítið og því að ýmsu
leyti erfitt við garðyrkjuna að fást.
Trjárœkt.
Það af trjágróðrinum, sem verst var farið eftir veturinn,
voru barrtrén. Þau voru mjög illa farin, bæði stærri og
smærri. Ofan af mannhæðar háum furum var meira og
minna brotið. Af smáplöntum í grenibeðum var töluvert
kalið, bæði greni og fura. 1 þetta sinn stóðu lævirkjatrén
sig best, lítið eitt kalið ofan af smáplöntum.
Nokkrar plöntur af Tuju, sem búnar eru að vera hér í
Stöðinni í 14—15 ár, hafa altaf vaxið mjög hægt, en voru
þó orðnar meir en meter að hæð og nokkuð stórar um sig,
dóu allar í vetur nema ein svolítil grein, sem lifði í sumar.
Á birki og reynir sást ekki mikið kal, eða aðrar skemd-
ir. Reyniviður í græðibeðum stóð vel eftir veturinn.
Ulmus montana og ýmislegt fl., sem stóð i fræbeði, og
voru að haustinu ágætar plöntur til að plantast uin, voru
svo toppkaldar, að ekki var hægt að hreyfa þær í vor,