Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 23
25
þessar litlu plöntur náðu sér nokkuð á strik í sutnar. Meira
af þessu líku mætti upp telja, sem bæði fækkar trjánum
og tefur vöxt þeirra.
En þrátt fyrir mikil afföll, er þó altaf töluvert af plönt-
um, sem fær að lifa, og ná nokkrum þroska á hverju ári.
Og með þolinmæði og dugnaði tekst vonandi að ala mikið
upp af fallegum trjágróðri hér á landi. Bara að fleiri vildu
reyna að ala upp tré hjá sér en hingað til hefur verið gert.
Ýmsum tegundum af trjá- og runnafræi var sáð hér í
vor, þó ekki fengist alt fræið, sem um var beðið, t. d.
vantaði alveg Larix Siberica, og það fékst heldur ekki í
fyrra.
Græðlingar voru settir af nokkrum runnum. Tré og
runnar laufguðust vel í vor, en blómstruðu heldur lítið og
sumar sjaldgæfari tegundirnar als ekki neitt.
Ribs blómstraði í meðallagi, og þroskaði dálítið af berj-
um seinni partinn í september. Hindber og jarðarber
þroskuðust ekki.
Lús og annar óþverri gerði mikið vart við sig á trján-
um i sumar og var þeim til hnekkis.
Það var sprautað yfir dálítið af trjánum í sumar og
virtist það vera heldut lil tóta, annars var það gert heldur
seint, og hefur kannske Jressvegna ekki gert eins mikið
gagn.
Vöxtur stærri trjánna var fyrir neðan meðallag í sumar,
en vöxtur á plöntum í græðibeðum, 4—5 ára, var sem hér
segir:
Birki cm. 11—24
Reynir — 20—30
Víðir — 23—35
Greni — 8—12
Fura — 15—30
Lævirki — 12—20